Bjarki Pétursson, sem er efstur eins og stendur á Íslandsmótinu í golfi, setti vallarmet á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ í dag.
Bjarki lék hringinn á 66 höggum, sex höggum undir pari. Hann byrjaði frábærlega, fékk fjóra fugla á fyrstu fjórum holunum. Hann fékk alls sjö fugla, einn skolla og tíu pör á hringnum.
Tveimur hringjum er lokið á mótinu og er Bjarki eins og áður segir í forystu, einu höggi á undan Axeli Bóassyni.
Bjarki Pétursson, GKG, með vallarmet á Hlíðavelli, 66 högg -6 og hann er efstur eins og er í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi. https://t.co/eIgyOEP6Ak pic.twitter.com/0fIGuYzFH0
— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 7, 2020