Pepsi Max deild karla i knattspyrnu hefst með stórleik Vals og KR á laugardagskvöldið og er búist við því að færri komist að en vilja vegna áhorfendatakmarkana.
Það er komið fram í miðjan júní og knattspyrnuáhugafólk er búið að bíða mjög lengi eftir fyrsta leiknum í Pepsi Max deild karla.
Veislan hefst á laugardagskvöldið og það með leik milli tveggja síðustu Íslandsmeistara, Vals og KR. Þetta eru líka lið sem er búist við miklu af í sumar og lið sem eru ofan á það nágrannar og miklir erkifjendur.
Það er því alveg ljóst að það er mikil spenna fyrir leiknum á Hlíðarenda á laugardagskvöldið á milli Vals og Íslandsmeistara KR. Leikurinn fram á Origovellinum og hefst klukkan 20.00.

Valsmenn hafa skipulagt áhorfendasvæðið vegna fjöldatakmarkanna og hafa skipt stúkunni niður í fjögur hólf. Hvert hólfanna fjögurra er síðan með sér inngang. Talið frá hefðbundnum inngangi eru hólfin A, B, C og D í stúkunni
Þá eru tvö hólf líka hinum megin við völlinn en eru þau líka með sér inngang og heita E og F.
Það er ekki aðeins mikilvægt að kaupa miða á leikinn fyrir fram af því að líklegt er að seljist upp á leikinn þá er líka ekki hægt að kaupa miða á Hlíðarendasvæðinu á leikdag.
Öll miðasalan á leikinn fer nefnilega fram með rafrænum hætti á TIX.is.