Pepsi Max kvenna eftir 8 daga: Blikakonur í verðlaunasæti síðan 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2020 13:30 Alexandra Jóhannsdóttir fagnar marki með Breiðabliki á síðasta tímabili. Vísir/Bára Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 8 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Blikakonur þurftu að sætta sig við að missa Íslandsmeistaratitilinn yfir á Hlíðarenda síðasta sumar en þær enduðu samt í verðlaunasæti sjötta tímabilið í röð. Frá og með árinu 2014 þá hefur kvennalið Breiðabliks alltaf endað í fyrsta eða öðru sæti deildarinnar. Breiðabliksliðið hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla á þessum tíma (2015 og 2018) en hefur fengið silfurverðlaun á hinum fjórum tímabilunum. Næstflest verðlaun á þessum tíma hefur lið Stjarnan unnið eða þrjú talsins. Íslandsmeistarar Valsmanna í fyrra voru að vinna sín fyrstu verðlaun í deildinni frá árinu 2013 og sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug eða frá 2010. Blikakonur eiga góða möguleika á að halda sér meðal tveggja efstu liðanna í sumar og takist það þá væri liðið aðeins einu sumri í verðlaunasæti frá því að jafna metið. Fjögur lið hafa náð að enda í verðlaunasæti á átta tímabilum í röð þar af eru tvö eldri Blikalið, það fyrra frá 1976 til 1984 en það síðara frá 1990 til 1997. KR og Valur eru aftur á móti síðustu liðin sem hafa náð í verðlaun á átta tímabilum í röð en Valskonur náðu því síðast allra liða frá 2004 til 2011. Tímabil í toppsætunum tveimur frá 2014: 6 - Breiðablik (2 gull, 4 silfur) 3 - Stjarnan (2 gull, 1 silfur) 2 - Þór/KA (1 gull, 1 silfur) 1 - Valur (1 gull) Flest verðlaunatímabil í röð í efstu deild kvenna 8 - Breiðablik (1976-1984) 8 - Breiðablik (1990-1997) 8 - KR (1996-2003) 8 - Valur (2004-2011) 6 - Breiðablik (2014-2019) 5 - FH (1972-1976) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 8 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Blikakonur þurftu að sætta sig við að missa Íslandsmeistaratitilinn yfir á Hlíðarenda síðasta sumar en þær enduðu samt í verðlaunasæti sjötta tímabilið í röð. Frá og með árinu 2014 þá hefur kvennalið Breiðabliks alltaf endað í fyrsta eða öðru sæti deildarinnar. Breiðabliksliðið hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla á þessum tíma (2015 og 2018) en hefur fengið silfurverðlaun á hinum fjórum tímabilunum. Næstflest verðlaun á þessum tíma hefur lið Stjarnan unnið eða þrjú talsins. Íslandsmeistarar Valsmanna í fyrra voru að vinna sín fyrstu verðlaun í deildinni frá árinu 2013 og sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í áratug eða frá 2010. Blikakonur eiga góða möguleika á að halda sér meðal tveggja efstu liðanna í sumar og takist það þá væri liðið aðeins einu sumri í verðlaunasæti frá því að jafna metið. Fjögur lið hafa náð að enda í verðlaunasæti á átta tímabilum í röð þar af eru tvö eldri Blikalið, það fyrra frá 1976 til 1984 en það síðara frá 1990 til 1997. KR og Valur eru aftur á móti síðustu liðin sem hafa náð í verðlaun á átta tímabilum í röð en Valskonur náðu því síðast allra liða frá 2004 til 2011. Tímabil í toppsætunum tveimur frá 2014: 6 - Breiðablik (2 gull, 4 silfur) 3 - Stjarnan (2 gull, 1 silfur) 2 - Þór/KA (1 gull, 1 silfur) 1 - Valur (1 gull) Flest verðlaunatímabil í röð í efstu deild kvenna 8 - Breiðablik (1976-1984) 8 - Breiðablik (1990-1997) 8 - KR (1996-2003) 8 - Valur (2004-2011) 6 - Breiðablik (2014-2019) 5 - FH (1972-1976)
Tímabil í toppsætunum tveimur frá 2014: 6 - Breiðablik (2 gull, 4 silfur) 3 - Stjarnan (2 gull, 1 silfur) 2 - Þór/KA (1 gull, 1 silfur) 1 - Valur (1 gull) Flest verðlaunatímabil í röð í efstu deild kvenna 8 - Breiðablik (1976-1984) 8 - Breiðablik (1990-1997) 8 - KR (1996-2003) 8 - Valur (2004-2011) 6 - Breiðablik (2014-2019) 5 - FH (1972-1976)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Sjá meira