Nýr leikur gerist á Íslandi: Fékk hugmyndina að framhaldi Senua á ferðalagi um landið Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 11:18 Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, fékk hugmyndina að leiknum á ferðalagi um Ísland. Leikurinn Senua's Saga: Hellblade 2 mun gerast á Íslandi. Þetta var tilkynnt á kynningu Microsoft á fimmtudaginn en fyrirtækið Ninja Theory framleiðir leikinn. Í myndbandi sem sýnt var á kynningunni fór Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, yfir það hvernig hann hafi fengið hugmyndina að framhaldsleiknum á ferð um Ísland og það hvernig framleiðsluferlið hefur verið. Hann segir teymi sitt hafa skapað níundu aldar útgáfu af Íslandi sem Senua, söguhetja leiksins, eigi að ferðast um. Þeirra útgáfa sé eins „raunveruleg“ og hægt hafi verið að hafa hana. Starfsmenn Ninja Theory og aðrir sem koma að leiknum ferðuðust til Íslands vegna vinnslunnar og tóku myndir, tóku upp hljóð og margt fleira vegna framleiðslunnar. Senua er stríðskona frá Orkneyjum og í fyrri leiknum yfirgaf hún eyjarnar eftir að víkingar brenndu þorp hennar og myrtu nánast alla sem þar bjuggu. Markmið hennar var að bjarga sál kærasta síns en leikurinn átti einnig að endurspegla baráttu fólks við geðræn vandamál. Hér að neðan má sjá umrætt myndband sem sýnt var á fimmtudaginn. Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Leikurinn Senua's Saga: Hellblade 2 mun gerast á Íslandi. Þetta var tilkynnt á kynningu Microsoft á fimmtudaginn en fyrirtækið Ninja Theory framleiðir leikinn. Í myndbandi sem sýnt var á kynningunni fór Tameem Antoniades, einn stofnanda Ninja Theory, yfir það hvernig hann hafi fengið hugmyndina að framhaldsleiknum á ferð um Ísland og það hvernig framleiðsluferlið hefur verið. Hann segir teymi sitt hafa skapað níundu aldar útgáfu af Íslandi sem Senua, söguhetja leiksins, eigi að ferðast um. Þeirra útgáfa sé eins „raunveruleg“ og hægt hafi verið að hafa hana. Starfsmenn Ninja Theory og aðrir sem koma að leiknum ferðuðust til Íslands vegna vinnslunnar og tóku myndir, tóku upp hljóð og margt fleira vegna framleiðslunnar. Senua er stríðskona frá Orkneyjum og í fyrri leiknum yfirgaf hún eyjarnar eftir að víkingar brenndu þorp hennar og myrtu nánast alla sem þar bjuggu. Markmið hennar var að bjarga sál kærasta síns en leikurinn átti einnig að endurspegla baráttu fólks við geðræn vandamál. Hér að neðan má sjá umrætt myndband sem sýnt var á fimmtudaginn.
Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira