Bætti á sig 20 kg á níu mánuðum og hefur aldrei slegið lengra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 15:30 Bryson DeChambeau bregður á leik með verðlaunagripinn sem hann fékk fyrir að vinna Rocket Mortgage Classic mótið. getty/Gregory Shamus Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau hrósaði sigri á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi um helgina. Þetta var fyrsti sigur hans á PGA-mótaröðinni í ár og sá sjötti á ferlinum. DeChambeau lék á 23 höggum undir pari og var þremur höggum á undan landa sínum, Matthew Wolff. Upphafshögg DeChambeaus á mótinu í Detriot um helgina vöktu mikla athygli en þau voru að meðaltali 320 metra löng. DeChambeau virðist allavega vera með krafta í kögglunum. Hann hefur bætt á sig á miklum vöðvamassa og þyngst um rúmlega 20 kg á síðustu níu mánuðum. „Þetta er tilfinningaþrungin stund fyrir mig því ég gerði svolítið öðruvísi. Ég breytti líkama mínum, hugarfarinu og náði að vinna þrátt fyrir að spila á allt annan hátt. Og það var hálf ótrúlegt að sjá það,“ sagði DeChambeau þegar hann sat fyrir svörum eftir mótið í Detroit. DeChambeau ætlaði að halda upp á sigurinn á Rocket Mortage Classic með því að fá sér uppáhalds réttinn sinn. „Ég fæ mér nokkra próteinsjeika því ég á æfingu í fyrramálið. Svo get ég vonandi fengið góða steik og kartöflur einhvers staðar. Það er uppáhalds maturinn minn. Við hljótum að geta fundið hann einhvers staðar,“ sagði kylfingurinn. Klippa: Bryson DeChambeau hrósaði sigri í Detroit Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner, sem endaði í 3. sæti á Rocket Mortage Classic, hrósaði DeChambeau eftir mótið og sagði að hann hefði breytt því hvernig golf er spilað. DeChambeau er með lengstu upphafshögg á PGA-mótaröðinni í ár en þau eru 295 metrar að meðaltali. Miðað við frammistöðuna á Rocket Mortage Classic á sú tala væntanlega eftir að hækka eftir því sem líður á tímabilið. Lengsta högg DeChambeaus á mótinu í Detroit um helgina var 345 metrar. DeChambeau er í 4. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar. Webb Simpson er efstur, Justin Thomas í 2. sæti og Im Sung-jae í því þriðja. Næsta mót, Workday Charity Open, hefst 12. júlí. Klippa: DeChambeau vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu Golf Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau hrósaði sigri á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi um helgina. Þetta var fyrsti sigur hans á PGA-mótaröðinni í ár og sá sjötti á ferlinum. DeChambeau lék á 23 höggum undir pari og var þremur höggum á undan landa sínum, Matthew Wolff. Upphafshögg DeChambeaus á mótinu í Detriot um helgina vöktu mikla athygli en þau voru að meðaltali 320 metra löng. DeChambeau virðist allavega vera með krafta í kögglunum. Hann hefur bætt á sig á miklum vöðvamassa og þyngst um rúmlega 20 kg á síðustu níu mánuðum. „Þetta er tilfinningaþrungin stund fyrir mig því ég gerði svolítið öðruvísi. Ég breytti líkama mínum, hugarfarinu og náði að vinna þrátt fyrir að spila á allt annan hátt. Og það var hálf ótrúlegt að sjá það,“ sagði DeChambeau þegar hann sat fyrir svörum eftir mótið í Detroit. DeChambeau ætlaði að halda upp á sigurinn á Rocket Mortage Classic með því að fá sér uppáhalds réttinn sinn. „Ég fæ mér nokkra próteinsjeika því ég á æfingu í fyrramálið. Svo get ég vonandi fengið góða steik og kartöflur einhvers staðar. Það er uppáhalds maturinn minn. Við hljótum að geta fundið hann einhvers staðar,“ sagði kylfingurinn. Klippa: Bryson DeChambeau hrósaði sigri í Detroit Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner, sem endaði í 3. sæti á Rocket Mortage Classic, hrósaði DeChambeau eftir mótið og sagði að hann hefði breytt því hvernig golf er spilað. DeChambeau er með lengstu upphafshögg á PGA-mótaröðinni í ár en þau eru 295 metrar að meðaltali. Miðað við frammistöðuna á Rocket Mortage Classic á sú tala væntanlega eftir að hækka eftir því sem líður á tímabilið. Lengsta högg DeChambeaus á mótinu í Detroit um helgina var 345 metrar. DeChambeau er í 4. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar. Webb Simpson er efstur, Justin Thomas í 2. sæti og Im Sung-jae í því þriðja. Næsta mót, Workday Charity Open, hefst 12. júlí. Klippa: DeChambeau vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu
Golf Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira