Tónlistarkonan Rakel Sigurðardóttir setti saman föstudagslagalista vikunnar fyrir Vísi.
Hún gaf nýverið út lag og myndband í samstarfi við hljómsveitina Karl Orgeltríó en einnig er von á sólóstuttskífu frá henni í haust.
Lagalistinn er „handhófskennt mix til þess að sitja við, dansa við en líka kannski gráta við í bland,“ samkvæmt Rakel. „Það má ekki alltaf vera gaman.“
Vel að orði komist hjá Rakel og lítil þörf á að lýsa listanum frekar. Hann má hlusta á hér að neðan.