Dusty mætir Fnatic í Northern League of Legends Championship Ólafur Hrafn Steinarsson skrifar 30. júní 2020 15:19 Dusty mætir Fnatic í NLC í dag klukkan 17:00 í þriðju keppnisviku NLC keppninnar og er þar á ferðinni risa leikur fyrir íslenskt rafíþróttalið. Fnatic er einn af risunum í rafíþróttum og ekki oft sem íslenskt lið fær svona fræga andstæðinga. Dusty keppir í Northern League of Legends Championship (NLC) og mættu þeir danska liðinu Tricked í fyrstu umferð. Sá leikur tapaðist með tæpasta mun en Dusty svaraði fyrir tapið með sigri gegn breska liðinu MnM í viku 2. Í viku 3 spilar Dusty tvo leiki og er sá fyrri í dag kl 17:00 gegn einu stærsta rafíþróttaliði heims, Fnatic. Fyrir þá lesendur sem eru ekki kunnugir heimi rafíþrótta þá er Fnatic eitt af allra stærstu rafíþróttaliðum heims með milljónir aðdáenda um heim allan. Liðið hefur unnið til ótalmargra verðlauna á heimsvísu í öllum stærstu tölvuleikjum sem keppt er í. Það gefur því auga leið að verkefni Dusty í kvöld er erfitt en íslenska liðið hefur sýnt mikinn kraft á þessu fyrsta keppnistímabili sínu í NLC og ætla sér að halda áfram að koma öllum á óvart. Seinni leikur Dusty í annarri keppnisviku er svo gegn hinu nýstofnaða, írska liði, Munster Rugby Gaming sem er rafíþróttaangi eins stærsta Rugby liðs heims. Sá leikur er á morgun klukkan 18:00. Báða þessa leiki er hægt að horfa á í beinni útsendingu á BBC Sport eða í gegnum streymisveituna Twitch á slóðinni www.twitch.tv/nlclol Dusty League of Legends Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn
Dusty mætir Fnatic í NLC í dag klukkan 17:00 í þriðju keppnisviku NLC keppninnar og er þar á ferðinni risa leikur fyrir íslenskt rafíþróttalið. Fnatic er einn af risunum í rafíþróttum og ekki oft sem íslenskt lið fær svona fræga andstæðinga. Dusty keppir í Northern League of Legends Championship (NLC) og mættu þeir danska liðinu Tricked í fyrstu umferð. Sá leikur tapaðist með tæpasta mun en Dusty svaraði fyrir tapið með sigri gegn breska liðinu MnM í viku 2. Í viku 3 spilar Dusty tvo leiki og er sá fyrri í dag kl 17:00 gegn einu stærsta rafíþróttaliði heims, Fnatic. Fyrir þá lesendur sem eru ekki kunnugir heimi rafíþrótta þá er Fnatic eitt af allra stærstu rafíþróttaliðum heims með milljónir aðdáenda um heim allan. Liðið hefur unnið til ótalmargra verðlauna á heimsvísu í öllum stærstu tölvuleikjum sem keppt er í. Það gefur því auga leið að verkefni Dusty í kvöld er erfitt en íslenska liðið hefur sýnt mikinn kraft á þessu fyrsta keppnistímabili sínu í NLC og ætla sér að halda áfram að koma öllum á óvart. Seinni leikur Dusty í annarri keppnisviku er svo gegn hinu nýstofnaða, írska liði, Munster Rugby Gaming sem er rafíþróttaangi eins stærsta Rugby liðs heims. Sá leikur er á morgun klukkan 18:00. Báða þessa leiki er hægt að horfa á í beinni útsendingu á BBC Sport eða í gegnum streymisveituna Twitch á slóðinni www.twitch.tv/nlclol
Dusty League of Legends Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn