Segir 4. deildarlið ÍH vita hvernig eigi að stöðva Sam Hewson | ÍH fær Fylki í heimsókn á morgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2020 19:15 Brynjar Ásgeir ræddi við Gaupa á Suðurlandsbrautinni í dag. Vonandi tók hann ekki stigann. Vísir/Mynd Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leikmaður FH og þjálfari ÍH, ræddi komandi leik ÍH og Fylkis í Mjólkurbikarnum við Gaupa í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Brynjar Ásgeir varð fyrir því óláni að slíta hásin á dögunum og hefur því ákveðið að setja allan fókus á að styðja þétt við bakið á samherjum sínum ásamt því að koma ÍH upp um deild. Vísir ræddi við hann á dögunum eftir að myndir af honum að þjálfa ÍH til sigurs í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins í hjólastól birtust á samfélagsmiðlum. 0-0 í hálfleik. Hálfleiksræðan tekin. 3-0 lokatölur. Vill FH í Krikanum í 32 liða. pic.twitter.com/cWkH8ih6TP— Brynjar Guðmundsson (@brynjargud) June 12, 2020 „Ég hef nú spilað oft við Fylki í gegnum tíðina svo það vonandi hjálpar mér vonandi í þessu verkefni á morgun. Ég held að Covid-ástandið hafi virkað ágætlega fyrir okkur, það gerði menn hungraða og allt í einu var fullt af mönnum mættir aftur og við erum með ágætis lið í dag,“ sagði Brynjar um leikmannahóp ÍH. Brynjar Benediktsson – fyrrum leikmaður ÍR, Hauka, Leiknis Reykjavíkur og Fram skoraði til að mynda mörk í fyrsta deildarleik ÍH á dögunum. „Ég held ég hafi bara gert það rétta að koma mér út úr húsi og styðja við þá. Svo hjálpar auðvitað að þjálfa, maður kemst allavega einhvern veginn að fótboltanum þannig.“ „Nei, ég er bara að taka eitt skref í einu. Þekki nokkra sem hafa lent í þessu og þeir hafa gefið mér ágætis ráð. Svo þetta er eitthvað sem kemur í ljós. Ég er að setja stefnuna á næsta tímabil, þetta tímabil er auðvitað alveg farið. Svo kemur maður sterkur inn í haust eða vetur,“ sagði Brynjar um þann tíma sem hann verður frá. Að lokum var Brynjar spurður út í leikmenn Fylkis en hann vonast til að Sam Hewson, fyrrum samherji hjá FH og Grindavík verði í byrjunarliðinu. „Ég ætla að vona að hann spili, veit hvernig á að stoppa hann allavega. Hef spilað við hann, og með honum nokkrum sinnum svo ég er með plan á hann,“ sagði Brynjar og glotti við tönn. Klippa: Leikmaður FH vonast til að stýra ÍH til sigurs gegn Fylki Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leikmaður FH og þjálfari ÍH, ræddi komandi leik ÍH og Fylkis í Mjólkurbikarnum við Gaupa í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Brynjar Ásgeir varð fyrir því óláni að slíta hásin á dögunum og hefur því ákveðið að setja allan fókus á að styðja þétt við bakið á samherjum sínum ásamt því að koma ÍH upp um deild. Vísir ræddi við hann á dögunum eftir að myndir af honum að þjálfa ÍH til sigurs í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins í hjólastól birtust á samfélagsmiðlum. 0-0 í hálfleik. Hálfleiksræðan tekin. 3-0 lokatölur. Vill FH í Krikanum í 32 liða. pic.twitter.com/cWkH8ih6TP— Brynjar Guðmundsson (@brynjargud) June 12, 2020 „Ég hef nú spilað oft við Fylki í gegnum tíðina svo það vonandi hjálpar mér vonandi í þessu verkefni á morgun. Ég held að Covid-ástandið hafi virkað ágætlega fyrir okkur, það gerði menn hungraða og allt í einu var fullt af mönnum mættir aftur og við erum með ágætis lið í dag,“ sagði Brynjar um leikmannahóp ÍH. Brynjar Benediktsson – fyrrum leikmaður ÍR, Hauka, Leiknis Reykjavíkur og Fram skoraði til að mynda mörk í fyrsta deildarleik ÍH á dögunum. „Ég held ég hafi bara gert það rétta að koma mér út úr húsi og styðja við þá. Svo hjálpar auðvitað að þjálfa, maður kemst allavega einhvern veginn að fótboltanum þannig.“ „Nei, ég er bara að taka eitt skref í einu. Þekki nokkra sem hafa lent í þessu og þeir hafa gefið mér ágætis ráð. Svo þetta er eitthvað sem kemur í ljós. Ég er að setja stefnuna á næsta tímabil, þetta tímabil er auðvitað alveg farið. Svo kemur maður sterkur inn í haust eða vetur,“ sagði Brynjar um þann tíma sem hann verður frá. Að lokum var Brynjar spurður út í leikmenn Fylkis en hann vonast til að Sam Hewson, fyrrum samherji hjá FH og Grindavík verði í byrjunarliðinu. „Ég ætla að vona að hann spili, veit hvernig á að stoppa hann allavega. Hef spilað við hann, og með honum nokkrum sinnum svo ég er með plan á hann,“ sagði Brynjar og glotti við tönn. Klippa: Leikmaður FH vonast til að stýra ÍH til sigurs gegn Fylki
Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira