„Höfum nú ekkert gleymt öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2020 22:26 KR-ingar fagna eftir sigurinn góða á Val í kvöld. vísir/daníel „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. Þrátt fyrir yfirburði KR á síðustu leiktíð var Val spáð Íslandsmeistaratitlinum. Pálmi sýnir þeim spádómum vissan skilning. „Þeir eru með hörkulið og menn lesa kannski eitthvað í æfingaleiki. Við vorum ekki sannfærandi í okkar tveimur æfingaleikjum. En þetta er bara til þess að hafa gaman af. Okkur var ekki spáð titlinum í fyrra, við unnum þá, og vonandi verður þetta eins í ár. Þessi leikur gefur góð fyrirheit og við fögnum þessu, en svo er það bara þetta týpíska, næsti leikur. Þetta kemur okkur á toppinn í bili,“ segir Pálmi léttur. Báðir miðverðir KR fóru meiddir af velli í leiknum og Pálmi meiddist sjálfur í fyrri hálfleik en harkaði af sér. Valsmenn misstu líka mann af velli vegna meiðsla og spurning hvort að hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins, þar af sjö vikur án þess að menn mættu sparka bolta sín á milli, spili þar inn í? „Arnór fékk reyndar högg á bakið fyrr í leiknum og það voru kannski einhver vöðvameiðsli, en annars voru þetta aðallega einhver högg í fætur, sem ég og Finnur Tómas fengu. Eitthvað sem skrifast ekki á þetta skrýtna undirbúningstímabil. En það var líka bara harka í þessum leik, og við því að búast að það detti 1-2 leikmenn út þegar svo er,“ segir Pálmi. Valsmenn voru fastir fyrir frá fyrstu mínútu leiksins og virtust angra KR-inga með því en Pálmi lét sér það í léttu rúmi liggja. „Þeir eru harðir, alltaf, og við vitum það. Þeir fara hart inn í tæklingarnar og það er ekkert sem að kemur á óvart. En svo lengi sem að þetta er engin vitleysa og ekki eitthvað hættulegt þá er þetta bara fótbolti.“ Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR | Meistararnir byrja á góðum útisigri Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 22:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
„Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. Þrátt fyrir yfirburði KR á síðustu leiktíð var Val spáð Íslandsmeistaratitlinum. Pálmi sýnir þeim spádómum vissan skilning. „Þeir eru með hörkulið og menn lesa kannski eitthvað í æfingaleiki. Við vorum ekki sannfærandi í okkar tveimur æfingaleikjum. En þetta er bara til þess að hafa gaman af. Okkur var ekki spáð titlinum í fyrra, við unnum þá, og vonandi verður þetta eins í ár. Þessi leikur gefur góð fyrirheit og við fögnum þessu, en svo er það bara þetta týpíska, næsti leikur. Þetta kemur okkur á toppinn í bili,“ segir Pálmi léttur. Báðir miðverðir KR fóru meiddir af velli í leiknum og Pálmi meiddist sjálfur í fyrri hálfleik en harkaði af sér. Valsmenn misstu líka mann af velli vegna meiðsla og spurning hvort að hléið langa vegna kórónuveirufaraldursins, þar af sjö vikur án þess að menn mættu sparka bolta sín á milli, spili þar inn í? „Arnór fékk reyndar högg á bakið fyrr í leiknum og það voru kannski einhver vöðvameiðsli, en annars voru þetta aðallega einhver högg í fætur, sem ég og Finnur Tómas fengu. Eitthvað sem skrifast ekki á þetta skrýtna undirbúningstímabil. En það var líka bara harka í þessum leik, og við því að búast að það detti 1-2 leikmenn út þegar svo er,“ segir Pálmi. Valsmenn voru fastir fyrir frá fyrstu mínútu leiksins og virtust angra KR-inga með því en Pálmi lét sér það í léttu rúmi liggja. „Þeir eru harðir, alltaf, og við vitum það. Þeir fara hart inn í tæklingarnar og það er ekkert sem að kemur á óvart. En svo lengi sem að þetta er engin vitleysa og ekki eitthvað hættulegt þá er þetta bara fótbolti.“
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR | Meistararnir byrja á góðum útisigri Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 22:00 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR | Meistararnir byrja á góðum útisigri Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 22:00