Spilaði ekki leik í fyrra en er í banni: „Lét eitthvað út úr mér sem ég hefði ekki átt að segja“ Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 22:00 Guðmundur Þór Júlíusson var léttur í bragði í Kórnum þegar hann ræddi við Henry Birgi. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki hvort maður á að vera að segja frá þessu?“ segir Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, sem þrátt fyrir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla þarf að taka út leikbann í fyrsta leiknum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Guðmundur sleit krossband í hné skömmu eftir tímabilið 2018 og var því ekkert með HK í fyrra eftir að hafa verið lykilmaður í vörn liðsins. Hann hefur nú náð sér vel af meiðslunum en fær ekki að mæta FH í Kórnum 14. júní, heldur þarf að bíða eftir útileiknum við KR í 2. umferð sex dögum síðar. Ástæðan er sú að Guðmundur fékk rautt spjald í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, en hann var þá skráður sem aðstoðarþjálfari á leikskýrslu hjá HK sem mætti Val á Hlíðarenda. „Það var búinn að vera einhver djöfulsins æsingur allan leikinn, í þessum leik sem skipti engu máli hvorki fyrir okkur né Val. En þegar boltinn er á vellinum og allt í gangi þá skiptir ekki máli hvar maður er, ef maður er hluti af liði þá verður maður oft alveg snarvitlaus. Ég lét eitthvað út úr mér sem ég hefði kannski ekki átt að segja,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Í felum með þjálfaranum „Brynjar er í banni líka þannig að við verðum tveir hérna í felum saman,“ sagði Guðmundur léttur en þjálfarinn Brynjar Björn Gunnarsson fékk rautt spjald í lok leiksins gegn Val. Guðmundur hlakkar vitaskuld til þess að geta byrjað að spila að nýju: „Staðan er mjög góð. Skrokkurinn er góður og maður er farinn að æfa 110%, og var byrjaður á því fyrir Covid. Þessi Covid-tími gaf manni líka mikið, að geta verið sjálfur að djöflast á fullu og lengja tímann frá aðgerð. Ég verð því 110% þegar fyrsti leikur byrjar, en reyndar ekki með fyrr en í öðrum leik.“ Klippa: Sportið í dag - Gummi Júl í banni í fyrsta leik Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag HK Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
„Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki hvort maður á að vera að segja frá þessu?“ segir Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, sem þrátt fyrir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla þarf að taka út leikbann í fyrsta leiknum í Pepsi Max-deildinni í sumar. Guðmundur sleit krossband í hné skömmu eftir tímabilið 2018 og var því ekkert með HK í fyrra eftir að hafa verið lykilmaður í vörn liðsins. Hann hefur nú náð sér vel af meiðslunum en fær ekki að mæta FH í Kórnum 14. júní, heldur þarf að bíða eftir útileiknum við KR í 2. umferð sex dögum síðar. Ástæðan er sú að Guðmundur fékk rautt spjald í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, en hann var þá skráður sem aðstoðarþjálfari á leikskýrslu hjá HK sem mætti Val á Hlíðarenda. „Það var búinn að vera einhver djöfulsins æsingur allan leikinn, í þessum leik sem skipti engu máli hvorki fyrir okkur né Val. En þegar boltinn er á vellinum og allt í gangi þá skiptir ekki máli hvar maður er, ef maður er hluti af liði þá verður maður oft alveg snarvitlaus. Ég lét eitthvað út úr mér sem ég hefði kannski ekki átt að segja,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag. Í felum með þjálfaranum „Brynjar er í banni líka þannig að við verðum tveir hérna í felum saman,“ sagði Guðmundur léttur en þjálfarinn Brynjar Björn Gunnarsson fékk rautt spjald í lok leiksins gegn Val. Guðmundur hlakkar vitaskuld til þess að geta byrjað að spila að nýju: „Staðan er mjög góð. Skrokkurinn er góður og maður er farinn að æfa 110%, og var byrjaður á því fyrir Covid. Þessi Covid-tími gaf manni líka mikið, að geta verið sjálfur að djöflast á fullu og lengja tímann frá aðgerð. Ég verð því 110% þegar fyrsti leikur byrjar, en reyndar ekki með fyrr en í öðrum leik.“ Klippa: Sportið í dag - Gummi Júl í banni í fyrsta leik Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag HK Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki