Pepsi Max kvenna eftir 6 daga: Þrjár landsliðskonur snúa heim og hafa allar orðið meistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2020 12:00 Dagný Brynjarsdóttir fagnar hér einu af 26 mörkum sínum fyrir íslenska A-landsliðið. Vísir/Bára Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 6 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir ákváðu allar að koma heim út atvinnumennsku og finna sér lið í Pepsi Max deildinni. Dagný og Anna Björk fóru báðar til bikarmeistara Selfoss sem gerir Selfossliðið líklegt til að blanda sér í titilbaráttuna. Rakel fór aftur á móti til Breiðabliks og styrkir liðið sem var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Dagný Brynjarsdóttir verður í stóru hlutverki á miðju Selfossliðsins í sumar.Vísir/Bára Dagný Brynjarsdóttir spilaði með Selfossi sumurin 2014 og 2015 en hafði leikið með bandaríska liðinu Portland Thorns frá árinu 2016. Hún hefur leikið 88 landsleiki og skorað í þeim 26 mörk. Dagný hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í langan tíma en þekkir það líka vel að vinna Íslandsmeistaratitla síðan hún lék með gullaldarliði Vals frá 2007 til 2013 og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari. Dagný hefur einnig unnið titla erlendis en hún varð háskólameistari með Florida State, þýskur meistari með Bayern og bandarískur meistari með Portland Thorns. Rakel Hönnudóttir í leik með íslenska landsliðinu á móti Slóveníu á Laugardalsvellinum sumarið 2018.Vísir/Daníel Rakel Hönnudóttir snýr aftur til Breiðabliks þar sem hún lék í sex tímabil áður en hún fór út í atvinnumennsku. Rakel hefur eytt síðustu tveimur árum í Svíþjóð og Englandi. Rakel er upphaflega að norðan og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild með Þór/KA/KS. Rakel varð Íslandsmeistari með Breiðabliki sumarið 2015 og bikarmeistari með liðinu bæði 2013 og 2016. Hún þekkir það því vel að vinna titla með Kópavogsliðinu. Landsliðsferill Rakelar er líka langur og glæsilegur en hún lék sinn hundraðasta landsleik í október í fyrra og er með 9 mörk í 102 landsleikjum. Anna Björk Kristjánsdóttir stillti sér upp á mynd við Ölfusárbrúna á Selfossi þegar hún mynduð að tilefni af félagsskiptunum yfir í Selfoss.Mynd/Selfoss Anna Björk Kristjánsdóttir er komin heim eftir fjögur ár í atvinnumennsku þar sem hún spilaði fyrst með sænsku liðunum Örebro og Limhamn Bunkeflo en síðasta árið spilaði Anna Björk með hollenska liðinu PSV Eindhoven. Anna Björk er alin upp í KR en fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri þegar hún gekk til liðs við Stjörnuliðið sumarið 2009. Anna Björk átti síðan eftir að vinna þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla með Stjörnunni áður en hún fór út í atvinnumennsku. Anna Björk þekkir það vel að vinna leiki en hún hefur verið í sigurliði í 78 prósent leikja sinna í úrvalsdeildinni eða í 101 af 130 leikjum sínum. Anna Björk hefur líka leikið 43 A-landsleiki og á alls 57 leiki fyrir öll landslið Íslands. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 6 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir ákváðu allar að koma heim út atvinnumennsku og finna sér lið í Pepsi Max deildinni. Dagný og Anna Björk fóru báðar til bikarmeistara Selfoss sem gerir Selfossliðið líklegt til að blanda sér í titilbaráttuna. Rakel fór aftur á móti til Breiðabliks og styrkir liðið sem var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Dagný Brynjarsdóttir verður í stóru hlutverki á miðju Selfossliðsins í sumar.Vísir/Bára Dagný Brynjarsdóttir spilaði með Selfossi sumurin 2014 og 2015 en hafði leikið með bandaríska liðinu Portland Thorns frá árinu 2016. Hún hefur leikið 88 landsleiki og skorað í þeim 26 mörk. Dagný hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í langan tíma en þekkir það líka vel að vinna Íslandsmeistaratitla síðan hún lék með gullaldarliði Vals frá 2007 til 2013 og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari. Dagný hefur einnig unnið titla erlendis en hún varð háskólameistari með Florida State, þýskur meistari með Bayern og bandarískur meistari með Portland Thorns. Rakel Hönnudóttir í leik með íslenska landsliðinu á móti Slóveníu á Laugardalsvellinum sumarið 2018.Vísir/Daníel Rakel Hönnudóttir snýr aftur til Breiðabliks þar sem hún lék í sex tímabil áður en hún fór út í atvinnumennsku. Rakel hefur eytt síðustu tveimur árum í Svíþjóð og Englandi. Rakel er upphaflega að norðan og spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild með Þór/KA/KS. Rakel varð Íslandsmeistari með Breiðabliki sumarið 2015 og bikarmeistari með liðinu bæði 2013 og 2016. Hún þekkir það því vel að vinna titla með Kópavogsliðinu. Landsliðsferill Rakelar er líka langur og glæsilegur en hún lék sinn hundraðasta landsleik í október í fyrra og er með 9 mörk í 102 landsleikjum. Anna Björk Kristjánsdóttir stillti sér upp á mynd við Ölfusárbrúna á Selfossi þegar hún mynduð að tilefni af félagsskiptunum yfir í Selfoss.Mynd/Selfoss Anna Björk Kristjánsdóttir er komin heim eftir fjögur ár í atvinnumennsku þar sem hún spilaði fyrst með sænsku liðunum Örebro og Limhamn Bunkeflo en síðasta árið spilaði Anna Björk með hollenska liðinu PSV Eindhoven. Anna Björk er alin upp í KR en fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri þegar hún gekk til liðs við Stjörnuliðið sumarið 2009. Anna Björk átti síðan eftir að vinna þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla með Stjörnunni áður en hún fór út í atvinnumennsku. Anna Björk þekkir það vel að vinna leiki en hún hefur verið í sigurliði í 78 prósent leikja sinna í úrvalsdeildinni eða í 101 af 130 leikjum sínum. Anna Björk hefur líka leikið 43 A-landsleiki og á alls 57 leiki fyrir öll landslið Íslands.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira