Hallbera: Ákveðin þægindi að vera komnar í bílstjórasætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 21:56 Hallbera segir að Valskonur hafi ekki ætlað að slaka á í seinni hálfleiknum gegn Stjörnukonum í kvöld. vísir/vilhelm Hallbera Gísladóttir, fyrirliði Vals, var ekkert sérstaklega ánægð með spilamennsku Íslandsmeistaranna gegn Stjörnunni í kvöld, þrátt fyrir öruggan 3-0 sigur. „Ef ég á að vera hreinskilin fannst mér við ekkert vera upp á okkar besta,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi eftir leik. „Við gáfum ekki mörg færi á okkur og skoruðum þrjú mörk þannig að maður getur ekki verið ósáttur. En ég hefði viljað að við hefðum spilað boltanum aðeins betur á milli okkar en það var einhver þreyta í okkur,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var mun fjörugri en sá seinni þar sem bæði lið virtust gefa eftir. Hallbera segir að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að slaka á í seinni hálfleik. „Við ætluðum bara að halda áfram. Við erum ekki þekktar fyrir að halda fengnum hlut þegar við komumst yfir. Við ætluðum okkur að setja fleiri mörk en það var einhver deyfð yfir okkur. Kannski erum við búnar að sóla okkur of mikið undanfarna daga,“ sagði Hallbera hlæjandi. Eftir sigurinn í kvöld er Valur kominn með sex stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Staðan blekkir þó því Breiðablik, helsti keppninautur Vals um Íslandsmeistaratitilinn, hefur aðeins leikið þrjá leiki en Valur fimm. „Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur. En ég held að liðin sem lentu í sóttkví taki bara tveggja vikna æfingatörn og þau koma ekkert til baka eftir að hafa slakað á. En það eru ákveðin þægindi að vera komnar í bílstjórasætið,“ sagði Hallbera að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 3-0 | Meistararnir komnir með sex stiga forskot Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 3-0, Íslandsmeisturunum í vil. 6. júlí 2020 21:26 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Hallbera Gísladóttir, fyrirliði Vals, var ekkert sérstaklega ánægð með spilamennsku Íslandsmeistaranna gegn Stjörnunni í kvöld, þrátt fyrir öruggan 3-0 sigur. „Ef ég á að vera hreinskilin fannst mér við ekkert vera upp á okkar besta,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi eftir leik. „Við gáfum ekki mörg færi á okkur og skoruðum þrjú mörk þannig að maður getur ekki verið ósáttur. En ég hefði viljað að við hefðum spilað boltanum aðeins betur á milli okkar en það var einhver þreyta í okkur,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi eftir leik. Fyrri hálfleikurinn var mun fjörugri en sá seinni þar sem bæði lið virtust gefa eftir. Hallbera segir að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun að slaka á í seinni hálfleik. „Við ætluðum bara að halda áfram. Við erum ekki þekktar fyrir að halda fengnum hlut þegar við komumst yfir. Við ætluðum okkur að setja fleiri mörk en það var einhver deyfð yfir okkur. Kannski erum við búnar að sóla okkur of mikið undanfarna daga,“ sagði Hallbera hlæjandi. Eftir sigurinn í kvöld er Valur kominn með sex stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Staðan blekkir þó því Breiðablik, helsti keppninautur Vals um Íslandsmeistaratitilinn, hefur aðeins leikið þrjá leiki en Valur fimm. „Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur. En ég held að liðin sem lentu í sóttkví taki bara tveggja vikna æfingatörn og þau koma ekkert til baka eftir að hafa slakað á. En það eru ákveðin þægindi að vera komnar í bílstjórasætið,“ sagði Hallbera að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Stjarnan 3-0 | Meistararnir komnir með sex stiga forskot Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 3-0, Íslandsmeisturunum í vil. 6. júlí 2020 21:26 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Stjarnan 3-0 | Meistararnir komnir með sex stiga forskot Valur átti ekki í miklum vandræðum með að vinna Stjörnuna á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur 3-0, Íslandsmeisturunum í vil. 6. júlí 2020 21:26