Um slaka erlenda leikmenn: Ef þeir eru ekki afgerandi þá takk og bless Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2020 07:00 Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir fór mikinn í Pepsi Max Mörkunum í gærkvöld. Mynd/Stöð 2 Sport Það var mikill hiti í Pepsi Max Mörkunum í gær þegar erlendir leikmenn deildarinnar voru ræddir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Nú erum við með útlendingaa í FH, alls ekki nógu góða finnst mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins í gær, greip orðið. „Þær hafa ekkert sýnt finnst mér, önnur skoraði jú þetta mark á móti Þór/KA. Fyrir mér ertu bara ekki að sækja útlending sem er miðlungs leikmaður í þessari deild. Frekar skaltu þá spila ungum og efnilegum leikmanni sem þú getur gert að félagsmanni og liðsmanni til lengri tíma. Fyrir mér er þetta bara sóun.“ „Þú ert að taka eitt ár af einhverjum leikmanni,“ svaraði Helena. „Þú ert að taka átt ár í þróun af einhverjum leikmanni, fyrir ekki meira en þetta. Ef þú færð einhverja eins og Mary Alice [Vignola] í Þrótti R. eða Chloé Lacasse [sem skoraði 62 mörk fyrir ÍBV frá 2015-2019] þá er það flott. Ég er bara á því að ef þeir útlendingar sem hingað koma eru ekki að standa sig, ef þeir eru ekki afgerandi þá takk og bless,“ sagði Bára Kristbjörg í kjölfarið. Bára telur þó að Þróttur Reykjavík og Selfoss hafi nælt í góða erlenda leikmenn og að í raun sé ekki hægt að dæma ÍBV þar sem þar þurfi ákveðið magn erlendra leikmanna einfaldlega til að ná í lið. Helena telur að oft sé góðmennska eina ástæða fyrir að leikmenn séu ekki látnir pakka í töskur og sendir heim. „Nei við getum ekki sent hana heim, það er svo ljótt af okkur,“ sagði Helena kímin. „Eins og það verði að standa við samning í einhverri góðgerðastarfsemi.“ „Hinir hæfustu komast af, ef þú ert að fá útlending og hún er ekki að standa sig þá bara takk fyrir að koma, farðu heim. Þetta er bara mín skoðun varðandi þróun íslenskra leikmanna, þú þarft að vera afgerandi útlendingur til að taka sætið af íslenskum leikmanni,“ sagði Bára að endingu. Klippa: Slakir útlendingar í Pepsi Max deildinni Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Guðbjörg Gunnarsdóttir - landsliðsmarkvörður í fótbolta - mætti í settið hjá Pepsi Max Mörkunum og fór yfir óléttuna, stöðu sína í landsliðinu og hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. 23. júlí 2020 23:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Það var mikill hiti í Pepsi Max Mörkunum í gær þegar erlendir leikmenn deildarinnar voru ræddir. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Nú erum við með útlendingaa í FH, alls ekki nógu góða finnst mér,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins í gær, greip orðið. „Þær hafa ekkert sýnt finnst mér, önnur skoraði jú þetta mark á móti Þór/KA. Fyrir mér ertu bara ekki að sækja útlending sem er miðlungs leikmaður í þessari deild. Frekar skaltu þá spila ungum og efnilegum leikmanni sem þú getur gert að félagsmanni og liðsmanni til lengri tíma. Fyrir mér er þetta bara sóun.“ „Þú ert að taka eitt ár af einhverjum leikmanni,“ svaraði Helena. „Þú ert að taka átt ár í þróun af einhverjum leikmanni, fyrir ekki meira en þetta. Ef þú færð einhverja eins og Mary Alice [Vignola] í Þrótti R. eða Chloé Lacasse [sem skoraði 62 mörk fyrir ÍBV frá 2015-2019] þá er það flott. Ég er bara á því að ef þeir útlendingar sem hingað koma eru ekki að standa sig, ef þeir eru ekki afgerandi þá takk og bless,“ sagði Bára Kristbjörg í kjölfarið. Bára telur þó að Þróttur Reykjavík og Selfoss hafi nælt í góða erlenda leikmenn og að í raun sé ekki hægt að dæma ÍBV þar sem þar þurfi ákveðið magn erlendra leikmanna einfaldlega til að ná í lið. Helena telur að oft sé góðmennska eina ástæða fyrir að leikmenn séu ekki látnir pakka í töskur og sendir heim. „Nei við getum ekki sent hana heim, það er svo ljótt af okkur,“ sagði Helena kímin. „Eins og það verði að standa við samning í einhverri góðgerðastarfsemi.“ „Hinir hæfustu komast af, ef þú ert að fá útlending og hún er ekki að standa sig þá bara takk fyrir að koma, farðu heim. Þetta er bara mín skoðun varðandi þróun íslenskra leikmanna, þú þarft að vera afgerandi útlendingur til að taka sætið af íslenskum leikmanni,“ sagði Bára að endingu. Klippa: Slakir útlendingar í Pepsi Max deildinni
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Guðbjörg Gunnarsdóttir - landsliðsmarkvörður í fótbolta - mætti í settið hjá Pepsi Max Mörkunum og fór yfir óléttuna, stöðu sína í landsliðinu og hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. 23. júlí 2020 23:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Guðbjörg Gunnarsdóttir - landsliðsmarkvörður í fótbolta - mætti í settið hjá Pepsi Max Mörkunum og fór yfir óléttuna, stöðu sína í landsliðinu og hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. 23. júlí 2020 23:00