Setji ósætti vegna launamála til hliðar og nýti reynsluna til að eflast Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 21:00 Skagamenn taka á móti KA í langþráðum fyrsta leik sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar. VÍSIR/BÁRA Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA er vongóður um að óánægja í leikmannahópnum með launalækkanir vegna kórónuveirukrísunnar hafi ekki slæm áhrif á spilamennsku liðsins í sumar. Fram kom á Vísi í byrjun apríl að kurr væri í leikmannahópi ÍA eftir að laun voru lækkuð um helming án sérstaks samráðs við hópinn. „Þetta er alltaf erfitt staða, eins og var hjá öllum félögum, að menn gátu ekki alveg staðið við gerða samninga. En mennirnir sem hafa verið að vinna þá vinnu eru að reyna eftir bestu geta að leysa það á farsælan hátt. Ég er nokkuð viss um að það muni takast, menn verði sáttir og að þegar við spilum okkar fyrsta leik í deildinni verði fókusinn á það,“ sagði Jóhannes Karl við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Ég hef enga trú á öðru en að menn verði virkilega vel mótíveraðir í það núna þegar mótið byrjar að fara að spila fótbolta, og setji aðra hluti til hliðar. Að þeir séu bara spenntir að fara að byrja,“ sagði Jóhannes Karl en Skagamenn fá KA í heimsókn í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar sunnudaginn 14. júní. Mórallinn í hópnum frábær Aðspurður hvernig mórallinn í hópnum hefði verið og væri núna sagði þjálfarinn hann frábæran, og að raunir vorsins gætu orðið til að efla leikmennina sjálfa og liðið í heild: „Mórallinn í hópnum er alveg frábær. Þetta eru góðir strákar og skemmtilegir að vinna með. Það hefur aldrei verið neitt vesen. Auðvitað var erfitt þegar við máttum ekki æfa saman [vegna samkomubanns] en við skoðuðum það virkilega vel í hvernig ástandi leikmenn voru þegar þeir komu til baka. Þeir sýndu fram á það með sínum æfingum, og það sem þeir lögðu í þetta á erfiðasta tímanum, fjárhagslega og æfingalega séð, að þeir eru virkilega tilbúnir í þetta verkefni. Auðvitað hafa svona atriði áhrif, en það er líka á svona stundum sem að menn mótast. Ungir strákar þurfa kannski að verða pínu fullorðnir. Ég held að við getum nýtt þessa reynslu til að efla okkur, bæði sem einstaklingar sem þurfa að höndla mótlætið og sem hópur sem mun þrýsta sér saman og verða enn samstilltari og viljugri til að fórna sér fyrir hvern annan og félagið sem við spilum fyrir.“ Klippa: Sportið í dag - Jói Kalli um móralinn í Skagaliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla ÍA Sportið í dag Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA er vongóður um að óánægja í leikmannahópnum með launalækkanir vegna kórónuveirukrísunnar hafi ekki slæm áhrif á spilamennsku liðsins í sumar. Fram kom á Vísi í byrjun apríl að kurr væri í leikmannahópi ÍA eftir að laun voru lækkuð um helming án sérstaks samráðs við hópinn. „Þetta er alltaf erfitt staða, eins og var hjá öllum félögum, að menn gátu ekki alveg staðið við gerða samninga. En mennirnir sem hafa verið að vinna þá vinnu eru að reyna eftir bestu geta að leysa það á farsælan hátt. Ég er nokkuð viss um að það muni takast, menn verði sáttir og að þegar við spilum okkar fyrsta leik í deildinni verði fókusinn á það,“ sagði Jóhannes Karl við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Ég hef enga trú á öðru en að menn verði virkilega vel mótíveraðir í það núna þegar mótið byrjar að fara að spila fótbolta, og setji aðra hluti til hliðar. Að þeir séu bara spenntir að fara að byrja,“ sagði Jóhannes Karl en Skagamenn fá KA í heimsókn í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar sunnudaginn 14. júní. Mórallinn í hópnum frábær Aðspurður hvernig mórallinn í hópnum hefði verið og væri núna sagði þjálfarinn hann frábæran, og að raunir vorsins gætu orðið til að efla leikmennina sjálfa og liðið í heild: „Mórallinn í hópnum er alveg frábær. Þetta eru góðir strákar og skemmtilegir að vinna með. Það hefur aldrei verið neitt vesen. Auðvitað var erfitt þegar við máttum ekki æfa saman [vegna samkomubanns] en við skoðuðum það virkilega vel í hvernig ástandi leikmenn voru þegar þeir komu til baka. Þeir sýndu fram á það með sínum æfingum, og það sem þeir lögðu í þetta á erfiðasta tímanum, fjárhagslega og æfingalega séð, að þeir eru virkilega tilbúnir í þetta verkefni. Auðvitað hafa svona atriði áhrif, en það er líka á svona stundum sem að menn mótast. Ungir strákar þurfa kannski að verða pínu fullorðnir. Ég held að við getum nýtt þessa reynslu til að efla okkur, bæði sem einstaklingar sem þurfa að höndla mótlætið og sem hópur sem mun þrýsta sér saman og verða enn samstilltari og viljugri til að fórna sér fyrir hvern annan og félagið sem við spilum fyrir.“ Klippa: Sportið í dag - Jói Kalli um móralinn í Skagaliðinu Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla ÍA Sportið í dag Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira