Bein útsending: Tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Tinni Sveinsson skrifar 16. júní 2020 11:47 Andrew Mellor og Anna Þorvaldsdóttir kynna tilnefningar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Tilnefningar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs verða kynntar í beinni útsendingu í hádeginu í dag. Kynnar í útsendingunni eru breski blaðamaðurinn Andrew Mellor og íslenska tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir. Anna hlaut verðlaunin árið 2012 fyrir tónverk sitt Dreymi. Þess er skemmst að minnast þegar Gyða Valtýsdóttir hlaut verðlaunin í fyrra. Aðrir Íslendingar sem hlotið hafa verðlaunin eru Haukur Tómasson árið 2004, Björk Guðmundsdóttir árið 1996, Hafliði Hallgrímsson árið 1986 og Atli Heimir Sveinsson árið 1976. Tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt núlifandi tónskáldum og tónlistarmönnum. Í báðum tilvikum eru gerðar miklar kröfur um listræna og faglega færni. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru stofnuð árið 1965. Í upphafi átti að veita þau þriðja hvert ár til tónskálds frá einu norrænu landanna. Frá árinu 1990 hafa þau verið veitt árlega, annað hvert ár til tónskálds og annað hvert ár til tónlistarmanns eða tónlistarhóps. Frá 1997 hafa sjálfsstjórnarsvæðin Færeyjar, Grænland og Álandseyjar lagt fram eigin tilnefningar til verðlaunanna. Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tilnefningar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs verða kynntar í beinni útsendingu í hádeginu í dag. Kynnar í útsendingunni eru breski blaðamaðurinn Andrew Mellor og íslenska tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir. Anna hlaut verðlaunin árið 2012 fyrir tónverk sitt Dreymi. Þess er skemmst að minnast þegar Gyða Valtýsdóttir hlaut verðlaunin í fyrra. Aðrir Íslendingar sem hlotið hafa verðlaunin eru Haukur Tómasson árið 2004, Björk Guðmundsdóttir árið 1996, Hafliði Hallgrímsson árið 1986 og Atli Heimir Sveinsson árið 1976. Tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs er ætlað að vekja athygli á tónlistarsköpun og tónlistarflutningi sem telst hafa mikið listrænt gildi. Verðlaunin eru til skiptis veitt núlifandi tónskáldum og tónlistarmönnum. Í báðum tilvikum eru gerðar miklar kröfur um listræna og faglega færni. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs voru stofnuð árið 1965. Í upphafi átti að veita þau þriðja hvert ár til tónskálds frá einu norrænu landanna. Frá árinu 1990 hafa þau verið veitt árlega, annað hvert ár til tónskálds og annað hvert ár til tónlistarmanns eða tónlistarhóps. Frá 1997 hafa sjálfsstjórnarsvæðin Færeyjar, Grænland og Álandseyjar lagt fram eigin tilnefningar til verðlaunanna.
Menning Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira