Vísa ummælum KA-manna á bug Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2020 09:30 Frá vellinum um helgina. mynd/skjáskot KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa ummælum KA-manna um skrýtna úthlutun úr mannavirkjasjóði til föðurhúsanna. Mikið hefur verið rætt og ritað um Akureyrarvöll síðustu daga en völlurinn leit vægast sagt illa út er KA og Breiðablik mættust í Pepsi Max-deild karla um helgina. Eftir leikinn sagði m.a. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, að undirlagið væri eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu og það fékk Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, til að rita pistil. Hann sagði að KA-menn væru heldur ekki sáttir við stöðuna og stakk aðeins á úthlutun úr mannvirkjasjóði KSÍ. „Önnur en skrýtnari staðreynd er sú að KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ, þar sem óskað var eftir nokkrum milljónum til þess að vinna í Greifavellinum. Meðal verka var að drena svæði þar sem vitað er að drenlagnir vallarins eru ónýtar. Stjórn KSÍ telur mikilvægara að setja pening í vallarklukkur í Kópavogi, inni battavöll í Kórnum, sæti á Hlíðarenda, búningsklefa á Hlíðarenda og Eyjum, sparkvöll á KR svæðinu, varamannaskýli í Árbæinn og Kópavog og vökvunarbúnað inni í Kór svo einhver dæmi séu tekin. Engar upplýsingar fást frá KSÍ vegna þess, en ef úthlutun úr mannvirkjasjóði eru skoðar þá vakna margar spurningar um úthlutunina úr þessum ágæta sjóði.“ Knattspyrnusambandið var ekki lengi að svara fyrir sig og sendu þeir frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa þessu til föðurhúsanna, þar sem í umsókn KA stóð að ráðast ætti í verkefnið eftir tímabilið. „KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í að loknu keppnistímabilinu 2020 og vera lokið fyrir keppnistímabilið 2021 (drenlögn á Akureyrarvöll). Ljóst er að afgreiðsla mannvirkjanefndar og stjórnar KSÍ á umsókninni ræður ekki úrslitum um ástand leikflatarins á Akureyrarvelli keppnistímabilið 2020.“ Yfirlýsingu KSÍ má sjá í heild sinni hér. Uppfært 14.18: KSÍ hefur leiðrétt frétt á vef sínum en í nýrri tilkynningu KSÍ segir að KA sótti s.s. um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í og ljúka á keppnistímabilinu 2020 (drenlögn á Akureyrarvöll). Leiðrétt: Ráðast átti í verkefnið og ljúka því sumarið 2020. Greinin á vef KSÍ hefur jafnframt verið uppfærð.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 8, 2020 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa ummælum KA-manna um skrýtna úthlutun úr mannavirkjasjóði til föðurhúsanna. Mikið hefur verið rætt og ritað um Akureyrarvöll síðustu daga en völlurinn leit vægast sagt illa út er KA og Breiðablik mættust í Pepsi Max-deild karla um helgina. Eftir leikinn sagði m.a. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, að undirlagið væri eitt það daprasta í efstu deild í Evrópu og það fékk Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, til að rita pistil. Hann sagði að KA-menn væru heldur ekki sáttir við stöðuna og stakk aðeins á úthlutun úr mannvirkjasjóði KSÍ. „Önnur en skrýtnari staðreynd er sú að KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ, þar sem óskað var eftir nokkrum milljónum til þess að vinna í Greifavellinum. Meðal verka var að drena svæði þar sem vitað er að drenlagnir vallarins eru ónýtar. Stjórn KSÍ telur mikilvægara að setja pening í vallarklukkur í Kópavogi, inni battavöll í Kórnum, sæti á Hlíðarenda, búningsklefa á Hlíðarenda og Eyjum, sparkvöll á KR svæðinu, varamannaskýli í Árbæinn og Kópavog og vökvunarbúnað inni í Kór svo einhver dæmi séu tekin. Engar upplýsingar fást frá KSÍ vegna þess, en ef úthlutun úr mannvirkjasjóði eru skoðar þá vakna margar spurningar um úthlutunina úr þessum ágæta sjóði.“ Knattspyrnusambandið var ekki lengi að svara fyrir sig og sendu þeir frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir vísa þessu til föðurhúsanna, þar sem í umsókn KA stóð að ráðast ætti í verkefnið eftir tímabilið. „KA sótti um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í að loknu keppnistímabilinu 2020 og vera lokið fyrir keppnistímabilið 2021 (drenlögn á Akureyrarvöll). Ljóst er að afgreiðsla mannvirkjanefndar og stjórnar KSÍ á umsókninni ræður ekki úrslitum um ástand leikflatarins á Akureyrarvelli keppnistímabilið 2020.“ Yfirlýsingu KSÍ má sjá í heild sinni hér. Uppfært 14.18: KSÍ hefur leiðrétt frétt á vef sínum en í nýrri tilkynningu KSÍ segir að KA sótti s.s. um í mannvirkjasjóð KSÍ 2020 fyrir verkefni sem átti að ráðast í og ljúka á keppnistímabilinu 2020 (drenlögn á Akureyrarvöll). Leiðrétt: Ráðast átti í verkefnið og ljúka því sumarið 2020. Greinin á vef KSÍ hefur jafnframt verið uppfærð.— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 8, 2020
Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira