Engin frestun á Íslandsmótinu í golfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2020 11:30 Guðrún Brá á titil að verja en hún er ríkjandi Íslandsmeistari golfi. Mynd/Stöð 2 Sport Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma frá 6. til 9. ágúst eins og upprunalega til stóð. Fer mótið fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GSÍ. „Golfsamband Íslands hefur lagt fram tillögur til stjórnvalda um að leika keppnisgolf og jafnframt virða sóttvarnareglur. Var það gert í ljósi hertra sóttvarnaaðgerða og takmörkunar á íþróttastarfi í kjölfar tilkynningar stjórnvalda 30. júlí. Það er Golfsambandinu mikil ánægja að tilkynna að tillögurnar hafa verið samþykktar og mun Íslandmótið í golfi því fara fram á áður auglýstum tíma,“ segir í tilkynningu GSÍ. Íslandsmótið í golfi 2020 - tilkynning frá mótstjórn - Golfsamband Íslands https://t.co/w8maJQ11x3— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) July 31, 2020 „Öryggi keppenda verður í forgrunni og verða nauðsynlegar ráðstafanir gerðar til að tryggja hreinlæti og öryggi eftir fremstu getu. Það er mikið tilhlökkunarefni að sjá bestu kylfinga landsins keppa um Íslandsmeistaratitlana en skráningu í Íslandsmótið lýkur kl. 23:59 á mánudag. Því er ljóst að Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki verða krýndir sunnudaginn 9. ágúst. Sóttvarnaaðgerðir á meðan á mótinu stendur verða kynntar þegar nær dregur,“ segir einnig í tilkynningunni. Þau Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eiga titil að verja og þau fá nú tækifæri til þess í Mosfellsbænum. Golf Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslandsmótið í golfi mun fara fram á tilsettum tíma frá 6. til 9. ágúst eins og upprunalega til stóð. Fer mótið fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá GSÍ. „Golfsamband Íslands hefur lagt fram tillögur til stjórnvalda um að leika keppnisgolf og jafnframt virða sóttvarnareglur. Var það gert í ljósi hertra sóttvarnaaðgerða og takmörkunar á íþróttastarfi í kjölfar tilkynningar stjórnvalda 30. júlí. Það er Golfsambandinu mikil ánægja að tilkynna að tillögurnar hafa verið samþykktar og mun Íslandmótið í golfi því fara fram á áður auglýstum tíma,“ segir í tilkynningu GSÍ. Íslandsmótið í golfi 2020 - tilkynning frá mótstjórn - Golfsamband Íslands https://t.co/w8maJQ11x3— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) July 31, 2020 „Öryggi keppenda verður í forgrunni og verða nauðsynlegar ráðstafanir gerðar til að tryggja hreinlæti og öryggi eftir fremstu getu. Það er mikið tilhlökkunarefni að sjá bestu kylfinga landsins keppa um Íslandsmeistaratitlana en skráningu í Íslandsmótið lýkur kl. 23:59 á mánudag. Því er ljóst að Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki verða krýndir sunnudaginn 9. ágúst. Sóttvarnaaðgerðir á meðan á mótinu stendur verða kynntar þegar nær dregur,“ segir einnig í tilkynningunni. Þau Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eiga titil að verja og þau fá nú tækifæri til þess í Mosfellsbænum.
Golf Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira