Máni um frammistöðu KR gegn Blikum: Þetta var heimaskítsmát Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 12:00 KR - Breiðablik, Pepsi max deild karla. Sumar 2020. Knattspyrna, fótbolti. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Íslandsmeistarar KR fóru á kostum í toppslagnum á móti Breiðabliki og þeir fengu líka mikið hrós í Pepsi Max Stúkunni. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Pepsi Max Stúkunnar, fór þá yfir leiki sjöttu umferðar Pepsi Max deildar karla með þeim Þorkatli Mána Péturssyni og Sigurvin Ólafssyni. KR-liðið heillaði þá í sigrinum á Blikum. „Eins og við sögðu hérna í upphafi, meistaraframmistaða,“ hóf Guðmundur Benediktsson umræðuna um KR-liðið sem vann topplið Breiðabliks 3-1. „Uppstilling KR-liðsins kom á óvart því Óskar Örn (Hauksson) var settur á bekkinn. Fyrstu 30 til 40 mínúturnar þá var bara eitt lið á vellinum og það hefði ekki verið ósanngjarnt að staðan hefði verið orðið þrjú til fjögur núll,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Menn eru oft að nota einhverjar skáksamlíkingar á þetta og þetta var eiginlega heimaskítsmát. Það eru bara fjórir leikir og ballið er búið. Þetta var svoleiðis því þetta var ótrúlega vel uppsettur leikur hjá þjálfarateymi KR,“ sagði Máni en það fór mesti tími þeirra í að gagnrýna lið Breiðabliks í leiknum. „Blikarnir eru eitt mest spennandi liðið og af hverju spiluðu þeir ekki eins og þeir hafa verið að gera, spurði Sigurvin Ólafsson. „Áttu Blikar ekki að fara inn í leikinn eins og liðið sem KR-ingar þyrftu að leikgreina og spá í? Í stað þess voru Blikarnir að eyða tímanum sínum í það að spá og spekúlera í því hvernig KR-ingarnir spiluðu,“ sagði Máni. „Ég var rosalega spenntur fyrir þessum leik þegar hann byrjaði og var fyrir mér mest spennandi leikur umferðarinnar. Ég verð að segja það að Blikarnir ollu mér alveg gríðarlegum vonbrigðum,“ sagði Máni og hélt áfram: „Ég velti því fyrir mér af þetta Blikalið hefur ekki unnið neinn skapaðan hlut. Þeir hafa alltaf verið nálægt því og þetta er alltaf alveg að fara að koma en það kemur ekki neitt. Maður spyr sig hvort að karakterinn í þessum strákum sé nógu sterkur því þeir koðna bara,“ sagði Máni. „Gæinn sem mér fannst sýna smá dólg og að hann væri tilbúinn í þetta var Brynjólfur Andersen Willumsson. Mér fannst hann vera tilbúinn í þetta en mér fannst hinir vera það ekki. Miðjan hjá Blikum, sem er mikið talað um og þetta er mjög góð miðja, hún átti ekki breik,“ sagði Máni en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Þetta var heimaskítsmát Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
Íslandsmeistarar KR fóru á kostum í toppslagnum á móti Breiðabliki og þeir fengu líka mikið hrós í Pepsi Max Stúkunni. Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Pepsi Max Stúkunnar, fór þá yfir leiki sjöttu umferðar Pepsi Max deildar karla með þeim Þorkatli Mána Péturssyni og Sigurvin Ólafssyni. KR-liðið heillaði þá í sigrinum á Blikum. „Eins og við sögðu hérna í upphafi, meistaraframmistaða,“ hóf Guðmundur Benediktsson umræðuna um KR-liðið sem vann topplið Breiðabliks 3-1. „Uppstilling KR-liðsins kom á óvart því Óskar Örn (Hauksson) var settur á bekkinn. Fyrstu 30 til 40 mínúturnar þá var bara eitt lið á vellinum og það hefði ekki verið ósanngjarnt að staðan hefði verið orðið þrjú til fjögur núll,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Menn eru oft að nota einhverjar skáksamlíkingar á þetta og þetta var eiginlega heimaskítsmát. Það eru bara fjórir leikir og ballið er búið. Þetta var svoleiðis því þetta var ótrúlega vel uppsettur leikur hjá þjálfarateymi KR,“ sagði Máni en það fór mesti tími þeirra í að gagnrýna lið Breiðabliks í leiknum. „Blikarnir eru eitt mest spennandi liðið og af hverju spiluðu þeir ekki eins og þeir hafa verið að gera, spurði Sigurvin Ólafsson. „Áttu Blikar ekki að fara inn í leikinn eins og liðið sem KR-ingar þyrftu að leikgreina og spá í? Í stað þess voru Blikarnir að eyða tímanum sínum í það að spá og spekúlera í því hvernig KR-ingarnir spiluðu,“ sagði Máni. „Ég var rosalega spenntur fyrir þessum leik þegar hann byrjaði og var fyrir mér mest spennandi leikur umferðarinnar. Ég verð að segja það að Blikarnir ollu mér alveg gríðarlegum vonbrigðum,“ sagði Máni og hélt áfram: „Ég velti því fyrir mér af þetta Blikalið hefur ekki unnið neinn skapaðan hlut. Þeir hafa alltaf verið nálægt því og þetta er alltaf alveg að fara að koma en það kemur ekki neitt. Maður spyr sig hvort að karakterinn í þessum strákum sé nógu sterkur því þeir koðna bara,“ sagði Máni. „Gæinn sem mér fannst sýna smá dólg og að hann væri tilbúinn í þetta var Brynjólfur Andersen Willumsson. Mér fannst hann vera tilbúinn í þetta en mér fannst hinir vera það ekki. Miðjan hjá Blikum, sem er mikið talað um og þetta er mjög góð miðja, hún átti ekki breik,“ sagði Máni en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Þetta var heimaskítsmát
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira