Beygði af í viðtali eftir sigurinn á 3M Open: „Get ekki beðið eftir því að faðma son minn og konuna mína“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2020 12:30 Það fór ekkert á milli mála hversu miklu sigurinn á 3M Open skipti Michael Thompson. getty/Nick Wosika Michael Thompson var tilfinningaríkur eftir að hann vann 3M Open mótið í Minnesota í golfi í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn. „Ég er mjög leiður yfir því að konan og börnin séu ekki hér til að fagna með mér. Ég get ekki beðið eftir að hitta þau. Elskan, ég elska þig. Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er svo spennandi,“ sagði Thompson og beygði af. „Afsakið mig ... ég spilaði svo vel í dag og trúði á sjálfan mig. Ég gæti ekki beðið um neitt meira.“ Thompson lék lokahringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Samtals var bandaríski kylfingurinn á nítján höggum undir pari og var tveimur höggum á undan landa sínum, Adam Long. Thompson segir að sigurinn á 3M Open hafi gríðarlega mikla þýðingu fyrir sig. Hann hlakkar til að fagna sigrinum í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta skiptir öllu máli. Ég get ekki beðið eftir faðma son minn og fagna með honum, fá okkur bollakökur eða eitthvað. Gráta og faðma konuna mína. Við höfum lagt svo hart að okkur og hún hefur staðið þétt við bakið á mér,“ sagði Thompson. „Þetta fær mig til að gráta aftur. Hún hætti aldrei að trúa á mig og það sem ég get. Og ég er svo þakklátur.“ Sigurinn á 3M Open var annar sigur Thompson á PGA-mótaröðinni. Hann hafði áður unnið The Honda Classic fyrir sjö árum. Klippa: Tileiknaði fjölskyldu sinni sigurinn Golf Tengdar fréttir Thompson stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson sigraði 3M Open golfmótið á PGA-mótaröðinni en lokahringurinn fór fram í dag. 26. júlí 2020 23:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Michael Thompson var tilfinningaríkur eftir að hann vann 3M Open mótið í Minnesota í golfi í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn. „Ég er mjög leiður yfir því að konan og börnin séu ekki hér til að fagna með mér. Ég get ekki beðið eftir að hitta þau. Elskan, ég elska þig. Ég veit ekki hvað ég á að segja, þetta er svo spennandi,“ sagði Thompson og beygði af. „Afsakið mig ... ég spilaði svo vel í dag og trúði á sjálfan mig. Ég gæti ekki beðið um neitt meira.“ Thompson lék lokahringinn í gær á fjórum höggum undir pari. Samtals var bandaríski kylfingurinn á nítján höggum undir pari og var tveimur höggum á undan landa sínum, Adam Long. Thompson segir að sigurinn á 3M Open hafi gríðarlega mikla þýðingu fyrir sig. Hann hlakkar til að fagna sigrinum í faðmi fjölskyldunnar. „Þetta skiptir öllu máli. Ég get ekki beðið eftir faðma son minn og fagna með honum, fá okkur bollakökur eða eitthvað. Gráta og faðma konuna mína. Við höfum lagt svo hart að okkur og hún hefur staðið þétt við bakið á mér,“ sagði Thompson. „Þetta fær mig til að gráta aftur. Hún hætti aldrei að trúa á mig og það sem ég get. Og ég er svo þakklátur.“ Sigurinn á 3M Open var annar sigur Thompson á PGA-mótaröðinni. Hann hafði áður unnið The Honda Classic fyrir sjö árum. Klippa: Tileiknaði fjölskyldu sinni sigurinn
Golf Tengdar fréttir Thompson stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson sigraði 3M Open golfmótið á PGA-mótaröðinni en lokahringurinn fór fram í dag. 26. júlí 2020 23:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Thompson stóð uppi sem sigurvegari á 3M Open Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson sigraði 3M Open golfmótið á PGA-mótaröðinni en lokahringurinn fór fram í dag. 26. júlí 2020 23:00