Ragnar eftir kinnbeinsbrotið: Af hverju er ekki refsað eins fyrir brot í lofti? Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2020 19:00 Ragnar Bragi Sveinsson á heimavelli sínum í Árbænum í dag. mynd/stöð 2 „Djöfull var þetta vont. Þegar ég fór að þreifa á andlitinu á mér og fann að það var einhver hola þarna inn, þá hugsaði ég með mér að þetta væri eitthvað skrýtið,“ sagði Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, sem meiddist í leik við Stjörnuna í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á mánudag. Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði eftir samstuð við Daníel Laxdal og verðu frá keppni næstu vikurnar. Hann ræddi við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2: „Þetta er drullusvekkjandi og ansi pirrandi, að missa af fyrsta heimaleiknum og næstu leikjum. Það er hörkubarátta fram undan. En við erum með stóran og sterkan hóp, góða stráka, svo það mun einhver fylla í skarðið fyrir mig á meðan,“ sagði Ragnar Bragi sem virðist hins vegar hafa sloppið við heilahristing: „Ég dett ekkert út, rotast ekkert eða missi meðvitund, og man eftir öllu. Ég held ég hafi því sloppið nokkuð vel þar. Ég má ekki við því að skaddast mikið meira þar svo ég er nokkuð sáttur við það.“ Ummæli Rúnars fóru í taugarnar á Fylkismönnum Nokkuð hefur verið rætt um þá staðreynd að Ólafur Ingi Skúlason fékk rautt spjald fyrir slæma tæklingu á Alex Þór Hauksson - brotið kallaði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnumanna árás - en Daníel var ekki áminntur fyrir brot sitt á Ragnari Braga. „Það er fullt af umræðu sem er bara nauðsynlegt að taka eftir svona leik. Hver er munurinn á því að fara of seint í tæklingu eða of seint í svona skallabolta. Af hverju er ekki alveg eins einhver afleiðing af því, alveg eins og af því að tækla á jörðinni? Í rauninni getur þetta verið mikið alvarlega en einhver tækling í lappir. En ég er ekki að segja á nokkurn hátt að Daníel hafi verið að reyna þetta eða eitthvað slíkt. Þetta var bara óheppni, hann seinn í návígi, en það hefði alveg mátt gera eitthvað,“ sagði Ragnar Bragi, sem kveðst ekki óánægður með rauða spjaldið sem Ólafur Ingi fékk: „Eins og Óli segir sjálfur þá var hann of seinn og fékk réttilega spjald fyrir það, en það sem pirrar okkur Fylkismenn verulega er að þjálfari Stjörnunnar skuli fara í viðtal og ásaka Óla um að þetta hafi verið árás og eitthvað þvíumlíkt, sem er hálfglórulaust. Það fer aðeins í taugarnar á okkur.“ Klippa: Sportpakkinn - Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði gegn Stjörnunni Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Ólafur Ingi um Rúnar Pál: Með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. 19. júní 2020 07:30 Sjáðu þegar hola myndaðist í andliti Ragnars Braga - Frá keppni næstu vikurnar Ragnar Bragi Sveinsson verður ekki með Fylki næstu vikurnar eftir að hann skall illa með höfuðið saman við Daníel Laxdal í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. 16. júní 2020 08:54 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
„Djöfull var þetta vont. Þegar ég fór að þreifa á andlitinu á mér og fann að það var einhver hola þarna inn, þá hugsaði ég með mér að þetta væri eitthvað skrýtið,“ sagði Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, sem meiddist í leik við Stjörnuna í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á mánudag. Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði eftir samstuð við Daníel Laxdal og verðu frá keppni næstu vikurnar. Hann ræddi við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2: „Þetta er drullusvekkjandi og ansi pirrandi, að missa af fyrsta heimaleiknum og næstu leikjum. Það er hörkubarátta fram undan. En við erum með stóran og sterkan hóp, góða stráka, svo það mun einhver fylla í skarðið fyrir mig á meðan,“ sagði Ragnar Bragi sem virðist hins vegar hafa sloppið við heilahristing: „Ég dett ekkert út, rotast ekkert eða missi meðvitund, og man eftir öllu. Ég held ég hafi því sloppið nokkuð vel þar. Ég má ekki við því að skaddast mikið meira þar svo ég er nokkuð sáttur við það.“ Ummæli Rúnars fóru í taugarnar á Fylkismönnum Nokkuð hefur verið rætt um þá staðreynd að Ólafur Ingi Skúlason fékk rautt spjald fyrir slæma tæklingu á Alex Þór Hauksson - brotið kallaði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnumanna árás - en Daníel var ekki áminntur fyrir brot sitt á Ragnari Braga. „Það er fullt af umræðu sem er bara nauðsynlegt að taka eftir svona leik. Hver er munurinn á því að fara of seint í tæklingu eða of seint í svona skallabolta. Af hverju er ekki alveg eins einhver afleiðing af því, alveg eins og af því að tækla á jörðinni? Í rauninni getur þetta verið mikið alvarlega en einhver tækling í lappir. En ég er ekki að segja á nokkurn hátt að Daníel hafi verið að reyna þetta eða eitthvað slíkt. Þetta var bara óheppni, hann seinn í návígi, en það hefði alveg mátt gera eitthvað,“ sagði Ragnar Bragi, sem kveðst ekki óánægður með rauða spjaldið sem Ólafur Ingi fékk: „Eins og Óli segir sjálfur þá var hann of seinn og fékk réttilega spjald fyrir það, en það sem pirrar okkur Fylkismenn verulega er að þjálfari Stjörnunnar skuli fara í viðtal og ásaka Óla um að þetta hafi verið árás og eitthvað þvíumlíkt, sem er hálfglórulaust. Það fer aðeins í taugarnar á okkur.“ Klippa: Sportpakkinn - Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði gegn Stjörnunni
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Ólafur Ingi um Rúnar Pál: Með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. 19. júní 2020 07:30 Sjáðu þegar hola myndaðist í andliti Ragnars Braga - Frá keppni næstu vikurnar Ragnar Bragi Sveinsson verður ekki með Fylki næstu vikurnar eftir að hann skall illa með höfuðið saman við Daníel Laxdal í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. 16. júní 2020 08:54 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Ólafur Ingi um Rúnar Pál: Með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. 19. júní 2020 07:30
Sjáðu þegar hola myndaðist í andliti Ragnars Braga - Frá keppni næstu vikurnar Ragnar Bragi Sveinsson verður ekki með Fylki næstu vikurnar eftir að hann skall illa með höfuðið saman við Daníel Laxdal í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. 16. júní 2020 08:54