Íslensk félög borguðu umboðsmönnum sjö milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2020 12:00 Umboðsmaður Gary John Martin, Ólafur Garðarsson, fékk bæði greiðslur frá Val og ÍBV vegna leikmannsins á þessu tímabili. Vísir/Daníel Þór Knattspyrnusamband Íslands birti í dag árlega skýrslu um umboðsmenn í knattspyrnu en hún nær yfir tímabilið frá 1. apríl 2019 til 30. júní 2020. KSÍ birti þessar upplýsingar á heimasíðu sinni í samræmi við reglugerð FIFA um milliliði. Nöfn allra umboðsmanna sem skráðir eru ásamt yfirliti yfir gerninga sem þeir hafa komið að. Enn fremur birtir KSÍ heildarupphæð allra þóknana eða greiðslna sem raunverulega hafa verið inntar af hendi til umboðsmanna af hálfu skráðra leikmanna og af hálfu hvers félags sem þeir tengjast. Tölurnar sem eru birtar er samanlögð heildarupphæð fyrir alla leikmenn og samanlögð heildarupphæð hvers félags. Heildarupphæð greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna frá félögum á umræddu tímabili (í íslenskum krónum) er rúmar 7 milljónir, og er það hækkun frá fyrri tveimur árum. https://t.co/3vfSwdEblk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 16, 2020 Heildarupphæð greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna frá félögum á umræddu tímabili er rúmar 7 milljónir í íslenskum krónum og er það hækkun frá fyrri tveimur árum. Umboðsmenn fengu 6,559 milljónir árið á undan og 4,967 milljónir frá 2017 til 2018. Valsmenn borguðu mest í umboðslaun eða 1.504.950 en næst kom Breiðablik með 1.051.800 krónur til umboðsmanna. Þriðja á lista var síðan ÍBV með 908 þúsund krónur. Valsmenn borguðu umboðslaun fyrir leikmennina Birki Heimisson, Gary John Martin, Magnus Egilsson, Orra Sigurð Ómarsson og Valgeir Lunddal Friðriksson auk þess að borga fyrir þjálfarann Heimi Guðjónsson. Blikar borguðu umboðslaun fyrir leikmennina Brynjar Atla Bragason, Thomas Mikkelsen og Oliver Sigurjónsson. KR, sem varð Íslandsmeistari í karlaflokki, borgaði aðeins samtal 248 þúsund krónur til umboðsmanna á síðasta starfsári sem er minna en sex lið sem voru í Pepsi Max deildinni 2019 eða Valur, Breiðablik, ÍBV, Grindavík, Víkingur R. og FH. Tvær af þremur greiðslum KR-inga voru auk þess tengdar leikmönnum kvennaliðsins, þeim Katrínu Ásbjörnsdóttur og Angelu R. Beard. KR greiddi bara umboðslaun vegna Ægis Jarls Jónassonar. Heildarupphæð greiðslna frá ákveðnum félögum: Valur 1.504.950 Breiðablik 1.051.800 ÍBV 908.300 Víkingur R. 847.200 Grindavík 803.800 FH 624.000 Fjölnir 430.840 KR 248.000 Þór/KA 188,765 Haukar 100.000 Þróttur R.75.000 Njarðvík 70.000 Vestri 70.000 Víðir 70.000 Völsungur 70.000 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands birti í dag árlega skýrslu um umboðsmenn í knattspyrnu en hún nær yfir tímabilið frá 1. apríl 2019 til 30. júní 2020. KSÍ birti þessar upplýsingar á heimasíðu sinni í samræmi við reglugerð FIFA um milliliði. Nöfn allra umboðsmanna sem skráðir eru ásamt yfirliti yfir gerninga sem þeir hafa komið að. Enn fremur birtir KSÍ heildarupphæð allra þóknana eða greiðslna sem raunverulega hafa verið inntar af hendi til umboðsmanna af hálfu skráðra leikmanna og af hálfu hvers félags sem þeir tengjast. Tölurnar sem eru birtar er samanlögð heildarupphæð fyrir alla leikmenn og samanlögð heildarupphæð hvers félags. Heildarupphæð greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna frá félögum á umræddu tímabili (í íslenskum krónum) er rúmar 7 milljónir, og er það hækkun frá fyrri tveimur árum. https://t.co/3vfSwdEblk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 16, 2020 Heildarupphæð greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til umboðsmanna frá félögum á umræddu tímabili er rúmar 7 milljónir í íslenskum krónum og er það hækkun frá fyrri tveimur árum. Umboðsmenn fengu 6,559 milljónir árið á undan og 4,967 milljónir frá 2017 til 2018. Valsmenn borguðu mest í umboðslaun eða 1.504.950 en næst kom Breiðablik með 1.051.800 krónur til umboðsmanna. Þriðja á lista var síðan ÍBV með 908 þúsund krónur. Valsmenn borguðu umboðslaun fyrir leikmennina Birki Heimisson, Gary John Martin, Magnus Egilsson, Orra Sigurð Ómarsson og Valgeir Lunddal Friðriksson auk þess að borga fyrir þjálfarann Heimi Guðjónsson. Blikar borguðu umboðslaun fyrir leikmennina Brynjar Atla Bragason, Thomas Mikkelsen og Oliver Sigurjónsson. KR, sem varð Íslandsmeistari í karlaflokki, borgaði aðeins samtal 248 þúsund krónur til umboðsmanna á síðasta starfsári sem er minna en sex lið sem voru í Pepsi Max deildinni 2019 eða Valur, Breiðablik, ÍBV, Grindavík, Víkingur R. og FH. Tvær af þremur greiðslum KR-inga voru auk þess tengdar leikmönnum kvennaliðsins, þeim Katrínu Ásbjörnsdóttur og Angelu R. Beard. KR greiddi bara umboðslaun vegna Ægis Jarls Jónassonar. Heildarupphæð greiðslna frá ákveðnum félögum: Valur 1.504.950 Breiðablik 1.051.800 ÍBV 908.300 Víkingur R. 847.200 Grindavík 803.800 FH 624.000 Fjölnir 430.840 KR 248.000 Þór/KA 188,765 Haukar 100.000 Þróttur R.75.000 Njarðvík 70.000 Vestri 70.000 Víðir 70.000 Völsungur 70.000
Heildarupphæð greiðslna frá ákveðnum félögum: Valur 1.504.950 Breiðablik 1.051.800 ÍBV 908.300 Víkingur R. 847.200 Grindavík 803.800 FH 624.000 Fjölnir 430.840 KR 248.000 Þór/KA 188,765 Haukar 100.000 Þróttur R.75.000 Njarðvík 70.000 Vestri 70.000 Víðir 70.000 Völsungur 70.000
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira