Þýski tecknorisinn Scooter heimsækir Ísland aftur í apríl 2021 og heldur risatónleika í Laugardalshöll þar sem öllu verður tjaldað til. Hljóð og ljós verða í sérflokki, sprengjur, leysigeislar og dansarar koma fram með miklum látum.

Frábærir íslenskir tónlistarmenn munu sjá um upphitun. Risasveitin GUSGUS, raftónlistartvíeykið ClubDub og DJ Margeir munu keyra partýið upp áður en Scooter mætir á svæðið með H.P. Baxxter í fararbroddi og rífur þakið af Höllinni líkt og síðast.
Hlakka til að koma aftur
Scooter kom hingað til lands haustið 2019 og hélt stórkostlega tónleika fyrir fullu húsi í Laugardalshöll. Stemmingin var hreint ótrúleg. Meðlimir sveitarinnar voru hæstánægðir með tónleikana og viðtökurnar og hlakka mikið til að koma aftur með enn kröftugri tónleika. Veislan verður í boði Krombacher Léttöl á Íslandi en umsjón er í höndum Twe Live.
Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll miðvikudagskvöldið 21. april 2021. Almenn miðasala hefst á Tix.is föstudaginn 3. júli kl. 12.00. Forsala fyrir áskrifendur póstlista Tix.is verður fimmtudaginn 2. júlí.