Hefur orðið fyrir kynþáttafordómum á Íslandi: „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. júní 2020 19:00 Lovísa Thompson. Vísir/Bára Lovísa Thompson, leikmaður deildarmeistara Vals í handbolta, segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum hér á landi. Ummæli eins og „þú ert bara góð í íþróttum því þú ert svona á litinn“ hafa fallið í návist Lovísu. Lovísa hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna undanfarin ár. Hún varð Íslandsmeistari með Gróttu áður en hún færði sig til Vals þar sem hún varð þrefaldur meistari tímabilið 2018/2019. Hún segir að kynþáttafordómar hafi verið viðloðandi hana á sínum yngri árum og séu enn. „Ég myndi segja að þetta hafi alltaf verið þegar maður var að alast upp og í gegnum íþróttirnar. Maður hefur alltaf verið var við aðeins fordóma á Íslandi. Þetta er oft á tíðum fólk sem stendur manni nærri,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. „Mér finnst mjög mikilvægt að við sem erum með þennan dökka húðlit, stígum fram því við búum á Íslandi, sem er rosalega hvítt land. Það er gott að aðrar raddir fái að láta ljós sitt skína. Í þessum aðstæðum eins og þær eru í dag fannst mér tímabært að fólk myndi fá að upplifa hvað við erum að fá að heyra.“ Hún segir að þær systurnar, sem báðar eru í handbolta, hafi orðið fyrir kynþáttafordómum hér heima og það er ekki fólk út í bæ sem er með þá fordóma heldur einnig fólk sem stendur þeim nærri. „Þetta hefur alltaf verið á bak við eyrað. Ég hef alist upp á góðum stað og ég er mjög heppin og það eru mikil forréttindi að vera Íslendingur. Um leið og einhver segir við þig að þú lítir öðruvísi út, en þú upplifir þig sjálf sem Íslending, þá hefur maður hugsað: Er eitthvað að mér? En við erum ekki öll eins og ég sé ekki þennan húðlit. Þetta hefur verið með manni þegar maður hefur alist upp en ekki í miklum mæli.“ „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru og hverju við stefnum að í lífinu. Það er mjög leiðinlegt að sagt sé að maður sé bara góður í einhverju því maður er svona á litinn eða með svona gen. Það er miklu meiri vinna á bak við það til dæmis í íþróttunum. Ef fólk bara vissi hversu mikið ég æfi og geri, þá er mjög leiðinlegt að heyra að ég sé bara góð í íþróttum því ég er einhvern veginn á litinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Lovísa Thompson Olís-deild kvenna Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Valur Sportpakkinn Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Sjá meira
Lovísa Thompson, leikmaður deildarmeistara Vals í handbolta, segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum hér á landi. Ummæli eins og „þú ert bara góð í íþróttum því þú ert svona á litinn“ hafa fallið í návist Lovísu. Lovísa hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna undanfarin ár. Hún varð Íslandsmeistari með Gróttu áður en hún færði sig til Vals þar sem hún varð þrefaldur meistari tímabilið 2018/2019. Hún segir að kynþáttafordómar hafi verið viðloðandi hana á sínum yngri árum og séu enn. „Ég myndi segja að þetta hafi alltaf verið þegar maður var að alast upp og í gegnum íþróttirnar. Maður hefur alltaf verið var við aðeins fordóma á Íslandi. Þetta er oft á tíðum fólk sem stendur manni nærri,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. „Mér finnst mjög mikilvægt að við sem erum með þennan dökka húðlit, stígum fram því við búum á Íslandi, sem er rosalega hvítt land. Það er gott að aðrar raddir fái að láta ljós sitt skína. Í þessum aðstæðum eins og þær eru í dag fannst mér tímabært að fólk myndi fá að upplifa hvað við erum að fá að heyra.“ Hún segir að þær systurnar, sem báðar eru í handbolta, hafi orðið fyrir kynþáttafordómum hér heima og það er ekki fólk út í bæ sem er með þá fordóma heldur einnig fólk sem stendur þeim nærri. „Þetta hefur alltaf verið á bak við eyrað. Ég hef alist upp á góðum stað og ég er mjög heppin og það eru mikil forréttindi að vera Íslendingur. Um leið og einhver segir við þig að þú lítir öðruvísi út, en þú upplifir þig sjálf sem Íslending, þá hefur maður hugsað: Er eitthvað að mér? En við erum ekki öll eins og ég sé ekki þennan húðlit. Þetta hefur verið með manni þegar maður hefur alist upp en ekki í miklum mæli.“ „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru og hverju við stefnum að í lífinu. Það er mjög leiðinlegt að sagt sé að maður sé bara góður í einhverju því maður er svona á litinn eða með svona gen. Það er miklu meiri vinna á bak við það til dæmis í íþróttunum. Ef fólk bara vissi hversu mikið ég æfi og geri, þá er mjög leiðinlegt að heyra að ég sé bara góð í íþróttum því ég er einhvern veginn á litinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Lovísa Thompson
Olís-deild kvenna Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Valur Sportpakkinn Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða