Tómas Ingi um Aron Bjarnason: „Aldrei verið hrifinn af Aroni sem fótboltaspilara“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júní 2020 09:00 Aron Bjarnason í leik með Blikum síðasta sumar. Vísir/Bára Tómas Ingi Tómasson, einn sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir að koma Arons Bjarnasonar í lið Vals muni ekki skipta sköpum í sumar en þetta sagði hann í fjórða og síðasta miðvikudags-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna sem var á dagskránni í gær. Valur var á meðal þeirra liða sem fjallað var um en einnig var farið yfir lið Stjörnunnar og bikarmeistara Víkings. Stjórnandinn Guðmundur Benediktsson spurði þá Tómas Inga og Atla Viðar Björnsson hvort að koma Arons, á láni frá Újpest í Ungverjalandi, myndi verða punkturinn yfir I-ið hjá Val. „Ekki að mínu mati. Ég hef aldrei verið hrifinn af Aroni sem fótboltaspilara. Hann tók þarna þrjá til fjóra leiki með Blikum og var svo farinn út,“ sagði Tómas Ingi. Aron gekk í raðir Újpest í Ungverjalandi síðasta sumar en hann spilaði vel með Blikum fyrri hluta tímabils og skoraði fjögur mörk í tíu leikjum og lagði upp annað eins. „Fyrir mér finnst mér hann ekki jafn góður og öllum öðrum þannig að ég hlýt að hafa vitlaust fyrir mér. Það eru svo margir sem finnst hann rosa góður en mér finnst hann mjög takmarkaður,“ bætti Tómas Ingi við og hélt áfram: „Hann er ösku fljótur en mér finnst hann ekki nýta færin sín. Auðvitað skorar hann úr öllum færunum sínum í þessari klippu en mér finnst hann mjög oft rekja boltann yfir endalínu og klaufalegur í tækniatriðum. Hraðinn hans á Íslandi getur þó auðvitað gert mjög mikið.“ Atli Viðar Björnsson segir að koma Arons minni dálítið á þegar Dion Acoff, núverandi leikmaður Þróttar, lék með Val á árunum 2017 og 2018. Valur varð Íslandsmeistari bæði árin. „Hann á auðvitað sitt lang besta „run“ þessa fyrri umferð með Breiðabliki í fyrra sem verður til þess að hann fái þetta „múv“ til Ungverjalands en að fá hann þarna inn, er það ekki bara svipað og þegar þeir voru með Dion Acoff 2017 og 2018? Þeir eru með eina sprengju og geta ógnað inn fyrir,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Aron Bjarnason Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max-mörkin Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, einn sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir að koma Arons Bjarnasonar í lið Vals muni ekki skipta sköpum í sumar en þetta sagði hann í fjórða og síðasta miðvikudags-upphitunarþætti Pepsi Max-markanna sem var á dagskránni í gær. Valur var á meðal þeirra liða sem fjallað var um en einnig var farið yfir lið Stjörnunnar og bikarmeistara Víkings. Stjórnandinn Guðmundur Benediktsson spurði þá Tómas Inga og Atla Viðar Björnsson hvort að koma Arons, á láni frá Újpest í Ungverjalandi, myndi verða punkturinn yfir I-ið hjá Val. „Ekki að mínu mati. Ég hef aldrei verið hrifinn af Aroni sem fótboltaspilara. Hann tók þarna þrjá til fjóra leiki með Blikum og var svo farinn út,“ sagði Tómas Ingi. Aron gekk í raðir Újpest í Ungverjalandi síðasta sumar en hann spilaði vel með Blikum fyrri hluta tímabils og skoraði fjögur mörk í tíu leikjum og lagði upp annað eins. „Fyrir mér finnst mér hann ekki jafn góður og öllum öðrum þannig að ég hlýt að hafa vitlaust fyrir mér. Það eru svo margir sem finnst hann rosa góður en mér finnst hann mjög takmarkaður,“ bætti Tómas Ingi við og hélt áfram: „Hann er ösku fljótur en mér finnst hann ekki nýta færin sín. Auðvitað skorar hann úr öllum færunum sínum í þessari klippu en mér finnst hann mjög oft rekja boltann yfir endalínu og klaufalegur í tækniatriðum. Hraðinn hans á Íslandi getur þó auðvitað gert mjög mikið.“ Atli Viðar Björnsson segir að koma Arons minni dálítið á þegar Dion Acoff, núverandi leikmaður Þróttar, lék með Val á árunum 2017 og 2018. Valur varð Íslandsmeistari bæði árin. „Hann á auðvitað sitt lang besta „run“ þessa fyrri umferð með Breiðabliki í fyrra sem verður til þess að hann fái þetta „múv“ til Ungverjalands en að fá hann þarna inn, er það ekki bara svipað og þegar þeir voru með Dion Acoff 2017 og 2018? Þeir eru með eina sprengju og geta ógnað inn fyrir,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Aron Bjarnason
Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max-mörkin Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki