Í næsta mánuði snúa Evrópu- og Áskorendamótaröðin í golfi aftur. Eru þetta tvær sterkustu mótaraðir Evrópu í greininni.
Evrópska golfsambandið gaf í dag út tilkynningu þess efnis að tvær stærstu mótaraðir sambandsins færu aftur af stað í Austurríki í næsta mánuði.
The European Tour and the European Challenge Tour will resume their 2020 seasons with back-to-back dual ranking events in Austria in July.
— The European Tour (@EuropeanTour) June 15, 2020
Áskorendamótaröðin snýr aftur þegar Opna austuríska fer fram frá 9. til 12. júlí. Er það fyrsta mótið sem fer fram eftir fimm mánaða hlé vegna kórónufaraldursins.
Tveir Íslendingar hafa unnið sér inn þátttökurétt á mótinu en það eru þeir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Þeir eru báðir skráðir í Golfklúbb Reykjavíkur, GR, hér á landi.
