MG ný bíltegund á Íslandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. júní 2020 07:00 MG ZS EV, 100% rafknúinn rúmgóður sportjeppi, mættur með fullt hús öryggisstiga Euro NCAP. Hin sögufræga bíltegund MG sem margir þekkja frá gamalli tíð hefur formlega innreið sína á íslenska bílamarkaðinn síðar í þessum mánuði þegar bílaumboðið BL kynnir hinn nýja framhjóladrifna og rafknúna sportjeppa MG ZS EV í sýningarsalnum við Sævarhöfða. Hlutdeild umhverfismildra bíla hér á landi fer sífellt vaxandi á markaðnum og með MG ZS EV býðst almenningi nýr og spennandi kostur til að velja úr í flóru rúmgóðra og velbúinna rafbíla hjá BL. Samkvæmt fréttatilkynningu frá BL. Nýr rafbíll á samkeppnishæfu verði MG ZS EV er fimm manna framhjóladrifinn og ríkulega búinn sportjeppi sem fáanlegur verður til afhendingar strax í tveimur gerðarútfærslum; Comfort og Luxury. Kynningarverð BL fyrir nýjan MG ZS EV Comfort verður kr. 3.990.000 og Luxury kr. 4.390.000. Ísland er eitt 9 Evrópulanda þar sem MG er nú fáanlegur. Frumsýndur laugardaginn 27. júní MG ZS EV Comfort og Luxury verða frumsýndir í sýningarsal BL við Sævarhöfða laugardaginn 27. júní milli kl. 12 og 16. Auk sýningarbíla verða reynslubílar til taks fyrir þá sem vilja prófa þennan nýja rafknúna og rúmgóða sportjeppa. Við sama tækifæri verður einnig íslensk heimasíða merkisins tilbúin hjá BL. Þangað til geta áhugasamir kynnt sér bílinn, liti og útfærslur á heimasíðu MG, www.mgmotor.is. Nýjasta rafbílatækni MG ZS EV Rafbíllinn MG ZS EV er búinn vatnskældri og öflugri 44,5kWh rafhlöðu sem hægt er að hraðhlaða frá 0-80% á aðeins 40 mínútum. Drægi rafhlöðu sportjeppans er 263 kílómetrar samkvæmt WLTP og hentar bíllinn því jafnt til innanbæjarakstur sem ferðalaga utanbæjar. Ísland meðal fyrstu norrænu markaða MG Matt Lei forstjóri MG Motor Europe, er spenntur fyrir íslenska bílamarkaðnum sem hann segir vera meðal fyrstu norrænu markaðanna til að hefja á ný sölu á MG. „Við erum spennt fyrir því að Ísland skuli nú bætast í hóp þeirra Norðurlanda sem þegar hafa hafið sölu á MG ZS EV, Noregi og Danmörku, og taka þátt í því að endurvekja MG í Evrópu. Við hlökkum því til að kynna MG ZS EV og hátækni sportjeppans fyrir landsmönnum. Við höfum fylgst með sífellt vaxandi áhuga Íslendinga á raf- og tengiltvinnbílum sem deildu með sér fjórðungi heildarmarkaðarins hér á landi 2019. Við teljum jafnframt að Reykjavík sé mjög ákjósanlegur fyrsti stökkpallur í útbreiðslu þessa 100% rafknúna sportjeppa MG á Íslandi. Skilaboð okkar til Íslendinga eru þessi: MG hefur snúið aftur og nú með rafbíl á mjög samkeppnishæfu verði,“ segir Matt Lei, forstjóri MG Motor Europe. Flottur rafbíll sem hentar vel íslenskum aðstæðum Erna Gísladóttir, forstjóri BL, fagnar jafnframt MG á þessum tímamótum sem ellefta vörumerkisins sem BL hefur umboð fyrir hér á landi. „Við teljum að MG ZS EV sé mjög spennandi valkostur fyrir þá sem velja fremur rafbíl en aðra kosti í samgöngumálum sínum og fjölskyldunnar. MG ZS EV er flottur og umhverfismildur bíll sem hentar mjög vel til ferðalaga hvert á land sem er. Við hjá BL búum að langri sögu í atvinnugreininni sem nær í raun allt aftur til ársins 1954 og við hlökkum til að hefja nýjan áfanga í rekstri fyrirtækisins 27. júní þegar við frumsýnum rafbílinn MG ZS EV, nýjasta vörumerkið í bílaflóru BL,“ segir Erna Gísladóttir, forstjóri BL. MG ZS EV með 5 öryggisstjörnur Euro NCAP MG ZS EV hefur þegar hlotið fullt hús öryggisstiga hjá Euro NCAP og er bíllinn jafnframt fyrsti rafknúni sportjeppinn í sínum stærðarflokki (B segment) sem hlýtur þessa fyrstu einkunn. Óháða öryggisstofnunin Euro NCAP býr að langri reynslu á sviði margháttaðra öryggisprófana á nýjum bílum og líta neytendur mjög til þeirra einkunna sem stofnunin gefur í kjölfar prófana sinna. Öryggi MG ZS EV er meira en krafist er Fimm öryggisstjörnur MG ZS EV eru ekki til vitnis um það að bíllinn hafi aðeins staðist lágmarkskröfur í öryggisprófunum Euro NCAP til að hljóta fyrstu einkunn, enda býr bíllinn yfir búnaði sem er vel umfram þær lágmarkskröfur sem gerðar eru af hálfu stjórnvalda. Aðferðafræði Euro NCAP við mat á öryggi bíla og einkunnagjöfum eru í stöðugri þróun í samræmi við stöðuga tækniþróun bílaiðnaðarins. Þróun einkunnagjafa Euro NCAP endurspeglast m.a. í því að nú er árekstravörn meðal öryggisbúnaðar sem bílar þurfa að uppfylla til að hljóta fyrstu einkunn og 5 stjörnur í öryggisprófunum Euro NCAP. Ökumannsaðstoð eykur öryggi Auk árekstravarnar býr sportjeppinn MG ZS EV yfir ýmsum öðrum öryggisbúnaði til aðstoðar ökumanni í umferðinni. Þar á meðal er öryggiskerfið MG Pilot L2+ sem sameinar t.d. virkni gagnvirka hraðastillisins (ACC), akreinavarans (LDW) og sjálfvirka neyðarhemilinn (AEB) sem ber m.a. kennsl á hjólandi og gangandi vegfarendur í umferðinni. Þá er MG ZS EV einnig búinn fjölvirku myndavélakerfi og ratsjá sem greinir mismunandi vegaðstæður af völdum veðurs og bregst við til að tryggja sem öruggastan akstur í umferðinni. Nánari grein verður gerð fyrir öryggisbúnaði og ríkulegum staðalbúnaði MG ZS EV er nær dregur frumsýningu bílsins hjá BL við Sævarhöfða laugardaginn 27. júní. Vistvænir bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent
Hin sögufræga bíltegund MG sem margir þekkja frá gamalli tíð hefur formlega innreið sína á íslenska bílamarkaðinn síðar í þessum mánuði þegar bílaumboðið BL kynnir hinn nýja framhjóladrifna og rafknúna sportjeppa MG ZS EV í sýningarsalnum við Sævarhöfða. Hlutdeild umhverfismildra bíla hér á landi fer sífellt vaxandi á markaðnum og með MG ZS EV býðst almenningi nýr og spennandi kostur til að velja úr í flóru rúmgóðra og velbúinna rafbíla hjá BL. Samkvæmt fréttatilkynningu frá BL. Nýr rafbíll á samkeppnishæfu verði MG ZS EV er fimm manna framhjóladrifinn og ríkulega búinn sportjeppi sem fáanlegur verður til afhendingar strax í tveimur gerðarútfærslum; Comfort og Luxury. Kynningarverð BL fyrir nýjan MG ZS EV Comfort verður kr. 3.990.000 og Luxury kr. 4.390.000. Ísland er eitt 9 Evrópulanda þar sem MG er nú fáanlegur. Frumsýndur laugardaginn 27. júní MG ZS EV Comfort og Luxury verða frumsýndir í sýningarsal BL við Sævarhöfða laugardaginn 27. júní milli kl. 12 og 16. Auk sýningarbíla verða reynslubílar til taks fyrir þá sem vilja prófa þennan nýja rafknúna og rúmgóða sportjeppa. Við sama tækifæri verður einnig íslensk heimasíða merkisins tilbúin hjá BL. Þangað til geta áhugasamir kynnt sér bílinn, liti og útfærslur á heimasíðu MG, www.mgmotor.is. Nýjasta rafbílatækni MG ZS EV Rafbíllinn MG ZS EV er búinn vatnskældri og öflugri 44,5kWh rafhlöðu sem hægt er að hraðhlaða frá 0-80% á aðeins 40 mínútum. Drægi rafhlöðu sportjeppans er 263 kílómetrar samkvæmt WLTP og hentar bíllinn því jafnt til innanbæjarakstur sem ferðalaga utanbæjar. Ísland meðal fyrstu norrænu markaða MG Matt Lei forstjóri MG Motor Europe, er spenntur fyrir íslenska bílamarkaðnum sem hann segir vera meðal fyrstu norrænu markaðanna til að hefja á ný sölu á MG. „Við erum spennt fyrir því að Ísland skuli nú bætast í hóp þeirra Norðurlanda sem þegar hafa hafið sölu á MG ZS EV, Noregi og Danmörku, og taka þátt í því að endurvekja MG í Evrópu. Við hlökkum því til að kynna MG ZS EV og hátækni sportjeppans fyrir landsmönnum. Við höfum fylgst með sífellt vaxandi áhuga Íslendinga á raf- og tengiltvinnbílum sem deildu með sér fjórðungi heildarmarkaðarins hér á landi 2019. Við teljum jafnframt að Reykjavík sé mjög ákjósanlegur fyrsti stökkpallur í útbreiðslu þessa 100% rafknúna sportjeppa MG á Íslandi. Skilaboð okkar til Íslendinga eru þessi: MG hefur snúið aftur og nú með rafbíl á mjög samkeppnishæfu verði,“ segir Matt Lei, forstjóri MG Motor Europe. Flottur rafbíll sem hentar vel íslenskum aðstæðum Erna Gísladóttir, forstjóri BL, fagnar jafnframt MG á þessum tímamótum sem ellefta vörumerkisins sem BL hefur umboð fyrir hér á landi. „Við teljum að MG ZS EV sé mjög spennandi valkostur fyrir þá sem velja fremur rafbíl en aðra kosti í samgöngumálum sínum og fjölskyldunnar. MG ZS EV er flottur og umhverfismildur bíll sem hentar mjög vel til ferðalaga hvert á land sem er. Við hjá BL búum að langri sögu í atvinnugreininni sem nær í raun allt aftur til ársins 1954 og við hlökkum til að hefja nýjan áfanga í rekstri fyrirtækisins 27. júní þegar við frumsýnum rafbílinn MG ZS EV, nýjasta vörumerkið í bílaflóru BL,“ segir Erna Gísladóttir, forstjóri BL. MG ZS EV með 5 öryggisstjörnur Euro NCAP MG ZS EV hefur þegar hlotið fullt hús öryggisstiga hjá Euro NCAP og er bíllinn jafnframt fyrsti rafknúni sportjeppinn í sínum stærðarflokki (B segment) sem hlýtur þessa fyrstu einkunn. Óháða öryggisstofnunin Euro NCAP býr að langri reynslu á sviði margháttaðra öryggisprófana á nýjum bílum og líta neytendur mjög til þeirra einkunna sem stofnunin gefur í kjölfar prófana sinna. Öryggi MG ZS EV er meira en krafist er Fimm öryggisstjörnur MG ZS EV eru ekki til vitnis um það að bíllinn hafi aðeins staðist lágmarkskröfur í öryggisprófunum Euro NCAP til að hljóta fyrstu einkunn, enda býr bíllinn yfir búnaði sem er vel umfram þær lágmarkskröfur sem gerðar eru af hálfu stjórnvalda. Aðferðafræði Euro NCAP við mat á öryggi bíla og einkunnagjöfum eru í stöðugri þróun í samræmi við stöðuga tækniþróun bílaiðnaðarins. Þróun einkunnagjafa Euro NCAP endurspeglast m.a. í því að nú er árekstravörn meðal öryggisbúnaðar sem bílar þurfa að uppfylla til að hljóta fyrstu einkunn og 5 stjörnur í öryggisprófunum Euro NCAP. Ökumannsaðstoð eykur öryggi Auk árekstravarnar býr sportjeppinn MG ZS EV yfir ýmsum öðrum öryggisbúnaði til aðstoðar ökumanni í umferðinni. Þar á meðal er öryggiskerfið MG Pilot L2+ sem sameinar t.d. virkni gagnvirka hraðastillisins (ACC), akreinavarans (LDW) og sjálfvirka neyðarhemilinn (AEB) sem ber m.a. kennsl á hjólandi og gangandi vegfarendur í umferðinni. Þá er MG ZS EV einnig búinn fjölvirku myndavélakerfi og ratsjá sem greinir mismunandi vegaðstæður af völdum veðurs og bregst við til að tryggja sem öruggastan akstur í umferðinni. Nánari grein verður gerð fyrir öryggisbúnaði og ríkulegum staðalbúnaði MG ZS EV er nær dregur frumsýningu bílsins hjá BL við Sævarhöfða laugardaginn 27. júní.
Vistvænir bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent