Pepsi Max mörkin: Elín Metta „brjóstaði“ gamlan liðsfélaga og fékk hrós fyrir vinnusemina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 15:00 Elín Metta Jensen hefur skorað átta mörk i fyrstu sex leikjum Valsliðsins í Pepsi Max deild kvenna. Vísir/Vilhelm Valskonan Elín Metta Jensen er markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna með átta mörk í sex leikjum en sérfræðingar Pepsi Max markanna tóku það einnig sérstaklega fyrir hversu ótrúlega duglegur leikmaður hún er. Elín Metta Jensen hjálpaði Valsliðinu að ná stig út úr leik þar sem þær voru leikmanni færri í 88 mínútur. „Hún var ótrúlega dugleg í þessum leik. Í sókninni er hún í færunum og varnarlega lét hún finna fyrir sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Elín Metta jafnaði leikinn í 1-1 og tryggði sínu liði stig. „Hún var í Elínar-ham,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem hefur bæði spilað með og þjálfað Elínu Mettu. „Mér fannst gaman að sjá hvað hún var pirruð. Það var gaman að sjá þennan baráttuhug hjá henni og þennan dólg,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Hún á þetta alveg til og mér finnst þetta einn besti leikur Elínar á tímabilinu. Varnarvinna og hún sýndi frumkvæði í baráttuanda og vilja til að vinna leikinn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Elín Metta sést þá ganga upp að Fylkiskonunni Stefaníu Ragnarsdóttur og lét hana finna vel fyrir sér. „Þarna brjóstar hún Stefaníu fyrrverandi liðsfélaga sinn,“ sagði Margrét Lára. Margréti Láru finnst Elín Metta hafa bætt varnarvinnunni við sinn leik. „Ég held líka að fótboltinn sé að verða betri og þá sérstaklega erlendis. Þegar maður lítur til landsliðsins, af því að maður er alltaf að vonast til þess að þessir leikmenn taki skrefin fram á við, þá er algjört lykilatriði, sem góður sóknarmaður fyrir íslenska landsliðið, að geta spilað góða vörn og verið skipulagður í varnarleik. Við fögnum því þegar sóknarleikmennirnir okkar huga að varnarleiknum,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umræðuna um Elínu Mettu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Hún var í Elínar-ham Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Valskonan Elín Metta Jensen er markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna með átta mörk í sex leikjum en sérfræðingar Pepsi Max markanna tóku það einnig sérstaklega fyrir hversu ótrúlega duglegur leikmaður hún er. Elín Metta Jensen hjálpaði Valsliðinu að ná stig út úr leik þar sem þær voru leikmanni færri í 88 mínútur. „Hún var ótrúlega dugleg í þessum leik. Í sókninni er hún í færunum og varnarlega lét hún finna fyrir sér,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Elín Metta jafnaði leikinn í 1-1 og tryggði sínu liði stig. „Hún var í Elínar-ham,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem hefur bæði spilað með og þjálfað Elínu Mettu. „Mér fannst gaman að sjá hvað hún var pirruð. Það var gaman að sjá þennan baráttuhug hjá henni og þennan dólg,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „Hún á þetta alveg til og mér finnst þetta einn besti leikur Elínar á tímabilinu. Varnarvinna og hún sýndi frumkvæði í baráttuanda og vilja til að vinna leikinn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Elín Metta sést þá ganga upp að Fylkiskonunni Stefaníu Ragnarsdóttur og lét hana finna vel fyrir sér. „Þarna brjóstar hún Stefaníu fyrrverandi liðsfélaga sinn,“ sagði Margrét Lára. Margréti Láru finnst Elín Metta hafa bætt varnarvinnunni við sinn leik. „Ég held líka að fótboltinn sé að verða betri og þá sérstaklega erlendis. Þegar maður lítur til landsliðsins, af því að maður er alltaf að vonast til þess að þessir leikmenn taki skrefin fram á við, þá er algjört lykilatriði, sem góður sóknarmaður fyrir íslenska landsliðið, að geta spilað góða vörn og verið skipulagður í varnarleik. Við fögnum því þegar sóknarleikmennirnir okkar huga að varnarleiknum,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umræðuna um Elínu Mettu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Hún var í Elínar-ham
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira