Ágúst Eðvald Hlynsson heldur áfram að vera efstur þegar birtar eru hlaupatölurnar úr Pepspi Max-deild karla.
Miðjumaðurinn hljóp lengst í leik Stjörnunnar og Víkings á mánudagskvöldið en hann hljóp rúma þrettán kílómetra.
Hann hljóp ekki bara lengst því hann tók einnig flesta spretti eða 62 talsins, eða jafn marga og Erlingur Agnarsson. Atli Barkarson var í 3. sætinu með 52.
„Er þetta ekki einhver bilun? Eru þeir ekki að reyna selja alla þessa stráka og eru búnir að „fiffa“ í tölfræðinni?“ grínaðist Reynir Leósson.
„Ríkislögreglustjóri er búinn að skoða þetta og innsigla þetta. Þetta eru ótrúlegar tölur,“ sagði Guðmundur Benediktsson.