Jóhannes Karl: Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2020 23:08 Jóhannes Karl var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu dómaratríósins í leiknum gegn KR. vísir/bára Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tap sinna manna fyrir KR, 1-2, í kvöld. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga og skaut á leikstíl KR-inga. „Þetta er svekkjandi. Mér fannst við eiga að fá meira út úr leiknum, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn þar sem við sköpuðum okkur mjög góð færi til að skora. Beitir [Ólafsson] varði tvisvar vel og Stefán Teitur [Þórðarson] skaut yfir úr dauðafæri. Því miður datt þetta ekki með okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leik. ÍA komst yfir í upphafi seinni hálfleiks með marki Steinars Þorsteinssonar. Það kveikti hins vegar í KR sem svaraði með tveimur mörkum. „Þeir héldu sama leikplani allan leikinn og dældu boltanum hátt og langt á bakverðina hjá okkur. Við leystum það að stóru leyti. Þeir ýttu Pálma [Rafni Pálmasyni] mjög framarlega og vilja bara vera í svoleiðis fótbolta; að vinna seinni boltann og fá horn- og aukaspyrnur. Þeir gerðu það virkilega vel en mér fannst við spila miklu betri fótbolta,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég er að stóru leyti sáttur við sóknar- og varnarleikinn okkar en því miður eru KR-ingar líka með góða einstaklinga.“ Einar Ingi Jóhannsson dæmdi afar ódýra vítaspyrnu á ÍA undir lok leiks en hún fór í súginn. Í uppbótartíma vildu Skagamenn svo fá vítaspyrnu en þess í stað var dæmd rangstaða á leikmann liðsins. „Það var bara enn eitt vafaatriðið þar sem mér fannst dómaratríóið vera rosalega sátt með að dæma í hag KR. Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag,“ sagði Jóhannes Karl. „Það voru fullt af vafaatriðum. Bjarki Steinn [Bjarkason] var negldur niður fyrir framan vítateig KR. Boltinn fór inn á miðjuna þar sem Sindri [Snær Magnússon] fór í tæklingu og fékk dæmt á sig brot og gult spjald. Öll vafaatriði duttu með KR.“ Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - KR 1-2 | Meistararnir komu til baka á Akranesi Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR sigur á ÍA, 1-2, á Akranesi í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 28. júní 2020 21:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var svekktur eftir tap sinna manna fyrir KR, 1-2, í kvöld. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga og skaut á leikstíl KR-inga. „Þetta er svekkjandi. Mér fannst við eiga að fá meira út úr leiknum, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn þar sem við sköpuðum okkur mjög góð færi til að skora. Beitir [Ólafsson] varði tvisvar vel og Stefán Teitur [Þórðarson] skaut yfir úr dauðafæri. Því miður datt þetta ekki með okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leik. ÍA komst yfir í upphafi seinni hálfleiks með marki Steinars Þorsteinssonar. Það kveikti hins vegar í KR sem svaraði með tveimur mörkum. „Þeir héldu sama leikplani allan leikinn og dældu boltanum hátt og langt á bakverðina hjá okkur. Við leystum það að stóru leyti. Þeir ýttu Pálma [Rafni Pálmasyni] mjög framarlega og vilja bara vera í svoleiðis fótbolta; að vinna seinni boltann og fá horn- og aukaspyrnur. Þeir gerðu það virkilega vel en mér fannst við spila miklu betri fótbolta,“ sagði Jóhannes Karl. „Ég er að stóru leyti sáttur við sóknar- og varnarleikinn okkar en því miður eru KR-ingar líka með góða einstaklinga.“ Einar Ingi Jóhannsson dæmdi afar ódýra vítaspyrnu á ÍA undir lok leiks en hún fór í súginn. Í uppbótartíma vildu Skagamenn svo fá vítaspyrnu en þess í stað var dæmd rangstaða á leikmann liðsins. „Það var bara enn eitt vafaatriðið þar sem mér fannst dómaratríóið vera rosalega sátt með að dæma í hag KR. Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag,“ sagði Jóhannes Karl. „Það voru fullt af vafaatriðum. Bjarki Steinn [Bjarkason] var negldur niður fyrir framan vítateig KR. Boltinn fór inn á miðjuna þar sem Sindri [Snær Magnússon] fór í tæklingu og fékk dæmt á sig brot og gult spjald. Öll vafaatriði duttu með KR.“
Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - KR 1-2 | Meistararnir komu til baka á Akranesi Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR sigur á ÍA, 1-2, á Akranesi í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 28. júní 2020 21:30 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
Umfjöllun: ÍA - KR 1-2 | Meistararnir komu til baka á Akranesi Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR sigur á ÍA, 1-2, á Akranesi í 3. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 28. júní 2020 21:30