Hljómsveitin Albatross hefur sent frá sér myndband við lagið Já það má þar sem litagleðin ræður för. Segja má að texti lagsins sé nokkurskonar sjálfsskoðun manneskju á eigin lundarfari og niðurstaðan sú að fjölbreytileg skapgerð gefi lífinu lit.
Hljómsveitina Albatross skipa söngvarinn Sverrir Bergmann, gítarleikarinn Halldór Gunnar Pálsson, trommarinn Óskar Þormarsson, hljómborðsleikarinn Halldór Smárason og bassaleikarinn Valdimar Olgeirsson.
Lagið og textinn er eftir þá Halldór Gunnar Pálsson, Sverri Bergmann og Magnús Þór Sigmundsson.
Gerð myndbandsins var í höndum Sveinbjörns Hafsteinssonar.
Upptökur og upptökustjórn: Halldór Gunnar Pálsson
Trommu upptökur: Ásmundur Jóhannsson í Paradís
Mix & Master: Addi 800
Söngur: Sverrir Bergmann
Gítar: Halldór Gunnar Pálsson
Bassi: Valdimar Olgeirsson
Hljómborð: Halldór Smárason
Trommur: Óskar Þormarsson
Bakraddir: Elísabet Ormslev