Haraldur Franklín Magnús úr GR vann golfmótið Einvígið á Nesinu í dag.
Einvígið á Nesinu er árlegt „shoot out“ mót, þar sem einn kylfingur dettur úr leik á hverri holu. Tíu bestu kylfingum landsins hverju sinni er boðin þátttaka í mótinu. Haraldur Franklín sigraði Andra Þór Björnsson á lokaholunni í dag.
Þetta var í 24. skipti sem mótið er haldið og í þetta skipti fór allur ágóði af mótinu til kórónuveirudeildar Landspítalans.