Bergþór Pálsson verður skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar Sylvía Hall skrifar 24. júní 2020 13:16 Bergþór Pálsson er ekki á leið til Bessastaða í þetta skiptið, Hann heldur nú vestur á Ísafjörð þar sem hann mun taka við skólastjórastöðu Tónlistarskóla Ísafjarðar. Facebook Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar og mun hefja störf 1. ágúst næstkomandi. Hann segir mikilvægt að taka að sér nýjar áskoranir og kveðst spenntur fyrir verkefninu. Það er því stutt í flutninga á næstunni en Bergþór og Albert Eiríksson, eiginmaður hans, festu nýlega kaup á húsi í Grafarvogi og voru því í flutningum nú þegar. Hann segir svolítið sérstakt að undirbúa flutninga í miðjum flutningum en það sé þó spennandi að taka við þessu starfi – í rauninni gamall draumur að rætast. „Það er svo mikilvægt í lífinu að staðna ekki. Maður verður að taka að sér ögrandi verkefni. Þegar ég var í námi í Bandaríkjunum tók ég aukagrein í stjórnun listastofnanna, þannig það hefur alltaf blundað í mér. Ég hef bara alltaf haft svo mikið að gera á öðrum sviðum en það er kannski kominn tími til þess að nýta sér það,“ segir Bergþór í samtali við Vísi. Hann voni að hann verði réttur maður á réttum stað, enda sé Ísafjörður dásamlegur staður. „Ég hef alltaf dáðst að orkunni í fjöllunum og mannlífinu á Ísafirði, þessari menningarhefð sem er svo sterk og þessum rótum sem þessi skóli stendur á.“ Hann segir Tónlistarskólann á Ísafirði vera einn besta tónlistarskóla á landinu. Þar sé gott fólk fyrir og hann gangi því fullur tilhlökkunar inn í spennandi samstarf. „Það gerist ekkert nema með samvinnu og það er frábært fólk að vinna við tónlistarskólann á Ísafirði. Ég hef kynnst því þegar ég hef komið þangað að prófdæma og þetta er einn af topp tónlistarskólum landsins.“ Tónlist Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar og mun hefja störf 1. ágúst næstkomandi. Hann segir mikilvægt að taka að sér nýjar áskoranir og kveðst spenntur fyrir verkefninu. Það er því stutt í flutninga á næstunni en Bergþór og Albert Eiríksson, eiginmaður hans, festu nýlega kaup á húsi í Grafarvogi og voru því í flutningum nú þegar. Hann segir svolítið sérstakt að undirbúa flutninga í miðjum flutningum en það sé þó spennandi að taka við þessu starfi – í rauninni gamall draumur að rætast. „Það er svo mikilvægt í lífinu að staðna ekki. Maður verður að taka að sér ögrandi verkefni. Þegar ég var í námi í Bandaríkjunum tók ég aukagrein í stjórnun listastofnanna, þannig það hefur alltaf blundað í mér. Ég hef bara alltaf haft svo mikið að gera á öðrum sviðum en það er kannski kominn tími til þess að nýta sér það,“ segir Bergþór í samtali við Vísi. Hann voni að hann verði réttur maður á réttum stað, enda sé Ísafjörður dásamlegur staður. „Ég hef alltaf dáðst að orkunni í fjöllunum og mannlífinu á Ísafirði, þessari menningarhefð sem er svo sterk og þessum rótum sem þessi skóli stendur á.“ Hann segir Tónlistarskólann á Ísafirði vera einn besta tónlistarskóla á landinu. Þar sé gott fólk fyrir og hann gangi því fullur tilhlökkunar inn í spennandi samstarf. „Það gerist ekkert nema með samvinnu og það er frábært fólk að vinna við tónlistarskólann á Ísafirði. Ég hef kynnst því þegar ég hef komið þangað að prófdæma og þetta er einn af topp tónlistarskólum landsins.“
Tónlist Skóla - og menntamál Ísafjarðarbær Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira