Verður árið 2020 áfram fullkomið fyrir Fylkisstelpurnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 14:30 Fylkisstelpurnar fagna hér sigurmarkinu á móti Selfossi á dögunum. Vísir/Daníel Þór Fylkiskonur eru með fullt hús á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir tvær umferðir ásamt Þór/KA, Breiðabliki og Val en það er hægt að ganga lengra og segja að Árbæingar séu með fullt hús á árinu 2020. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur eftir fimm sigra í fimm leikjum í fyrsta móti ársins og unnu svo báða leiki sína í Lengjubikarnum áður en það mót var flautað af vegna kórónuveirunnar. Fylkisliðið byrjaði síðan Pepsi Max deildina á því að vinna Selfoss í fyrstu umferð og fylgdi því eftir með sigri á KR á Meistaravöllum í síðustu umferð. Í kvöld er svo komið að því að nýliðar Þróttar komi í heimsókn. Þar getur Fylkisliðið unnið sinn tíunda keppnisleik í röð á árinu 2020. Kjartan Sturluson, þjálfari Fylkis, hefur haldið tryggð við sex leikmenn en þær hafa spilað alla þessa níu sigurleiki. Þetta eru fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir og markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem báðar unnu sér sæti í A-landsliðinu í vetur. Tvíburarnir Íris Una Þórðardóttir og Katla María Þórðardóttir hafa líka byrjað alla níu leikina sem þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir. Stefanía Ragnarsdóttir er markahæst Fylkiskvenna í þessum leikjum með fimm mörk en hún á þó enn eftir að skora í Pepsi Max deildinni. Bryndís Arna Níelsdóttir er með fjögur mörk en hún skoraði í síðasta leik á móti KR. Leikur Fylkis og Þróttar í kvöld hefst klukkan 19.15 á Würth vellinum í Árbæ en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Níu sigurleikir Fylkiskvenna í röð Reykjavíkurmót 2-1 sigur á Val 7-0 sigur á Víkingi R. 2-0 sigur á Þrótti 1-0 sigur á KR 4-0 sigur á FjölniLengjubikar 3-0 sigur á Stjörnunni 3-0 sigur á SelfossiPepsi Max deild 1-0 sigur á Selfossi 3-1 sigur á KRSamanlagt 9 sigrar í 9 leikjum Markatalan: +24 (26 mörk gegn 2) Flestir leikir í sigurgöngunni: 9 - Berglind Rós Ágústsdóttir 9 - Cecilía Rán Rúnarsdóttir 9 - Eva Rut Ásþórsdóttir 9 - Íris Una Þórðardóttir 9 - Katla María Þórðardóttir 9 - Stefanía Ragnarsdóttir 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir 7 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 7 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir 7 - Sigrún Salka Hermannsdóttir 7 - Þórdís Elva ÁgústsdóttirMarkahæstar í sigurgöngunni: 5 - Stefanía Ragnarsdóttir 4 - Bryndís Arna Níelsdóttir 3 - Þórdís Elva Ágústsdóttir 3 - Marija Radojicic 2 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 2 - Eva Rut Ásþórsdóttir 2 - Katla María Þórðardóttir 2 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Fylkiskonur eru með fullt hús á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir tvær umferðir ásamt Þór/KA, Breiðabliki og Val en það er hægt að ganga lengra og segja að Árbæingar séu með fullt hús á árinu 2020. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur eftir fimm sigra í fimm leikjum í fyrsta móti ársins og unnu svo báða leiki sína í Lengjubikarnum áður en það mót var flautað af vegna kórónuveirunnar. Fylkisliðið byrjaði síðan Pepsi Max deildina á því að vinna Selfoss í fyrstu umferð og fylgdi því eftir með sigri á KR á Meistaravöllum í síðustu umferð. Í kvöld er svo komið að því að nýliðar Þróttar komi í heimsókn. Þar getur Fylkisliðið unnið sinn tíunda keppnisleik í röð á árinu 2020. Kjartan Sturluson, þjálfari Fylkis, hefur haldið tryggð við sex leikmenn en þær hafa spilað alla þessa níu sigurleiki. Þetta eru fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir og markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem báðar unnu sér sæti í A-landsliðinu í vetur. Tvíburarnir Íris Una Þórðardóttir og Katla María Þórðardóttir hafa líka byrjað alla níu leikina sem þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir. Stefanía Ragnarsdóttir er markahæst Fylkiskvenna í þessum leikjum með fimm mörk en hún á þó enn eftir að skora í Pepsi Max deildinni. Bryndís Arna Níelsdóttir er með fjögur mörk en hún skoraði í síðasta leik á móti KR. Leikur Fylkis og Þróttar í kvöld hefst klukkan 19.15 á Würth vellinum í Árbæ en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Níu sigurleikir Fylkiskvenna í röð Reykjavíkurmót 2-1 sigur á Val 7-0 sigur á Víkingi R. 2-0 sigur á Þrótti 1-0 sigur á KR 4-0 sigur á FjölniLengjubikar 3-0 sigur á Stjörnunni 3-0 sigur á SelfossiPepsi Max deild 1-0 sigur á Selfossi 3-1 sigur á KRSamanlagt 9 sigrar í 9 leikjum Markatalan: +24 (26 mörk gegn 2) Flestir leikir í sigurgöngunni: 9 - Berglind Rós Ágústsdóttir 9 - Cecilía Rán Rúnarsdóttir 9 - Eva Rut Ásþórsdóttir 9 - Íris Una Þórðardóttir 9 - Katla María Þórðardóttir 9 - Stefanía Ragnarsdóttir 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir 7 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 7 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir 7 - Sigrún Salka Hermannsdóttir 7 - Þórdís Elva ÁgústsdóttirMarkahæstar í sigurgöngunni: 5 - Stefanía Ragnarsdóttir 4 - Bryndís Arna Níelsdóttir 3 - Þórdís Elva Ágústsdóttir 3 - Marija Radojicic 2 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 2 - Eva Rut Ásþórsdóttir 2 - Katla María Þórðardóttir 2 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir
Níu sigurleikir Fylkiskvenna í röð Reykjavíkurmót 2-1 sigur á Val 7-0 sigur á Víkingi R. 2-0 sigur á Þrótti 1-0 sigur á KR 4-0 sigur á FjölniLengjubikar 3-0 sigur á Stjörnunni 3-0 sigur á SelfossiPepsi Max deild 1-0 sigur á Selfossi 3-1 sigur á KRSamanlagt 9 sigrar í 9 leikjum Markatalan: +24 (26 mörk gegn 2) Flestir leikir í sigurgöngunni: 9 - Berglind Rós Ágústsdóttir 9 - Cecilía Rán Rúnarsdóttir 9 - Eva Rut Ásþórsdóttir 9 - Íris Una Þórðardóttir 9 - Katla María Þórðardóttir 9 - Stefanía Ragnarsdóttir 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir 7 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 7 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir 7 - Sigrún Salka Hermannsdóttir 7 - Þórdís Elva ÁgústsdóttirMarkahæstar í sigurgöngunni: 5 - Stefanía Ragnarsdóttir 4 - Bryndís Arna Níelsdóttir 3 - Þórdís Elva Ágústsdóttir 3 - Marija Radojicic 2 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 2 - Eva Rut Ásþórsdóttir 2 - Katla María Þórðardóttir 2 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira