Ragnar eftir kinnbeinsbrotið: Af hverju er ekki refsað eins fyrir brot í lofti? Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2020 19:00 Ragnar Bragi Sveinsson á heimavelli sínum í Árbænum í dag. mynd/stöð 2 „Djöfull var þetta vont. Þegar ég fór að þreifa á andlitinu á mér og fann að það var einhver hola þarna inn, þá hugsaði ég með mér að þetta væri eitthvað skrýtið,“ sagði Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, sem meiddist í leik við Stjörnuna í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á mánudag. Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði eftir samstuð við Daníel Laxdal og verðu frá keppni næstu vikurnar. Hann ræddi við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2: „Þetta er drullusvekkjandi og ansi pirrandi, að missa af fyrsta heimaleiknum og næstu leikjum. Það er hörkubarátta fram undan. En við erum með stóran og sterkan hóp, góða stráka, svo það mun einhver fylla í skarðið fyrir mig á meðan,“ sagði Ragnar Bragi sem virðist hins vegar hafa sloppið við heilahristing: „Ég dett ekkert út, rotast ekkert eða missi meðvitund, og man eftir öllu. Ég held ég hafi því sloppið nokkuð vel þar. Ég má ekki við því að skaddast mikið meira þar svo ég er nokkuð sáttur við það.“ Ummæli Rúnars fóru í taugarnar á Fylkismönnum Nokkuð hefur verið rætt um þá staðreynd að Ólafur Ingi Skúlason fékk rautt spjald fyrir slæma tæklingu á Alex Þór Hauksson - brotið kallaði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnumanna árás - en Daníel var ekki áminntur fyrir brot sitt á Ragnari Braga. „Það er fullt af umræðu sem er bara nauðsynlegt að taka eftir svona leik. Hver er munurinn á því að fara of seint í tæklingu eða of seint í svona skallabolta. Af hverju er ekki alveg eins einhver afleiðing af því, alveg eins og af því að tækla á jörðinni? Í rauninni getur þetta verið mikið alvarlega en einhver tækling í lappir. En ég er ekki að segja á nokkurn hátt að Daníel hafi verið að reyna þetta eða eitthvað slíkt. Þetta var bara óheppni, hann seinn í návígi, en það hefði alveg mátt gera eitthvað,“ sagði Ragnar Bragi, sem kveðst ekki óánægður með rauða spjaldið sem Ólafur Ingi fékk: „Eins og Óli segir sjálfur þá var hann of seinn og fékk réttilega spjald fyrir það, en það sem pirrar okkur Fylkismenn verulega er að þjálfari Stjörnunnar skuli fara í viðtal og ásaka Óla um að þetta hafi verið árás og eitthvað þvíumlíkt, sem er hálfglórulaust. Það fer aðeins í taugarnar á okkur.“ Klippa: Sportpakkinn - Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði gegn Stjörnunni Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Ólafur Ingi um Rúnar Pál: Með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. 19. júní 2020 07:30 Sjáðu þegar hola myndaðist í andliti Ragnars Braga - Frá keppni næstu vikurnar Ragnar Bragi Sveinsson verður ekki með Fylki næstu vikurnar eftir að hann skall illa með höfuðið saman við Daníel Laxdal í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. 16. júní 2020 08:54 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fleiri fréttir Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Sjá meira
„Djöfull var þetta vont. Þegar ég fór að þreifa á andlitinu á mér og fann að það var einhver hola þarna inn, þá hugsaði ég með mér að þetta væri eitthvað skrýtið,“ sagði Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, sem meiddist í leik við Stjörnuna í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar á mánudag. Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði eftir samstuð við Daníel Laxdal og verðu frá keppni næstu vikurnar. Hann ræddi við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2: „Þetta er drullusvekkjandi og ansi pirrandi, að missa af fyrsta heimaleiknum og næstu leikjum. Það er hörkubarátta fram undan. En við erum með stóran og sterkan hóp, góða stráka, svo það mun einhver fylla í skarðið fyrir mig á meðan,“ sagði Ragnar Bragi sem virðist hins vegar hafa sloppið við heilahristing: „Ég dett ekkert út, rotast ekkert eða missi meðvitund, og man eftir öllu. Ég held ég hafi því sloppið nokkuð vel þar. Ég má ekki við því að skaddast mikið meira þar svo ég er nokkuð sáttur við það.“ Ummæli Rúnars fóru í taugarnar á Fylkismönnum Nokkuð hefur verið rætt um þá staðreynd að Ólafur Ingi Skúlason fékk rautt spjald fyrir slæma tæklingu á Alex Þór Hauksson - brotið kallaði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnumanna árás - en Daníel var ekki áminntur fyrir brot sitt á Ragnari Braga. „Það er fullt af umræðu sem er bara nauðsynlegt að taka eftir svona leik. Hver er munurinn á því að fara of seint í tæklingu eða of seint í svona skallabolta. Af hverju er ekki alveg eins einhver afleiðing af því, alveg eins og af því að tækla á jörðinni? Í rauninni getur þetta verið mikið alvarlega en einhver tækling í lappir. En ég er ekki að segja á nokkurn hátt að Daníel hafi verið að reyna þetta eða eitthvað slíkt. Þetta var bara óheppni, hann seinn í návígi, en það hefði alveg mátt gera eitthvað,“ sagði Ragnar Bragi, sem kveðst ekki óánægður með rauða spjaldið sem Ólafur Ingi fékk: „Eins og Óli segir sjálfur þá var hann of seinn og fékk réttilega spjald fyrir það, en það sem pirrar okkur Fylkismenn verulega er að þjálfari Stjörnunnar skuli fara í viðtal og ásaka Óla um að þetta hafi verið árás og eitthvað þvíumlíkt, sem er hálfglórulaust. Það fer aðeins í taugarnar á okkur.“ Klippa: Sportpakkinn - Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði gegn Stjörnunni
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Fylkir Stjarnan Tengdar fréttir Ólafur Ingi um Rúnar Pál: Með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. 19. júní 2020 07:30 Sjáðu þegar hola myndaðist í andliti Ragnars Braga - Frá keppni næstu vikurnar Ragnar Bragi Sveinsson verður ekki með Fylki næstu vikurnar eftir að hann skall illa með höfuðið saman við Daníel Laxdal í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. 16. júní 2020 08:54 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fleiri fréttir Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Sjá meira
Ólafur Ingi um Rúnar Pál: Með krónískt hæsi eftir að hafa gargað samfleytt á íslenska dómara í sex ár Ólafur Ingi Skúlason, aðstoðarþjálfari og fyrirliði Fylkis, lét gamminn geisa á Twitter í gær en Ólafur Ingi fékk rautt spjald í leik Fylkis og Stjörnunnar fyrr í vikunni. 19. júní 2020 07:30
Sjáðu þegar hola myndaðist í andliti Ragnars Braga - Frá keppni næstu vikurnar Ragnar Bragi Sveinsson verður ekki með Fylki næstu vikurnar eftir að hann skall illa með höfuðið saman við Daníel Laxdal í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. 16. júní 2020 08:54