Tiger Woods gæti sett nýtt met þegar hann snýr aftur í þessari viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 07:30 Tiger Woods fagnar sigri á Mastersmótinu í fyrra. Getty/Andrew Redington Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods gæti skrifað golfsöguna á sínu fyrsta golfmóti síðan í febrúar en Woods tekur þátt á Memorial golfmótinu í Dublin í Ohio fylki í þessari viku. Næsti sigur Tiger Woods á móti á PGA móti verður sögulegur. Hann hefur þegar unnið 82 mót á bandarísku mótaröðinni á ferlinum og deilir nú metinu með Sam Snead. Sam Snead vann 82 PGA-mót á sínum tíma en síðasti sigur hans kom árið 1965. Snead hefur því átt metið í 55 ár en gæti misst það um helgina. „Ég vildi geta sagt að ég muni vinna mótið. Ég kem inn í mótið eins og alltaf eða með því markmiði að vinna,“ sagði Tiger Woods sem jafnaði met Sam Snead þegar hann vann Zozo mótið í Japan í október á síðasta ári. Tiger Woods eyes Memorial tournament win and Sam Snead's PGA Tour record on return https://t.co/JFtD6Fozqo— BBC News (UK) (@BBCNews) July 15, 2020 „Vonandi gengur það upp á sunnudaginn. Það er engin ástæða fyrir því að ég geti ekki unnið mót í þessari viku,“ sagði Woods. Tiger Woods er enn ríkjandi meistari á Mastersmótinu því það fór ekki fram í ár vegna kórónuveirufaraldsins. Hann hafði misst af mótum fyrir COVID-19 vegna bakmeiðsla en spilaði síðan á Genesis Invitational í febrúar þar sem gekk ekki vel. Tiger Woods tók þátt í góðgerðamóti í miðjum faraldrinum eða einvíginu með þeim Phil Mickelson, Tom Brady og Payton Manning en nú fær golfáhugafólk að sjá hann á móti í fyrsta sinn í langan tíma. Tiger Woods tók þá ákvörðun að sleppa því að keppa á fyrstu mótunum eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveirufarldurinn. „Mér leið bara þannig að það væri betra að vera heima og vera alveg öruggur. Ég er vanur því að spila með fullt af fólki í kringum mig og það setur ekki bara mig í hættu heldur einnig fjölskyldu og vini,“ sagði Woods. Tiger vildi sjá hvernig þetta allt spilaðist áður en hann ákvað að taka loks slaginn í þessari viku. Þetta verður óvenjulegt mót fyrir Tiger Woods því það verða engir áhorfendur á svæðinu og mun færri myndavélar en vanalega. Þegar Tiger spilar þá fylgir honum jafnan stór hópur fólks sem sýnir mikil viðbrögð við hverju höggi. „Þetta verður hljóður og öðruvísi heimur,“ sagði Tiger Woods. Memorial Tournament verður í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin frá fyrsta deginum á morgun klukkan 18.30. Golf Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods gæti skrifað golfsöguna á sínu fyrsta golfmóti síðan í febrúar en Woods tekur þátt á Memorial golfmótinu í Dublin í Ohio fylki í þessari viku. Næsti sigur Tiger Woods á móti á PGA móti verður sögulegur. Hann hefur þegar unnið 82 mót á bandarísku mótaröðinni á ferlinum og deilir nú metinu með Sam Snead. Sam Snead vann 82 PGA-mót á sínum tíma en síðasti sigur hans kom árið 1965. Snead hefur því átt metið í 55 ár en gæti misst það um helgina. „Ég vildi geta sagt að ég muni vinna mótið. Ég kem inn í mótið eins og alltaf eða með því markmiði að vinna,“ sagði Tiger Woods sem jafnaði met Sam Snead þegar hann vann Zozo mótið í Japan í október á síðasta ári. Tiger Woods eyes Memorial tournament win and Sam Snead's PGA Tour record on return https://t.co/JFtD6Fozqo— BBC News (UK) (@BBCNews) July 15, 2020 „Vonandi gengur það upp á sunnudaginn. Það er engin ástæða fyrir því að ég geti ekki unnið mót í þessari viku,“ sagði Woods. Tiger Woods er enn ríkjandi meistari á Mastersmótinu því það fór ekki fram í ár vegna kórónuveirufaraldsins. Hann hafði misst af mótum fyrir COVID-19 vegna bakmeiðsla en spilaði síðan á Genesis Invitational í febrúar þar sem gekk ekki vel. Tiger Woods tók þátt í góðgerðamóti í miðjum faraldrinum eða einvíginu með þeim Phil Mickelson, Tom Brady og Payton Manning en nú fær golfáhugafólk að sjá hann á móti í fyrsta sinn í langan tíma. Tiger Woods tók þá ákvörðun að sleppa því að keppa á fyrstu mótunum eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveirufarldurinn. „Mér leið bara þannig að það væri betra að vera heima og vera alveg öruggur. Ég er vanur því að spila með fullt af fólki í kringum mig og það setur ekki bara mig í hættu heldur einnig fjölskyldu og vini,“ sagði Woods. Tiger vildi sjá hvernig þetta allt spilaðist áður en hann ákvað að taka loks slaginn í þessari viku. Þetta verður óvenjulegt mót fyrir Tiger Woods því það verða engir áhorfendur á svæðinu og mun færri myndavélar en vanalega. Þegar Tiger spilar þá fylgir honum jafnan stór hópur fólks sem sýnir mikil viðbrögð við hverju höggi. „Þetta verður hljóður og öðruvísi heimur,“ sagði Tiger Woods. Memorial Tournament verður í beinni á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin frá fyrsta deginum á morgun klukkan 18.30.
Golf Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sjá meira