Börsungar með stórsigur í fyrsta leik eftir hlé | Messi og Braithwaite á skotskónum 13. júní 2020 22:30 Messi fagnar markinu í kvöld. getty/ David Ramos Barcelona heimsótti Mallorca í fyrsta leik liðanna eftir Covid-hlé. Börsungur unnu sannfærandi sigur, 4-0, en Martin Braithwaite skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barca í leiknum. Arturo Vidal skoraði fyrsta mark leiksins strax á 2. mínútu. Það var síðan Daninn Martin Braithwaite sem bætti við öðru marki Börsunga á 37. mínútu og skoraði þar með sitt fyrsta mark fyrir félagið. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir Katalóníumönnum. Börsungar voru mun meira með boltann í leiknum og Jordi Alba náði að koma boltanum í netið á 79. mínútu, 3-0. Að sjálfsögðu var það enginn annar en Lionel Messi sem innsiglaði sigurinn, hann skoraði fjórða mark leiksins á 90. mínútu. Eftir leikinn eru Barcelona með fimm stiga forskot á toppnum en erkifjendurnir í Real Madrid eiga leik inni á morgun. Spænski boltinn
Barcelona heimsótti Mallorca í fyrsta leik liðanna eftir Covid-hlé. Börsungur unnu sannfærandi sigur, 4-0, en Martin Braithwaite skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barca í leiknum. Arturo Vidal skoraði fyrsta mark leiksins strax á 2. mínútu. Það var síðan Daninn Martin Braithwaite sem bætti við öðru marki Börsunga á 37. mínútu og skoraði þar með sitt fyrsta mark fyrir félagið. Staðan í hálfleik 2-0 fyrir Katalóníumönnum. Börsungar voru mun meira með boltann í leiknum og Jordi Alba náði að koma boltanum í netið á 79. mínútu, 3-0. Að sjálfsögðu var það enginn annar en Lionel Messi sem innsiglaði sigurinn, hann skoraði fjórða mark leiksins á 90. mínútu. Eftir leikinn eru Barcelona með fimm stiga forskot á toppnum en erkifjendurnir í Real Madrid eiga leik inni á morgun.
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn