Veiðitölur úr Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2020 09:04 Ísarr Edwinsson með 15 punda urriða úr Veiðivötnum. Mynd: Edwin Árnason Nú birtast eins og fyrri sumur vikulegar veiðitölur úr Veiðivötnum á heimasíðu vatnana og það er áhugavert að skoða gang mála. Mesta veiðin í er Snjóölduvatni en þar er hægt að moka upp smábleikju sem er venjulega um 1-2 pund en prýðilegur matfiskur. Heildarveiðin í vatninu er 2039 fiskar og þar af 20 urriðar. Í öðru sæti er Litli Sjór en þar hafa veiðst 716 fiskar, allt urriði. Nýjavatn er svo í þriðja sæti með 647 fiska, Önnur vötn sem eru komin yfir 100 fiska eru Breiðavatn, Eskivatn, Grænavatn, Hraunvötn, Langavatn, Stóra Fossvatn og Skálavatn. Veiðivötn eru eitt vinsælasta veiðisvæði landsins og þangað streyma veiðimenn á hverju sumri til veiða. Eitthvað er til af lausum stöngum í sumar svo þeir sem hafa ekki kynnst vötnunum ættu klárlega að gera það því það eru fá veiðisvæði á hálendinu jafn ægifögur og þetta magnaða svæði. Listann yfir aflatölur í vötnunum ásamt lausum stöngum má finna á www.veidivotn.is Stangveiði Mest lesið Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Stórir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði
Nú birtast eins og fyrri sumur vikulegar veiðitölur úr Veiðivötnum á heimasíðu vatnana og það er áhugavert að skoða gang mála. Mesta veiðin í er Snjóölduvatni en þar er hægt að moka upp smábleikju sem er venjulega um 1-2 pund en prýðilegur matfiskur. Heildarveiðin í vatninu er 2039 fiskar og þar af 20 urriðar. Í öðru sæti er Litli Sjór en þar hafa veiðst 716 fiskar, allt urriði. Nýjavatn er svo í þriðja sæti með 647 fiska, Önnur vötn sem eru komin yfir 100 fiska eru Breiðavatn, Eskivatn, Grænavatn, Hraunvötn, Langavatn, Stóra Fossvatn og Skálavatn. Veiðivötn eru eitt vinsælasta veiðisvæði landsins og þangað streyma veiðimenn á hverju sumri til veiða. Eitthvað er til af lausum stöngum í sumar svo þeir sem hafa ekki kynnst vötnunum ættu klárlega að gera það því það eru fá veiðisvæði á hálendinu jafn ægifögur og þetta magnaða svæði. Listann yfir aflatölur í vötnunum ásamt lausum stöngum má finna á www.veidivotn.is
Stangveiði Mest lesið Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Stórir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði