Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2020 19:54 Arnar Gunnlaugsson var ekki sáttur með dómgæsluna í leik KR og Víkings. vísir/daníel „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Maður hefur verið svo lengi í þessu og ég hélt ég væri búinn að sjá allt en greinilega ekki. Þetta var mjög eftirminnilegur leikur á margan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tapið fyrir KR, 2-0, í kvöld. Allir miðverðir Víkings sem byrjuðu leikinn, Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson, fengu rauða spjaldið og Víkingar voru því átta inni á vellinum undir lokin. Arnar var ekki sáttur með rauðu spjöldin. „Hvað á ég að segja? Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld,“ sagði Arnar en rauðu spjöldin má sjá hér fyrir neðan. „Fyrsta rauða spjaldið var ódýrt. Kristján Flóki [Finnbogason] tosaði í Kára. Spjaldið á Sölva var djók. Honum var greinilega hrint. Halli fór í 50-50 tæklingu. Hann var á mikilli ferð en þetta er ljúfasti maður í heimi og fór ekki í tæklinguna til að meiða hann. Þetta eru atvik sem þarf að vega og meta hverju sinni.“ Arnar var ekki sáttur með frammistöðu Helga Mikaels Jónassonar, dómara leiksins, og það einskorðaðist ekki bara við rauðu spjöldin. „Það voru fullt af öðrum vafaatriðum, eins og vítið sem við áttum að fá í fyrri hálfleik. Þetta var eins augljóst víti og þau geta verið,“ sagði Arnar. „Ellefu á móti ellefu var þetta flottur leikur hjá okkur og við áttum að vera búnir að skora 2-3 mörk áður en rauðu spjöldin fóru á loft.“ Arnar kvaðst ekki vera fúll út í þremenningana sem fengu rauðu spjöldin en þeir eru jafnframt reyndustu leikmenn Víkings. „Ég er alls ekki svekktur út í þá. Þetta eru svo miklir meistarar sem hafa gefið okkur svo mikið,“ sagði Arnar sem verður án þeirra Kára, Sölva og Halldórs Smára í leiknum gegn Val á miðvikudaginn. „Ég held ég sé enn skráður í Fram þannig ég get því miður ekki spilað,“ sagði Arnar léttur. „En við finnum einhverja. Við erum með unga og ferska stráka og það verður ekkert vandamál.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23 Leik lokið: KR - Víkingur 2-0 | Tvö mörk og þrjú rauð spjöld á loft í meistaraslagnum KR-ingar unnu 2-0 sigur á Víkingi í slag meistaranna. Víkingar fengu þrjú rauð spjöd. 4. júlí 2020 18:52 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Maður hefur verið svo lengi í þessu og ég hélt ég væri búinn að sjá allt en greinilega ekki. Þetta var mjög eftirminnilegur leikur á margan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tapið fyrir KR, 2-0, í kvöld. Allir miðverðir Víkings sem byrjuðu leikinn, Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson, fengu rauða spjaldið og Víkingar voru því átta inni á vellinum undir lokin. Arnar var ekki sáttur með rauðu spjöldin. „Hvað á ég að segja? Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld,“ sagði Arnar en rauðu spjöldin má sjá hér fyrir neðan. „Fyrsta rauða spjaldið var ódýrt. Kristján Flóki [Finnbogason] tosaði í Kára. Spjaldið á Sölva var djók. Honum var greinilega hrint. Halli fór í 50-50 tæklingu. Hann var á mikilli ferð en þetta er ljúfasti maður í heimi og fór ekki í tæklinguna til að meiða hann. Þetta eru atvik sem þarf að vega og meta hverju sinni.“ Arnar var ekki sáttur með frammistöðu Helga Mikaels Jónassonar, dómara leiksins, og það einskorðaðist ekki bara við rauðu spjöldin. „Það voru fullt af öðrum vafaatriðum, eins og vítið sem við áttum að fá í fyrri hálfleik. Þetta var eins augljóst víti og þau geta verið,“ sagði Arnar. „Ellefu á móti ellefu var þetta flottur leikur hjá okkur og við áttum að vera búnir að skora 2-3 mörk áður en rauðu spjöldin fóru á loft.“ Arnar kvaðst ekki vera fúll út í þremenningana sem fengu rauðu spjöldin en þeir eru jafnframt reyndustu leikmenn Víkings. „Ég er alls ekki svekktur út í þá. Þetta eru svo miklir meistarar sem hafa gefið okkur svo mikið,“ sagði Arnar sem verður án þeirra Kára, Sölva og Halldórs Smára í leiknum gegn Val á miðvikudaginn. „Ég held ég sé enn skráður í Fram þannig ég get því miður ekki spilað,“ sagði Arnar léttur. „En við finnum einhverja. Við erum með unga og ferska stráka og það verður ekkert vandamál.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23 Leik lokið: KR - Víkingur 2-0 | Tvö mörk og þrjú rauð spjöld á loft í meistaraslagnum KR-ingar unnu 2-0 sigur á Víkingi í slag meistaranna. Víkingar fengu þrjú rauð spjöd. 4. júlí 2020 18:52 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23
Leik lokið: KR - Víkingur 2-0 | Tvö mörk og þrjú rauð spjöld á loft í meistaraslagnum KR-ingar unnu 2-0 sigur á Víkingi í slag meistaranna. Víkingar fengu þrjú rauð spjöd. 4. júlí 2020 18:52
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki