Myndband: Mini John Cooper Works GP fer Nürburgring á 8:03 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. júlí 2020 07:00 Mini John Cooper Works GP. Væntingarnar voru miklar fyrir Mini John Cooper Works GP, jafnvel áður en hann var frumsýndur í nóvember síðastliðnum. Vélin, tveggja lítra, fjögurra strokka með forþjöppu, skilar 302 hestöflum. Þetta er því öflugasti og hraðskreiðasti Mini sem framleiddur hefur verið. Yfirbyggingin er jafn svakaleg og vélin með vindskeið og sérsmíðuðum stuðurum og sílsum. Vélin er 74 hestöflum en hefðbundin John Cooper Works sem þykir nú enginn snigill. Mini hefur ekki gefið út opinberan tíma fyrir Nürburgring en segir þó að bíllinn fari hringinn á undir átta mínútum. Youtube-rásin Sport Auto fór hringinn á sínum eigin bíl, til að sannreyna staðhæfingu Mini. Þeirra bíll í höndum ökumannsins Christian Gebhardt fór hringinn á 8:03,85 sem er ekki undir átta mínútum. En kannski nógu nálægt til að ætla megi að Mini hafi eitthvað til síns máls með að hafa farið undir átta mínútur. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent
Væntingarnar voru miklar fyrir Mini John Cooper Works GP, jafnvel áður en hann var frumsýndur í nóvember síðastliðnum. Vélin, tveggja lítra, fjögurra strokka með forþjöppu, skilar 302 hestöflum. Þetta er því öflugasti og hraðskreiðasti Mini sem framleiddur hefur verið. Yfirbyggingin er jafn svakaleg og vélin með vindskeið og sérsmíðuðum stuðurum og sílsum. Vélin er 74 hestöflum en hefðbundin John Cooper Works sem þykir nú enginn snigill. Mini hefur ekki gefið út opinberan tíma fyrir Nürburgring en segir þó að bíllinn fari hringinn á undir átta mínútum. Youtube-rásin Sport Auto fór hringinn á sínum eigin bíl, til að sannreyna staðhæfingu Mini. Þeirra bíll í höndum ökumannsins Christian Gebhardt fór hringinn á 8:03,85 sem er ekki undir átta mínútum. En kannski nógu nálægt til að ætla megi að Mini hafi eitthvað til síns máls með að hafa farið undir átta mínútur.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent