Flott veiði í Miðfjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 27. júlí 2020 10:42 Miðfjarðará - 95 sm á bomber Mynd: Midfjardara lodge Miðfjarðará stendur einhvern veginn alltaf fyrir sínu og þrátt fyrir að veiðin í öðrum ám fyrir norðan geti stundum verið róleg er það ekki málið í þessari skemmtilegu á. Veiðin fór heldur seint af stað og en er komin á mjög gott ról. Í gær var landað 37 löxum í ánni og mikið af því eins og alltaf vænn tveggja ára laa eins og þessi 95 sm sem sést á meðfylgjandi mynd. Heildarveiðin var samkvæmt www.angling.is komin í 540 laxa síðasta miðvikudag en hún verður líklega komin í 700 laxa eða nálægt því þegar tölur verða gerðar upp næsta miðvikudag. Það er mikið af laxi í ánni og göngur góðar svo framhaldið lítur bara vel út en Miðfjarðará á oft feykna góðann ágústmánuð í veiði þegar vatnið í ánni er gott. Þess má geta að þessi 95 sm lax sem sést á myndinni var tekinn á Bomber en það er ansi mögnuð veiðiaðferð eins og sjá má á myndbaninu sem fylgir þessari frétt. Þetta er ekkert ósvipað því að veiða á hitch. Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Húseyjakvísl með frábæra opnun Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði
Miðfjarðará stendur einhvern veginn alltaf fyrir sínu og þrátt fyrir að veiðin í öðrum ám fyrir norðan geti stundum verið róleg er það ekki málið í þessari skemmtilegu á. Veiðin fór heldur seint af stað og en er komin á mjög gott ról. Í gær var landað 37 löxum í ánni og mikið af því eins og alltaf vænn tveggja ára laa eins og þessi 95 sm sem sést á meðfylgjandi mynd. Heildarveiðin var samkvæmt www.angling.is komin í 540 laxa síðasta miðvikudag en hún verður líklega komin í 700 laxa eða nálægt því þegar tölur verða gerðar upp næsta miðvikudag. Það er mikið af laxi í ánni og göngur góðar svo framhaldið lítur bara vel út en Miðfjarðará á oft feykna góðann ágústmánuð í veiði þegar vatnið í ánni er gott. Þess má geta að þessi 95 sm lax sem sést á myndinni var tekinn á Bomber en það er ansi mögnuð veiðiaðferð eins og sjá má á myndbaninu sem fylgir þessari frétt. Þetta er ekkert ósvipað því að veiða á hitch.
Mest lesið Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Frábær veðurspá fyrsta veiðidaginn Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Hrygnir nú í hundraða vís Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Húseyjakvísl með frábæra opnun Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði