Pepsi Max kvenna eftir 10 daga: Arna var sú fyrsta en Vanda er sú sigursælasta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 13:30 Arna K. Steinsen lyftir hér Íslandsbikarnum á baksíðu Morgunblaðsins eftir að hafa verið fyrsta konan til að gera lið að Íslandsmeistutum. Úrklippan er úr Morgunblaðinu frá 4. september 1993. Skjáskot af timarit.is Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Arna K. Steinsen skrifaði nýjan kafla í sögu úrvalsdeildar kvenna í fótbolta sumarið 1993 þegar hún gerði KR-konur að Íslandsmeisturum. Arna varð þá frysta konan til að gera meistaraflokkslið að Íslandsmeisturum í knattspyrnu en hún tók þá við liðinu aftur eftir eins árs hlé. Þessi titill var líka sá fyrsti sem kom í Vesturbæinn í kvennaflokki og fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í Frostaskjóli í 25 ár eða síðan KR karlarnir unnu hann síðast 1968. Arnar gerði KR aftur að Íslandsmeisturum (1998) áður en KR-karlarnir unnu loksins 1999. Arna tók skónna af hillunni og var spilandi þjálfari liðsins sem fór úr því að enda í sjötta sæti sumarið 1992 í að hampa Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Miklu munaði að Arna fékk KR-ingana Helenu Ólafsdóttur og Guðlaugu Jónsdóttur aftur heim í KR og þá kom Ásthildur Helgadóttir frá Breiðabliki. Vanda Sigurgeirsdóttir bættist í hópinn með Örnu árið eftir þegar hún gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum sem spilandi þjálfari og endurtók Vanda síðan leikinn 1995 og 1996. Vanda átti síðan eftir að vinna þrjá titla sem þjálfari KR frá 1999 til 2003 og er sá þjálfari sem hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla hjá konum eða sex talsins. Ragna Lóa Stefánsdóttir gerði KR að Íslandsmeisturum 1997 og síðasta konan til að komast í meistaraþjálfara hópinn til dagsins í dag var Elísabet Gunnarsdóttir en undir hennar stjórn unnu Valskonur titilinn fjórum sinnum á fimm árum frá 2004 til 2008. Konur gerðu því lið þrettán sinnum að Íslandsmeisturum á 25 árum frá 1993 til 2008 en engri konu hefur tekist það undanfarin ellefu sumur. Konur sem hafa gerð lið að Íslandsmeisturum kvenna í fótbolta: 6 - Vanda Sigurgeirsdóttir (Breiðablik og KR) 4 - Elísabet Gunnarsdóttir (Val) 2 - Arna K. Steinsen (KR) 1 - Ragna Lóa Stefánsdóttir (KR) Pepsi Max-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Arna K. Steinsen skrifaði nýjan kafla í sögu úrvalsdeildar kvenna í fótbolta sumarið 1993 þegar hún gerði KR-konur að Íslandsmeisturum. Arna varð þá frysta konan til að gera meistaraflokkslið að Íslandsmeisturum í knattspyrnu en hún tók þá við liðinu aftur eftir eins árs hlé. Þessi titill var líka sá fyrsti sem kom í Vesturbæinn í kvennaflokki og fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í Frostaskjóli í 25 ár eða síðan KR karlarnir unnu hann síðast 1968. Arnar gerði KR aftur að Íslandsmeisturum (1998) áður en KR-karlarnir unnu loksins 1999. Arna tók skónna af hillunni og var spilandi þjálfari liðsins sem fór úr því að enda í sjötta sæti sumarið 1992 í að hampa Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Miklu munaði að Arna fékk KR-ingana Helenu Ólafsdóttur og Guðlaugu Jónsdóttur aftur heim í KR og þá kom Ásthildur Helgadóttir frá Breiðabliki. Vanda Sigurgeirsdóttir bættist í hópinn með Örnu árið eftir þegar hún gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum sem spilandi þjálfari og endurtók Vanda síðan leikinn 1995 og 1996. Vanda átti síðan eftir að vinna þrjá titla sem þjálfari KR frá 1999 til 2003 og er sá þjálfari sem hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla hjá konum eða sex talsins. Ragna Lóa Stefánsdóttir gerði KR að Íslandsmeisturum 1997 og síðasta konan til að komast í meistaraþjálfara hópinn til dagsins í dag var Elísabet Gunnarsdóttir en undir hennar stjórn unnu Valskonur titilinn fjórum sinnum á fimm árum frá 2004 til 2008. Konur gerðu því lið þrettán sinnum að Íslandsmeisturum á 25 árum frá 1993 til 2008 en engri konu hefur tekist það undanfarin ellefu sumur. Konur sem hafa gerð lið að Íslandsmeisturum kvenna í fótbolta: 6 - Vanda Sigurgeirsdóttir (Breiðablik og KR) 4 - Elísabet Gunnarsdóttir (Val) 2 - Arna K. Steinsen (KR) 1 - Ragna Lóa Stefánsdóttir (KR)
Konur sem hafa gerð lið að Íslandsmeisturum kvenna í fótbolta: 6 - Vanda Sigurgeirsdóttir (Breiðablik og KR) 4 - Elísabet Gunnarsdóttir (Val) 2 - Arna K. Steinsen (KR) 1 - Ragna Lóa Stefánsdóttir (KR)
Pepsi Max-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti