Segjast opna „Ísflix“ í lok ágúst Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 13:33 Jón Kristinn Snæhólm (t.v.) og Ingvi Hrafn Jónsson, hér á setti Hrafnaþings, eru tveir af hvatamönnum Ísflix. Hrafnaþing Aðstandendur Ísflix, sem er sögð vera ný íslensk efnisveita, segja að hún verði opnuð í lok ágúst. Öllum stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Alþingi hafi verið boðið að hafa vikulega þætti þar. Upphaflega stóð til að hleypa þjónustunni af stokkunum í fyrra. Í tilkynningu frá aðstandendum verkefnisins segir að Ísflix verði „efnisveita“ og vefsíða og hún opni 28. ágúst. Fullyrt er að Ísflix verði „fyrsta einungis ólínulega efnisveitan á Íslandi“. Markmiðið með henni sé að vera „opinn vettvangur frjórrar lýðræðislegrar umræðu um íslensk þjóðfélags- og menningarmál“. Sjá einnig: Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risana Í því skyni ætlar Ísflix að bjóða upp á „opinn míkrófón og myndavél fyrir það nýjasta og áhugaverðasta sem er að gerast á Íslandi“ og auðvelda þannig einstaklingum, hópum og félagasamtökum aðgang að efnisveitu sem sé aðgengileg án endurgjalds. Ætlunin er sögð að bjóða upp á spjallþætti, heimildarþætti og hlaðvörp. Til þess að auðvelda aðgang að Ísflix segjast aðstandendurnir hafa þróað snjallforrit fyrir flest snjalltæki eins og tölvur, síma og sjónvörp. Upphaflega stóð til að Ísflix hæfi starfsemi 1. nóvember í fyrra en þau áform gengu ekki eftir. Í viðtali við Vísi í byrjun desember sagði Jón Kristinn Snæhólm, einn af aðstandendum Ísflix, að þeir hefðu sankað að sér margvíslegu, borgaralegu sjónvarpsefni fyrir efnisveituna, þar á meðal „töluvert af stöffi frá Hannesi Hólmsteini [Gissurarsyni] um pólitík“. Fjölmiðlar Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Aðstandendur Ísflix, sem er sögð vera ný íslensk efnisveita, segja að hún verði opnuð í lok ágúst. Öllum stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Alþingi hafi verið boðið að hafa vikulega þætti þar. Upphaflega stóð til að hleypa þjónustunni af stokkunum í fyrra. Í tilkynningu frá aðstandendum verkefnisins segir að Ísflix verði „efnisveita“ og vefsíða og hún opni 28. ágúst. Fullyrt er að Ísflix verði „fyrsta einungis ólínulega efnisveitan á Íslandi“. Markmiðið með henni sé að vera „opinn vettvangur frjórrar lýðræðislegrar umræðu um íslensk þjóðfélags- og menningarmál“. Sjá einnig: Ísflix Ingva Hrafns boðar samkeppni við risana Í því skyni ætlar Ísflix að bjóða upp á „opinn míkrófón og myndavél fyrir það nýjasta og áhugaverðasta sem er að gerast á Íslandi“ og auðvelda þannig einstaklingum, hópum og félagasamtökum aðgang að efnisveitu sem sé aðgengileg án endurgjalds. Ætlunin er sögð að bjóða upp á spjallþætti, heimildarþætti og hlaðvörp. Til þess að auðvelda aðgang að Ísflix segjast aðstandendurnir hafa þróað snjallforrit fyrir flest snjalltæki eins og tölvur, síma og sjónvörp. Upphaflega stóð til að Ísflix hæfi starfsemi 1. nóvember í fyrra en þau áform gengu ekki eftir. Í viðtali við Vísi í byrjun desember sagði Jón Kristinn Snæhólm, einn af aðstandendum Ísflix, að þeir hefðu sankað að sér margvíslegu, borgaralegu sjónvarpsefni fyrir efnisveituna, þar á meðal „töluvert af stöffi frá Hannesi Hólmsteini [Gissurarsyni] um pólitík“.
Fjölmiðlar Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira