Madrídingar með sannfærandi sigur á Eibar Ísak Hallmundarson skrifar 14. júní 2020 19:30 Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. Toni Kroos gaf tóninn fyrir Real þegar hann skoraði strax á 4. mínútu leiksins. Fyrirliðinn Sergio Ramos bætti við öðru marki á 30. mínútu og 37. mínútu var staðan orðin 3-0 þegar Marcelo kom boltanum í netið. Seinni hálfleikur var öllu rólegri og Pedro Bigas minnkaði muninn fyrir Eibar á 60. mínútu. Það reyndist síðasta mark leiksins, lokatölur auðveldur 3-1 sigur Real Madrid. Eftir leikinn er Real í öðru sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona, en Eibar er í 16. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Spænski boltinn
Real Madrid vann þægilegan sigur á Eibar í spænsku Úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum minnkaði Real forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig. Toni Kroos gaf tóninn fyrir Real þegar hann skoraði strax á 4. mínútu leiksins. Fyrirliðinn Sergio Ramos bætti við öðru marki á 30. mínútu og 37. mínútu var staðan orðin 3-0 þegar Marcelo kom boltanum í netið. Seinni hálfleikur var öllu rólegri og Pedro Bigas minnkaði muninn fyrir Eibar á 60. mínútu. Það reyndist síðasta mark leiksins, lokatölur auðveldur 3-1 sigur Real Madrid. Eftir leikinn er Real í öðru sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona, en Eibar er í 16. sæti, tveimur stigum frá fallsæti.
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn