Vildu Hannes í titilbaráttu í Noregi en hann fann mann í sinn stað Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2020 20:00 Hannes Þór Halldórsson verður í marki Vals á laugardagskvöld þegar liðið tekur á móti KR í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar. VÍSIR/BÁRA Norska knattspyrnufélagið Bodö/Glimt, sem varð í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, freistaði þess í vor að fá Hannes Þór Halldórsson til að snúa aftur til félagsins, án árangurs. Hannes lék með Glimt hluta EM-ársins 2016, sem lánsmaður frá NEC Nijmegen í Hollandi, og hefur greinilega haldið góðu sambandi við félagið. Eftir að hafa slegið út af borðinu að koma sjálfur til félagsins, með augun á því að berjast um Íslandsmeistaratitil með Val, mælti hann nefnilega með markmanni í sinn stað fyrir Glimt. Sá heitir Joshua Smits og var æfingafélagi Hannesar hjá NEC, og allt útlit er fyrir að hann verði nýr aðalmarkvörður norska liðsins. Í viðtali við Eurosport í Noregi segir Hannes það vissulega hafa verið freistandi að snúa aftur til Bodö og taka þátt í miklum uppgangi síns gamla liðs. Hann hefur verið í góðu sambandi við Jonas Ueland Kolstad, sinn gamla markmannsþjálfara. „Við Jonas höfum haldið góðu sambandi síðan ég var í Bodö og þeir hafa áður spurt mig hvort að ég vilji koma til baka en það hefur ekki verið mögulegt. Þegar að við sáum að það væri ekki hægt þá mælti ég með Smits,“ sagði Hannes, sem staðfesti að Bodö/Glimt hefði síðast falast eftir sér í vor. Þá hefði Valur staðið eftir án markvarðar rétt fyrir mót „Það er ekki langt síðan. En tímabilið á Íslandi hefst á laugardaginn, ég er búinn að koma mér vel fyrir með fjölskyldunni hérna og er með samning til þriggja ára við Val sem ætlar sér að vinna deildina. Þetta var því ekki mögulegt enda stæði Valur þá eftir án markvarðar rétt fyrir upphaf tímabilsins,“ sagði Hannes, og tekur undir að það hefði verið freistandi að koma inn í lið Bodö/Glimt sem gekk svo vel í fyrra. „Einmitt. Þess vegna var þetta freistandi. Þeir áttu stórkostlegt tímabil í fyrra og ég átti mjög góðan tíma í Bodö. Það hefði verið gaman að keppa um gull með Glimt í ár. En nú fær Joshua að njóta lífsins í Bodö. Ég mun óska honum til hamingju ef það endar með meistaratitli en ég verð líka svolítið afbrýðisamur,“ sagði Hannes og hló. Pepsi Max-deild karla Valur Norski boltinn Tengdar fréttir Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11. júní 2020 11:30 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Norska knattspyrnufélagið Bodö/Glimt, sem varð í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, freistaði þess í vor að fá Hannes Þór Halldórsson til að snúa aftur til félagsins, án árangurs. Hannes lék með Glimt hluta EM-ársins 2016, sem lánsmaður frá NEC Nijmegen í Hollandi, og hefur greinilega haldið góðu sambandi við félagið. Eftir að hafa slegið út af borðinu að koma sjálfur til félagsins, með augun á því að berjast um Íslandsmeistaratitil með Val, mælti hann nefnilega með markmanni í sinn stað fyrir Glimt. Sá heitir Joshua Smits og var æfingafélagi Hannesar hjá NEC, og allt útlit er fyrir að hann verði nýr aðalmarkvörður norska liðsins. Í viðtali við Eurosport í Noregi segir Hannes það vissulega hafa verið freistandi að snúa aftur til Bodö og taka þátt í miklum uppgangi síns gamla liðs. Hann hefur verið í góðu sambandi við Jonas Ueland Kolstad, sinn gamla markmannsþjálfara. „Við Jonas höfum haldið góðu sambandi síðan ég var í Bodö og þeir hafa áður spurt mig hvort að ég vilji koma til baka en það hefur ekki verið mögulegt. Þegar að við sáum að það væri ekki hægt þá mælti ég með Smits,“ sagði Hannes, sem staðfesti að Bodö/Glimt hefði síðast falast eftir sér í vor. Þá hefði Valur staðið eftir án markvarðar rétt fyrir mót „Það er ekki langt síðan. En tímabilið á Íslandi hefst á laugardaginn, ég er búinn að koma mér vel fyrir með fjölskyldunni hérna og er með samning til þriggja ára við Val sem ætlar sér að vinna deildina. Þetta var því ekki mögulegt enda stæði Valur þá eftir án markvarðar rétt fyrir upphaf tímabilsins,“ sagði Hannes, og tekur undir að það hefði verið freistandi að koma inn í lið Bodö/Glimt sem gekk svo vel í fyrra. „Einmitt. Þess vegna var þetta freistandi. Þeir áttu stórkostlegt tímabil í fyrra og ég átti mjög góðan tíma í Bodö. Það hefði verið gaman að keppa um gull með Glimt í ár. En nú fær Joshua að njóta lífsins í Bodö. Ég mun óska honum til hamingju ef það endar með meistaratitli en ég verð líka svolítið afbrýðisamur,“ sagði Hannes og hló.
Pepsi Max-deild karla Valur Norski boltinn Tengdar fréttir Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11. júní 2020 11:30 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11. júní 2020 11:30