„Það er meðbyr með þessu Gróttuverkefni úti í þjóðfélaginu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. júlí 2020 11:00 Hjörvar og Kjartan í stuði í gær. vísir/s2s Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Ágústi Gylfasyni, þjálfara Gróttu, fylgi gífurleg stemning og mikill stöðugleiki en hann sé þó duglegur að hrista upp í hlutunum. Ágúst stýrði Gróttu til sigurs í fyrsta sinn í efstu deild er liðið vann 3-0 sigur á Fjölni í Grafarvogi í gær en allt annað hefur verið að sjá Seltirninga í síðustu tveimur umferðum. Þeir byrjuðu mótið brösuglega en náðu svo í sitt fyrsta stig í síðustu umferð og í gær var það fyrsti sigurinn. „Við verðum að muna það að liðin sem þeir mættu í fyrstu tveimur leikjunum voru Breiðablik og Valur. Tvö af bestu liðunum og þeir með einhvern sviðsskrekk á stóra sviðinu,“ sagði Hjörvar. „Nú eru þeir heldur betur komnir í gang og komnir með fjögur stig á töfluna. Það er með Gústa Gylfa [Ágúst Gylfason, þjáfari Gróttu] að það getur fylgt honum rosaleg stemning. Það hefur alltaf gert.“ „Hann átti mjög erfitt með að halda þessu Fjölnisliði uppi, ár eftir ár, og fór nálægt 40 stigum eitt árið. Svo er þetta „element“ í Ágústi að það er ómögulegt að lesa hann. Var hann ekki með Axel Frey á bekknum í dag? Þú gerir bara ráð fyrir honum í byrjunarliðið og þetta er ekta Gústi að hann hristir oft upp í liðunum sínum.“ Grótta hefur farið nýjar leiðir hvað varðar launamál en enginn leikmaður félagsins, að sögn forsvarsmanna Gróttu, fær greitt mánaðarlega frá félaginu. „Hann kemur inn í umhverfi sem við hefur ekki þekkst áður í íslenskum fótbolta hvað varðar alla umgjörð í kringum félagið. Ekki það að ég ætli að fara ræða einhver laun eða eitthvað slíkt en það er þannig að þeir eru ekki að borga neinum. Reyndar voru þeir að ná í Skota um daginn og það væri fyrsti útlendingurinn til að spila hérna án þess að taka neitt. Ef einhverjir geta það, þá eru það vinir mínir á Nesinu. Þeir eru góðir samningamenn.“ „Það er meðbyr með þessu Gróttuverkefni úti í þjóðfélaginu. Samningsfélagsleg ábyrgð að ná í erlendan leikmann og nota hann ekki - heldur senda hann í sóttkví. Það er jákvæðni með liðinu.“ Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Umræða um Gróttu Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 0-3 Grótta | Grótta vann sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi Grótta náði þeim merka áfanga að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild í sögunni. Það gerði liðið með glæsibrag gegn Fjölni, lokatölur 0-3 í Grafarvogi. 8. júlí 2020 22:14 Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Sjá meira
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að Ágústi Gylfasyni, þjálfara Gróttu, fylgi gífurleg stemning og mikill stöðugleiki en hann sé þó duglegur að hrista upp í hlutunum. Ágúst stýrði Gróttu til sigurs í fyrsta sinn í efstu deild er liðið vann 3-0 sigur á Fjölni í Grafarvogi í gær en allt annað hefur verið að sjá Seltirninga í síðustu tveimur umferðum. Þeir byrjuðu mótið brösuglega en náðu svo í sitt fyrsta stig í síðustu umferð og í gær var það fyrsti sigurinn. „Við verðum að muna það að liðin sem þeir mættu í fyrstu tveimur leikjunum voru Breiðablik og Valur. Tvö af bestu liðunum og þeir með einhvern sviðsskrekk á stóra sviðinu,“ sagði Hjörvar. „Nú eru þeir heldur betur komnir í gang og komnir með fjögur stig á töfluna. Það er með Gústa Gylfa [Ágúst Gylfason, þjáfari Gróttu] að það getur fylgt honum rosaleg stemning. Það hefur alltaf gert.“ „Hann átti mjög erfitt með að halda þessu Fjölnisliði uppi, ár eftir ár, og fór nálægt 40 stigum eitt árið. Svo er þetta „element“ í Ágústi að það er ómögulegt að lesa hann. Var hann ekki með Axel Frey á bekknum í dag? Þú gerir bara ráð fyrir honum í byrjunarliðið og þetta er ekta Gústi að hann hristir oft upp í liðunum sínum.“ Grótta hefur farið nýjar leiðir hvað varðar launamál en enginn leikmaður félagsins, að sögn forsvarsmanna Gróttu, fær greitt mánaðarlega frá félaginu. „Hann kemur inn í umhverfi sem við hefur ekki þekkst áður í íslenskum fótbolta hvað varðar alla umgjörð í kringum félagið. Ekki það að ég ætli að fara ræða einhver laun eða eitthvað slíkt en það er þannig að þeir eru ekki að borga neinum. Reyndar voru þeir að ná í Skota um daginn og það væri fyrsti útlendingurinn til að spila hérna án þess að taka neitt. Ef einhverjir geta það, þá eru það vinir mínir á Nesinu. Þeir eru góðir samningamenn.“ „Það er meðbyr með þessu Gróttuverkefni úti í þjóðfélaginu. Samningsfélagsleg ábyrgð að ná í erlendan leikmann og nota hann ekki - heldur senda hann í sóttkví. Það er jákvæðni með liðinu.“ Klippa: Pepsi Max-tilþrifin - Umræða um Gróttu
Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 0-3 Grótta | Grótta vann sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi Grótta náði þeim merka áfanga að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild í sögunni. Það gerði liðið með glæsibrag gegn Fjölni, lokatölur 0-3 í Grafarvogi. 8. júlí 2020 22:14 Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 0-3 Grótta | Grótta vann sinn fyrsta leik í efstu deild frá upphafi Grótta náði þeim merka áfanga að vinna sinn fyrsta leik í efstu deild í sögunni. Það gerði liðið með glæsibrag gegn Fjölni, lokatölur 0-3 í Grafarvogi. 8. júlí 2020 22:14