Umferðin á höfuðborgarsvæðinu að ná jafnvægi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. júní 2020 07:00 Margir hafa lagt í ferðalög innanlands undanfarið. Umferðin á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur hefur verið áþekk umferð á svæðinu í sömu vikum á síðasta ári. Miklar sveiflur eru á umferðinni eftir vikum en hugsanlega spilar veðurspáin þar inn í en fleiri halda út á land af höfuðborgarsvæðinu ef spáin er góð. Umferðin í viku 24, 8. - 14. júní jókst um 4,4% á milli ára á þremur lykilmælisniðum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er sú mesta fyrir eina viku það sem af er árinu. Í síðustu viku, viku 25, 15. - 21. júní minnkaði umferð um 1,4% á milli ára á sömu mælisniðum. Segir á vefsíðu Vegagerðarinnar. Mestu munaði í viku 24 um 6,8% aukningu á mælisniði á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi. Landamærin voru opnuð í upphafi 25. viku og því er raunaukningin í 24. viku í mun meiri en tölurnar gera ráð fyrir. Það vantar nánast alla umferð erlendra ferðamanna á bílaleigubílum í þessar tölur. Hefði erlendra ferðamanna á bílaleigubílum notið við hefði aukningin líklega orðið enn meiri. Samgöngur Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvær vikur hefur verið áþekk umferð á svæðinu í sömu vikum á síðasta ári. Miklar sveiflur eru á umferðinni eftir vikum en hugsanlega spilar veðurspáin þar inn í en fleiri halda út á land af höfuðborgarsvæðinu ef spáin er góð. Umferðin í viku 24, 8. - 14. júní jókst um 4,4% á milli ára á þremur lykilmælisniðum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi aukning er sú mesta fyrir eina viku það sem af er árinu. Í síðustu viku, viku 25, 15. - 21. júní minnkaði umferð um 1,4% á milli ára á sömu mælisniðum. Segir á vefsíðu Vegagerðarinnar. Mestu munaði í viku 24 um 6,8% aukningu á mælisniði á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi. Landamærin voru opnuð í upphafi 25. viku og því er raunaukningin í 24. viku í mun meiri en tölurnar gera ráð fyrir. Það vantar nánast alla umferð erlendra ferðamanna á bílaleigubílum í þessar tölur. Hefði erlendra ferðamanna á bílaleigubílum notið við hefði aukningin líklega orðið enn meiri.
Samgöngur Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent