Ósammála um atvikið umdeilda í nýliðaslagnum: „Er mest hissa á viðbrögðum Guðna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 10. júlí 2020 13:30 Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir voru í settinu ásamt stjórnandanum Helenu Ólafsdóttur í gær. vísir/s2s Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. Í fyrri hálfleik vildi FH fá víti er Birta Georgsdóttir féll í teignum eftir baráttu við markvörð Þróttar, Friðriku Arnardóttur, um boltann. Mist fannst í fyrstu að um víti væri að ræða en skipti fljótt um skoðun eftir að hafa séð atvikið aftur. „Þetta leit þannig út á vellinum og ég bar þetta undir fróðari menn því mér fannst erfitt að meta þetta. Ég er á því að þetta hafi verið rétt hjá dómaranum að dæma ekki víti en það er ofboðslega erfitt að sjá það. Ég hefði ekki verið hissa ef það hefði verið dæmt víti,“ sagði Mist. Klippa: FH vill víti en fær rautt Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var allt annað en sáttur og fékk að líta gula spjaldið. Hann lét ekki segjast og fékk annað gult spjald stuttu síðar og þar með rautt. „Ég er mest hissa á viðbrögðum Guðna. Hann eðlilega verður reiður og fær aðvörun. Í staðinn fyrir að bakka og róa sig, hann er búinn að fá að pústa, þá heldur hann áfram og fær rautt. Þú ert höfuð liðsins og eftir höfðinu dansa limirnir sagði einhver. Mér finnst þú þurfir að sýna betra fordæmi.“ Markahrókurinn fyrrverandi, Kristín Ýr, er á því að þetta hafi verið víti. „Mér finnst þetta vera víti,“ sagði Kristín Ýr. „Hún snertir boltann en að blaka honum í burtu er full vel í lagt. Mér finnst reglan asnaleg. Ég talaði líka við mér vitrandi menn. Ég veit að reglan er þannig að hún er með hönd á boltanum en mér finnst það galið, því hún er augljóslega að ræna hana marktækifæri.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Víti? Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Tengdar fréttir Sjáðu atvikið umdeilda í Hafnarfirði og mörkin úr sigri meistaranna Það var dramatík í Kaplakrika þegar nýliðarnir í Pepsi Max-deild kvenna mættust en á Hlíðarenda var ekki mikil spenna. 7. júlí 2020 14:00 Umfjöllun og viðtöl: FH 1-2 Þróttur | Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar Þróttur vann nýliðaslaginn gegn FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 1-2 Þrótti í vil. 6. júlí 2020 22:50 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Sjá meira
Sparkspekingar Pepsi Max-marka kvenna, Mist Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir, voru ekki sammála um það hvort að FH hefði átt að fá vítaspyrnu gegn Þrótti í nýliðaslagnum fyrr í vikunni. Í fyrri hálfleik vildi FH fá víti er Birta Georgsdóttir féll í teignum eftir baráttu við markvörð Þróttar, Friðriku Arnardóttur, um boltann. Mist fannst í fyrstu að um víti væri að ræða en skipti fljótt um skoðun eftir að hafa séð atvikið aftur. „Þetta leit þannig út á vellinum og ég bar þetta undir fróðari menn því mér fannst erfitt að meta þetta. Ég er á því að þetta hafi verið rétt hjá dómaranum að dæma ekki víti en það er ofboðslega erfitt að sjá það. Ég hefði ekki verið hissa ef það hefði verið dæmt víti,“ sagði Mist. Klippa: FH vill víti en fær rautt Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var allt annað en sáttur og fékk að líta gula spjaldið. Hann lét ekki segjast og fékk annað gult spjald stuttu síðar og þar með rautt. „Ég er mest hissa á viðbrögðum Guðna. Hann eðlilega verður reiður og fær aðvörun. Í staðinn fyrir að bakka og róa sig, hann er búinn að fá að pústa, þá heldur hann áfram og fær rautt. Þú ert höfuð liðsins og eftir höfðinu dansa limirnir sagði einhver. Mér finnst þú þurfir að sýna betra fordæmi.“ Markahrókurinn fyrrverandi, Kristín Ýr, er á því að þetta hafi verið víti. „Mér finnst þetta vera víti,“ sagði Kristín Ýr. „Hún snertir boltann en að blaka honum í burtu er full vel í lagt. Mér finnst reglan asnaleg. Ég talaði líka við mér vitrandi menn. Ég veit að reglan er þannig að hún er með hönd á boltanum en mér finnst það galið, því hún er augljóslega að ræna hana marktækifæri.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Víti?
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Tengdar fréttir Sjáðu atvikið umdeilda í Hafnarfirði og mörkin úr sigri meistaranna Það var dramatík í Kaplakrika þegar nýliðarnir í Pepsi Max-deild kvenna mættust en á Hlíðarenda var ekki mikil spenna. 7. júlí 2020 14:00 Umfjöllun og viðtöl: FH 1-2 Þróttur | Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar Þróttur vann nýliðaslaginn gegn FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 1-2 Þrótti í vil. 6. júlí 2020 22:50 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Fleiri fréttir Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Sjá meira
Sjáðu atvikið umdeilda í Hafnarfirði og mörkin úr sigri meistaranna Það var dramatík í Kaplakrika þegar nýliðarnir í Pepsi Max-deild kvenna mættust en á Hlíðarenda var ekki mikil spenna. 7. júlí 2020 14:00
Umfjöllun og viðtöl: FH 1-2 Þróttur | Þróttur vann sinn fyrsta leik í sumar Þróttur vann nýliðaslaginn gegn FH í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 1-2 Þrótti í vil. 6. júlí 2020 22:50
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn