Þáttaröð um Tiger í líkingu við „The Last Dance“ kemur út í ár: Framhjáhald, handtakan og sambandið við Trump Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júní 2020 08:00 Tiger Woods hefur átt stormasaman feril en hann hefur unnið fjöldan allan af titlum. vísir/getty HBO hefur gefið það út að í haust mun koma út fjögurra klukkutíma heimildaþættir um líf kylfingsins Tiger Wooods. Þættirnir verða í svipuðum dúr og þættirnir „The Last Dance“ þar sem fjallað var um Michael Jordan. Tiger Woods og Michael Jordan voru lengi vel perluvinir en það fór allt í bál og brand árið 2009 er upp komst um framhjáhald Tiger. Alls kyns sögusagnir fóru af stað um líf kylfingsins utan vallar. Það gæti verið að heimildaþættirnir verða settir í loftið í kringum Masters-mótið sem fer fram á Augusta vellinum í nóvember en ef Tiger verður heill mun hann mæta og reyna að verja titilinn frá því í fyrra. As HBO dissect Tiger Woods' crazy life, will it be as controversial as Michael Jordan's 'The Last Dance'? https://t.co/fEBTyUdTbM pic.twitter.com/reA40Dwm5B— MailOnline Sport (@MailSport) June 7, 2020 Þættirnir um Jordan tröllriðu öllu á Netflix. Vonast HBO eftir því að þættirnir um stormasamt líf Tiger með sitt tvöfalda líf, meiðslin, handtökuna, vináttuna við Donald Trump og áföllin á golfvellinum verði jafn vinsælir og þættirnir um Jordan. Jordan og Woods eru ekki vinir í dag, samkvæmt fjölmiðlum ytra. Þeir voru báðir á samningum hjá Nike og urðu miklir vinir, þrátt fyrir að Tiger hafi verið ráðlagt að halda sig frá Jordan, en eftir að upp komst upp um framhjáhald Tiger árið 2009 slitnaði upp úr vináttunni. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
HBO hefur gefið það út að í haust mun koma út fjögurra klukkutíma heimildaþættir um líf kylfingsins Tiger Wooods. Þættirnir verða í svipuðum dúr og þættirnir „The Last Dance“ þar sem fjallað var um Michael Jordan. Tiger Woods og Michael Jordan voru lengi vel perluvinir en það fór allt í bál og brand árið 2009 er upp komst um framhjáhald Tiger. Alls kyns sögusagnir fóru af stað um líf kylfingsins utan vallar. Það gæti verið að heimildaþættirnir verða settir í loftið í kringum Masters-mótið sem fer fram á Augusta vellinum í nóvember en ef Tiger verður heill mun hann mæta og reyna að verja titilinn frá því í fyrra. As HBO dissect Tiger Woods' crazy life, will it be as controversial as Michael Jordan's 'The Last Dance'? https://t.co/fEBTyUdTbM pic.twitter.com/reA40Dwm5B— MailOnline Sport (@MailSport) June 7, 2020 Þættirnir um Jordan tröllriðu öllu á Netflix. Vonast HBO eftir því að þættirnir um stormasamt líf Tiger með sitt tvöfalda líf, meiðslin, handtökuna, vináttuna við Donald Trump og áföllin á golfvellinum verði jafn vinsælir og þættirnir um Jordan. Jordan og Woods eru ekki vinir í dag, samkvæmt fjölmiðlum ytra. Þeir voru báðir á samningum hjá Nike og urðu miklir vinir, þrátt fyrir að Tiger hafi verið ráðlagt að halda sig frá Jordan, en eftir að upp komst upp um framhjáhald Tiger árið 2009 slitnaði upp úr vináttunni.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira