Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2020 16:00 Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum voru birtar í gær Mynd: Nils Folmer Í gærkvöldi voru uppfærðar veiðitölur vikunnar á vef Landssambands Veiðifélaga og það er frekar rólegt í mörgum ánum. Það skal þó hafa í huga að enn sem komið er skrifast aflaleysi að einhverju leiti, en þó ekki öllu, á að það vantar marga veiðimenn í árnar.Það eru fjölmörg dæmi um að sum holl hafi ekki verið nýtt nema að hluta og það er ekkert skrítið að veiðin sé minni. En það er samt þannig að víða er bara lítið af laxi gengin. Eystri Rangá er þar algjör undantekning með næstum því 1.000 laxa viku og heildarveiði sem er komin í 1.572 laxa og við erum rétt farin að snetra upphafið á besta tímanum í ánni. Urrðafoss er svo í öðru sæti með 633 laxa en þar hefur aðeins dregið úr veiði en nóg af laxi virðist samt vera að ganga í gegnum svæðið. Ytri Rangá er loksins að komast í gang með tæplega 250 laxa viku en þar er hægt að detta niður á lausar stangir vefgna forfalla erlendra veiðimanna. Næstu ár á eftir eru Norðurá með vikuveiði upp á 71 lax, Þverá/ Kjarrá með 72 laxa veidda í vikunni og Miðfjarðará með 180 laxa. Við skulum þó hafa í huga að það er vaxandi straumur og það eru góðar fréttir af göngum víða til að mynda í Langá þar sem hvert flóð er að skila 50-100 löxum í ánna. Listann yfir veiðina í heild sinni má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Veiðikeppnin litla Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Spá góðu smálaxaári Veiði Veiðislóð 3 tbl. komið út Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði
Í gærkvöldi voru uppfærðar veiðitölur vikunnar á vef Landssambands Veiðifélaga og það er frekar rólegt í mörgum ánum. Það skal þó hafa í huga að enn sem komið er skrifast aflaleysi að einhverju leiti, en þó ekki öllu, á að það vantar marga veiðimenn í árnar.Það eru fjölmörg dæmi um að sum holl hafi ekki verið nýtt nema að hluta og það er ekkert skrítið að veiðin sé minni. En það er samt þannig að víða er bara lítið af laxi gengin. Eystri Rangá er þar algjör undantekning með næstum því 1.000 laxa viku og heildarveiði sem er komin í 1.572 laxa og við erum rétt farin að snetra upphafið á besta tímanum í ánni. Urrðafoss er svo í öðru sæti með 633 laxa en þar hefur aðeins dregið úr veiði en nóg af laxi virðist samt vera að ganga í gegnum svæðið. Ytri Rangá er loksins að komast í gang með tæplega 250 laxa viku en þar er hægt að detta niður á lausar stangir vefgna forfalla erlendra veiðimanna. Næstu ár á eftir eru Norðurá með vikuveiði upp á 71 lax, Þverá/ Kjarrá með 72 laxa veidda í vikunni og Miðfjarðará með 180 laxa. Við skulum þó hafa í huga að það er vaxandi straumur og það eru góðar fréttir af göngum víða til að mynda í Langá þar sem hvert flóð er að skila 50-100 löxum í ánna. Listann yfir veiðina í heild sinni má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Veiðikeppnin litla Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Spá góðu smálaxaári Veiði Veiðislóð 3 tbl. komið út Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði