Umdeilt atvik á Akureyri: „Af því við erum stelpur, fáum við alltaf lélegustu dómarana?“ Ísak Hallmundarson skrifar 25. júní 2020 12:30 Birgitta fékk rautt spjald um helgina en á myndbandi er erfitt að sjá brotið. facebook/umfgfotbolti Það var vægast sagt athyglisverð dómgæsla sem átti sér stað í leik Hamranna og Grindavíkur í 2. deild kvenna um helgina. Ásgeir Þór Ásgeirsson dómari, gaf Birgittu Hallgrímsdóttur beint rautt spjald, fyrir eitthvað sem virtist mjög eðlileg barátta um boltann. ,,Held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt‘‘ Leikmenn beggja liða virtust ekki átta sig á hvað væri í gangi þegar dómarinn rétti fram rauða spjaldið. ,,Í rauninni var bara innkast og ég var bara að berjast um boltann. Svo allt í einu flautar dómarinn og ég hélt hann væri að flauta aukaspyrnu fyrir okkur út af því að Hamrastelpurnar byrja að labba til baka og við erum bara tilbúnar að taka aukaspyrnu, en svo allt í einu kemur hann til mín og gefur mér rautt spjald. Ég spurði af hverju og hann sagði ,,þú sparkar viljandi í stelpuna‘‘ og ég sagði bara ha? Boltinn var við hliðin á og ég var að reyna að sparka í boltann og svo fór ég til hans eftir leik og þá sagði hann að ég hefði togað í hana. Þannig ég held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt,‘‘ segir Birgitta Hallgrímsdóttir leikmaður Grindavíkur, en hún skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu. Leiknum lauk með 2-1 sigri Hamranna en staðan var jöfn 1-1 þegar Birgitta fékk rauða spjaldið. Hún segir einnig sigurmark Hamranna í leiknum ólöglegt og að löglegt mark hafi verið tekið af Grindavík. ,,Hafsentinn okkar, Þorbjörg, hún fær boltann í andlitið og bara steinliggur og dómarinn stoppar ekki leikinn og þær taka svona þrjár, fjórar snertingar og skora síðan. Þannig þetta mark er ólöglegt. Síðan dæmdi hann líka mark af okkur, sem var líka bara löglegt. Það var fyrirgjöf og markmaðurinn missir boltann frá sér, hann grípur hann ekki heldur missir hann og Júlia Ruth leikmaður okkar potar honum inn og hann flautar ólöglegt mark.‘‘ Framkvæmdastjóri Grindavíkur ræddi við KSÍ en KSÍ ætlar ekkert að gera í málinu. ,,Framkvæmdastjóri Grindavíkur, Jón Júlíus (Karlsson), hringdi í KSÍ í gær og þeir ætla ekki að gera neitt í þessu. Þeir sögðu að þetta væri ákvörðun dómarans og þeir geti ekki gert neitt.‘‘ ,,Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Birgitta skilur ekki hvers vegna hann þurfti að dæma leik í 2. deild kvenna frekar en í neðri deild hjá körlunum. ,,Þetta er svo fáranlegt. Þetta var fyrsti leikurinn sem þessi dómari er að dæma. Af hverju er hann sendur til okkar? Af hverju er hann ekki sendur í neðri deild hjá strákunum? Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Dómgæslan í leiknum hefur líklega kostað Grindavík einhver stig en Birgitta telur einnig ósanngjarnt að hún fari í leikbann. ,,Mér finnst ósanngjarnt að fara í bann þegar ég á ekki skilið að fara í bann. Ég fæ eins leiks bann því KSÍ ætlar ekki að gera neitt. Það er mjög ósanngjarnt,‘‘ segir Birgitta að lokum. Hér að neðan má sjá umrætt rautt spjald sem dómarinn gaf Birgittu: Dómgæslan undir högg að sækja víða á Norðurlandi um helgina. Á 20. mínútu fær leikmaður Grindavíkur beint rautt spjald fyrir meðfylgjandi brot. pic.twitter.com/HbtGqOftVO— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 23, 2020 Uppfært: Í samtali við leikmann kom fram að þetta væri fyrsti leikur sem Ásgeir Þór dæmir en KSÍ hefur leiðrétt það. UMF Grindavík Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira
Það var vægast sagt athyglisverð dómgæsla sem átti sér stað í leik Hamranna og Grindavíkur í 2. deild kvenna um helgina. Ásgeir Þór Ásgeirsson dómari, gaf Birgittu Hallgrímsdóttur beint rautt spjald, fyrir eitthvað sem virtist mjög eðlileg barátta um boltann. ,,Held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt‘‘ Leikmenn beggja liða virtust ekki átta sig á hvað væri í gangi þegar dómarinn rétti fram rauða spjaldið. ,,Í rauninni var bara innkast og ég var bara að berjast um boltann. Svo allt í einu flautar dómarinn og ég hélt hann væri að flauta aukaspyrnu fyrir okkur út af því að Hamrastelpurnar byrja að labba til baka og við erum bara tilbúnar að taka aukaspyrnu, en svo allt í einu kemur hann til mín og gefur mér rautt spjald. Ég spurði af hverju og hann sagði ,,þú sparkar viljandi í stelpuna‘‘ og ég sagði bara ha? Boltinn var við hliðin á og ég var að reyna að sparka í boltann og svo fór ég til hans eftir leik og þá sagði hann að ég hefði togað í hana. Þannig ég held hann hafi ekki vitað sjálfur fyrir hvað hann var að gefa mér rautt,‘‘ segir Birgitta Hallgrímsdóttir leikmaður Grindavíkur, en hún skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu. Leiknum lauk með 2-1 sigri Hamranna en staðan var jöfn 1-1 þegar Birgitta fékk rauða spjaldið. Hún segir einnig sigurmark Hamranna í leiknum ólöglegt og að löglegt mark hafi verið tekið af Grindavík. ,,Hafsentinn okkar, Þorbjörg, hún fær boltann í andlitið og bara steinliggur og dómarinn stoppar ekki leikinn og þær taka svona þrjár, fjórar snertingar og skora síðan. Þannig þetta mark er ólöglegt. Síðan dæmdi hann líka mark af okkur, sem var líka bara löglegt. Það var fyrirgjöf og markmaðurinn missir boltann frá sér, hann grípur hann ekki heldur missir hann og Júlia Ruth leikmaður okkar potar honum inn og hann flautar ólöglegt mark.‘‘ Framkvæmdastjóri Grindavíkur ræddi við KSÍ en KSÍ ætlar ekkert að gera í málinu. ,,Framkvæmdastjóri Grindavíkur, Jón Júlíus (Karlsson), hringdi í KSÍ í gær og þeir ætla ekki að gera neitt í þessu. Þeir sögðu að þetta væri ákvörðun dómarans og þeir geti ekki gert neitt.‘‘ ,,Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Birgitta skilur ekki hvers vegna hann þurfti að dæma leik í 2. deild kvenna frekar en í neðri deild hjá körlunum. ,,Þetta er svo fáranlegt. Þetta var fyrsti leikurinn sem þessi dómari er að dæma. Af hverju er hann sendur til okkar? Af hverju er hann ekki sendur í neðri deild hjá strákunum? Af því við erum stelpur fáum við alltaf lélegustu dómarana?‘‘ Dómgæslan í leiknum hefur líklega kostað Grindavík einhver stig en Birgitta telur einnig ósanngjarnt að hún fari í leikbann. ,,Mér finnst ósanngjarnt að fara í bann þegar ég á ekki skilið að fara í bann. Ég fæ eins leiks bann því KSÍ ætlar ekki að gera neitt. Það er mjög ósanngjarnt,‘‘ segir Birgitta að lokum. Hér að neðan má sjá umrætt rautt spjald sem dómarinn gaf Birgittu: Dómgæslan undir högg að sækja víða á Norðurlandi um helgina. Á 20. mínútu fær leikmaður Grindavíkur beint rautt spjald fyrir meðfylgjandi brot. pic.twitter.com/HbtGqOftVO— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) June 23, 2020 Uppfært: Í samtali við leikmann kom fram að þetta væri fyrsti leikur sem Ásgeir Þór dæmir en KSÍ hefur leiðrétt það.
UMF Grindavík Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Sjá meira