Helgi Valur Daníelsson, miðjumaður Fylkis í Pepsi Max-deild karla, segir frá því á Twitter-síðu sinni hann sé útskrifaður af bæklunardeildinni.
Helgi Valur brotnaði illa í leik Fylkis og Gróttu og telur hann líkur á því að ferlinum sé lokið en Helgi Valur verður 39 ára síðar í mánuðinum.
„Útskrifaður (loksins) af bæklunardeildinni í dag og 3 stig í Árbæinn. Góða helgi!!“ skrifaði Helgi Valur á Twitter í dag.
Útskrifaður (loksins) af bæklunardeildinni í dag og 3 stig í Árbæinn. Góða helgi!
— Helgi V. Daníelsson (@HelgiDanielsson) July 4, 2020
Fylkir vann 2-1 sigur á Fjölni í dag eftir að hafa unnið Gróttu 2-0 í leiknum sem Helgi Valur var borinn af velli.